Færsluflokkur: Íþróttir

Myndir frá Florida Captain mótinu - smella hér!

DSCN0530Skoðið myndirnar, filman fannst loksins hehehe....

 Sumarmyndirnar smella hér


Florida Captein mótið fór fram í blíðskapar hríðarbyl

Hið árlega Florida Captein golfmót sem eingöngu er boðsmót og alls ekki fyrir neina pappakassa fór fram á laugardaginn við frekar skrítnar aðstæður. Fínt veður þegar við mættum, eftir að fyrstu menn höfðu slegið af teig gerði þessa hrikalegu haglél með rigningarfrussi og svo jólasnjókornum. Þegar fyrsta holl var búið með 2. braut kom glampandi sól og ágætis hiti þannig að menn voru fljótir að þorna. Allir keppendur fengu flösku af Captein með sér í pokann í teiggjöf og svo var arkað af stað, þetta er nú Florda Captein mótið! Keppendur voru 12 talsins og þarna mátti sjá þá allra hörðustu mætta til leiks. Það koma fleiri myndir frá mótinu og lokahófinu sem fram fór í félagsheimili BirdieTravel í Bollasmáranum inn á vefinn fljótlega. Við minnum á að mótið markar upphaf þolinmæðinar í bið fram að næstu ferð þann 13. apríl 2010 og að næsta mánudag verður fyrsta æfing í Básum kl. 20. Við munum reyna að hittast í vetur, gera góðan móral, fara vel yfir næstu ferð og verða meðíferð í Básum öll mánudagskvöld kl. 20.

Florida Captain

Captain MorganNú ætlum við sem höfum farið saman til Florida að hittast í okkar árlega golfmóti. Mótstaður er GKG og ætlum við að spila Mýrina. Mótsdagur er laugardagurinn 26 sept. Skráning er hafin og verða menn að ákveða sig fljótt því skráning lýkur klukkan 16:04 þann 23 sept.

Síðan ætlum við að grilla saman í félagsheimili BirdieTravel (heima hjá Lolla) og ef við þekkjum félagana rétt þá má búast við því að Capteinninn mæti og sjái um gleðina.


Karlinn kominn með nýjar kylfur

Callaway X-ForgedNú er kallavei karlinn kominn með nýjar Callaway kylfur.  Þeir félagar í Hole in one seldu mér járnasett og fylgir því forgjafarlækkun.................. Það var þannig að ég fékk eina kylfu lánaða og fór í Bása, slegið úr einni fötu og ekki aftur snúið. Um er að ræða Callaway X-Forged.  Nú er bara að koma sér út á völl og reyna við forgjöfina.

Kveðja Lolli


42 punktar á Grafaholti

Birdie félagar eru haustspilarar. Nokrir hafa verið að ná ágætri lækkun undanfarið og við hvetjum ykkur til að senda inn fréttapunkta af félögum. Heyrst hefur að Gísli "bróðir" hafi lækkað sig verulega og sé nú kominn niður í 14,7 eða þar um bil. Í vikunni spilaði Capteinn Hlö Grafarholtið á 42 punktum og lækkaði sig niður í 16,1. Sem sagt allt að gerast og menn þegar orðnir spenntir fyrir Floridaferðinni enda ekki nema um 6 mánuðir í brottför!

Vatnaboltar - til styrktar vallarstarfsmönnunum í Grafarholti!

Birdiefélagar!
Vinir mínir, vallarstarfsmenn í Grafarholti voru að veiða bolta úr tjörninni og eru með þá til sölu.
Þeir eru með allar helstu týpur, Titleist, Srixon etc. Allt saman er flokkað og selt í dúsinum á sanngjörnu verði. Verðdæmi Titleist PTS Solo 12stk á 1500 kall eða 125kr stk. Titleist NXT 2000 kall dúsinið. PROV1 á 4500 kall dúsínið. Þeir eru með þetta í vélageymslunni í Grafarholti. Eru þar frá 7-15 nema til 13 á fös. Þeir sem vilja hringja á undan sér geta hringt í Gunna Marteins í síma 772-9545.

Kveðja,
Hlö


Eru ekki takmörk á driver-stærð........

Stór driverMér finnst þetta verið komið út í öfgar eða hvað......

Aðeins fjögur sæti laus

Nú eru 20 klárir og því hver að verða síðastur.

Það gengur hratt á þau 24 sætin

Nú eru 17 búnir að staðfesta þáttöku i Floridafeðinni á næsta ári.

 


Florida 2010

Sælir

Þessi tilkynning fór í loftið í gærkveldi og eru 12 kappar búnir að bóka sig.

Jæja þá er komin dagsetning og verð 

Árið 2010 ætlum við birdie bræður að fara til Inverness í Florida

Brottför er 13. apríl og verðum við í 8 daga

Við erum með 3 hús eða pláss fyrir 24 spræka spilara 

Eins og staðan er í dag þá er verðið áætlað 129.000 ísl.kr.Vantar að flugfélagið geti gefið upp endanlegt verð  

KveðjaSiggi&Lolli BirdieTravel

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband