Færsluflokkur: Íþróttir
7.8.2009 | 15:57
Pipar Open golfmótið - skyldumæting
Jæja golfarar,
Eitt skemmtilegasta mót sumarsins (vegna þess að við ætlum að keppa) er framundan. Enginn sannur BirdieTravel félagi má skorast undan að mæta:
Hið árlega Pipar open fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili,
laugardaginn 15. ágúst 2009.
Fyrirkomulag punktamót m/forgjöf hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum og besta skor.
Besta skor
1. verðlaun í höggleik án forgjafar:
Gjafabréf frá Markinu.
Punktakeppni m/forgjöf
1. verðlaun
Nokia sími frá Hátækni.
2. verðlaun
Óvissumatseðill fyrir 2 á Grillinu á Hótel Sögu.
3. verðlaun
Delma úr frá Jóni og Óskari
4. verðlaun
Auglýst síðar.
5. verðlaun
Auglýst síðar.
Úrdráttur úr skorkortum:
Gjafabréf á herraklippingu frá rakastofunni Dúett, Skipholti.
Fjölskylduveislur frá KFC
Máltíðir á Taco Bell
Teiggjöf:
Súkkulaði frá Góu í pokann handa öllum keppendum!
Ræst út frá kl. 8:30 til 11:50 og síðan eftir hádegi þegar fyllist fyrir hádegi
Skráning á golf.is eða í síma 566-7415
Mótsgjald sama og í fyrra eða kr. 3.500
Mótanefnd
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2009 | 13:45
Meðí ferð .........................
Jæja nú er komið að því að fá sér mótorhjól og sameina það golfinu. Við félagarnir erum mikið fyrir að allir séu með í ferð. Ef þetta hjól sameinar ekki hollið þá er ég illa svikinn.
Nýjustu fréttir herma að Gummi Hæ sé að skoða tubo kit í hjólið svo það henti honum betur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 23:28
Sissi sleggja drive-aði í annað póstnúmer...............
Það fara um golfheiminn eins og eldur í sinu fréttir af því þegar Sissi píparasleggja vann til verðlauna í móti á föstudaginn. Sissi sleggja drive-aði lengst allra í boðsmóti hjá Tengi, þótti mönnum svo mikið til koma að sleggjan fékk bikar fyrir afrekið. Þeir sem til sleggjunar þekkja vita að hann getur tekið svo á því að maður getur farið að vorkenna boltanum sem verður fyrir afli píparanns.
Óskum við Sissa til hamingju.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 22:31
Endurnýjum golfdráttartækin................

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 12:22
Golfleiðbeiningar - svona á að slá (100% árangur)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 08:25
John Daly notar sömu tegund af buxum og við!
Nú er það staðreynd að John Daly, Siggi Hlö og Gummi Hi nota allir sömu tegund af bolfbuxum. Þeir eru allir á samningi hjá fatafyrirtækinu Loudmouth Golf en þar er eingöngu framleiddur klæðnaður fyrir karlmenn með sjálfstraust. Á þessari mynd sem tekin er á lokadegi Spanish Open um helgina má sjá John Daly í gulu útgáfunni af nýju blómaseríunni. Siggi Hlö á grænu útgáfuna og Gummi Hi þá svörtu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2009 | 21:07
Nýr golfklúbbur - Teigur
Einn gildur limur í BirdieTravel ásamt Margeiri Vilhjálmssyni hefur stofnað golfklúbb sem heitir Teigur. Endilega kíkið á vefinn þeirra og vinsamlegast látið þetta ganga.
Málið er að þetta er tilvalið fyrir þá sem spila ekki jafn mikið golf og félagar í BirdieTravel. Þetta er upplagt fyrir makana eða þá sem spila bara 4-8 hringi á ári! Endilega dreifið þessu áfram fyrir gildasta liminn í BT!
http://www.teigur.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 22:08
Golfsumarið er komið
Eins og má sjá á www.golf.is þá eru fimm mót á föstudaginn kemur og má því segja að golfsumarið sé komið. Hið gamla góða 1. mai mót á Hellu er það fremst meðal jafningja, síðan eru opnumót á Korpu, Öldungamót í Sandgerði, Kjalarmenn eru með opið mót og Grindvíkingar halda innanfélagsmót. Það ættu allir að finna mót við sitt hæfi. Fyrir þá sem fylkja liði til bættrar velmegunar fyrir verkalýðinn ættu að finna sér mót á laugardag eða sunnudag. Sem dæmi þá væri snilld að skella sér út fyrir landsteina og mæta á opna Coca Cola mótið í eyjum á laugardaginn.
Allavegna pússum kylfur og njótum gleðilegst golfsumars.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 16:56
Úrslit hjá Birdieþátttakendum...............
Jæja þá eru allir félagarnir komnir í hús og voru menn ánægðir með hringinn sem var spilaður í þessu líka fína veðrinu. Leiru-logn og fínn hiti. Flestir náðu þeim árangri að spila á peysunni eða þá léttum vindjakka yfir.
Nú að úrslitum, fyrsta sæti og myndina góðu sem er farandgripur fram að næsta móti, Nonni Óla sem spilaði á 38 punktum, Siggi píp á 37, Palli Línberg, Sissi og Lolli á 35, Gummi Hallbergs á 34, Palli Eyvinds á 33, Loftur 31, Steini W á 30, Gummi Hi á 28, Stjáni, Silli og Öddi á 27, Haffi og Stinni á 26, Elli á 24 og Alli á 10 punktum.
Nonni til hamingju með frábæran árangur.
Ekki er búið að ákveða hvenær næsti hittingur verður en það er bara að fylgjast með á bloginu. Hugmynd er að fara til Eyja einhvern góðan golfdag í sumar. Hvernig líst mönnum á það.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 23:07
Fyrsta golfmótsmæting Birdie félaga
Jæja þá er komið að föstum lið hjá okkur Birdie-dúddum en við ætlum að mæta í golfmót hjá GS í Leirunni á laugardaginn kemur. Við erum nokkrir búnir að skrá okkar á rástíma um klukkan 9:00. Svo er bara að leggjast á bæn eða taka veðurdansinn og biðja um gott veður þar sem veðurstofan er eitthvað að spá kólnandi.
Svo er bara að skrá sig og mæta í golfmót á laugardaginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)