17.2.2007 | 00:03
Í lögreglufylgd
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 00:36
Það er allt niður!
![]() |
Hola í höggi af um rúmlega 340 metra færi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 23:51
Góð mæting í Sporthúsið í kvöld + harðfiskur!!!
Það var góð mæting á fimmtudagsæfinguna í kvöld í Sporthúsinu. Mjög sjaldséðir menn létu óvænt sjá sig og var Dóri í Hellu- og varmalögnum kannski óvænasta mæting kvöldsins. Þeir sem höfðu pantað sér Zo-On boli fyrir Floridaferðina fengu þá afhenta ásamt því að geta keypt sér harðfisk af Lolla - samhengið kannski ekki alveg þarna á milli en eins og við segjum alltaf - þetta er félagslegt.
Við minnum á æfinguna á mánudagskvöldið næsta en þá eru bara 8 dagar í "lift-off".
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 19:15
Myndskeið frá Jakarta
Hér má sjá myndskeið frá Jakarta í Indónesíu þar sem Birgir Leifur var að spila í dag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 17:28
Tilvitnun
The ball doesnt know how many under par you are or how many under par you can be. Just hit it from here to there.
Annika Sörenstam þegar hún var spurð um hvað hún hugsaði þegar hún var komin 12 undir par eftir 13 holur. Hún endaði hringinn á 59 höggum. Eftir það hefur hún verið kölluð Miss 59
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007 | 17:15
Rástímar í Floridaferðinni
Feb. 28 Lakeside 1:13 - 1:55
Mar. 1 Citrus Springs 9:41 - 10:30
Mar. 2 Silver Springs 8:45 - 9:34
Mar. 3 Lakeside 7:56 - 8:45
Mar. 4 Citrus Springs 8:03 - 8:52 (Floridamótið - keppnisgjald USD 20)
Mar. 5 Silver Springs 8:38 - 9:27
Mar. 6 Lakeside from 7:28 - 8:16
Mar. 7 lokadagurinn er í vinnslu og verður kryddaður með einhverri nýjung sem ekki hefur áður verið fundin upp!
Kveðja Siggi og Lolli ....brrrrr spenntir....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007 | 09:22
Fylgist með Birgi Leif "live"
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 23:11
Sýn með beina útsendingu frá Indónesíu á sunnudag
Sjónvarpsstöðin Sýn ætlar að sýna beint frá lokahringum á Opna Indónesíumótinu í Jakarta þar sem Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Birgis Leifs á þessu ári. Útsendingin hefst klukkan 06:00 að morgni sunnudags og stendur til hádegis. Þá verður bein útsending frá lokahringum á Opna Nissan PGA-mótinu í Kaliforníu á sunnudagskvöld og hefst útsending klukkan 21:50.
Það er mikilvægt fyrir Birgi Leif að leika vel og komist þannig í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Ef það tekst er aldrei að vita nema að við fáum að sjá hann í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudaginn. Þetta er þriðja mótið sem hann tekur þátt eftir að hann öðlaðist þátttökurétt á Evrópumótaröðinni sl. haust. Hann lék í tveimur mótum í Suður-Afríku í desember og komst í gegnum niðurskurðinn í öður þeirra - lenti þá í 82. sæti. Hann vill örugglega gera betur núna og verður spennandi að fylgjast með gengi hans í Indónesíu.
Frétt frá: Kylfingur.is.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 22:36
Fróðleikur
Það var árið 1829 í Musselburgh í skotlandi að verkfærið fyrir að búa til golfholuna var fundið upp. Og það var árið 1891 sem R&A setti það í reglur sýnar að þetta yrði alþjóðleg stærð á holunni sem er 4,25 tommur eða 10,8 cm (Hver hefur ekki bölvað þessari stærð) skemmtilegt ekki sagt. Og hér er slóðin á þennan ágæta völl http://www.royalmusselburgh.co.uk/
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 22:06
Golfæfingar hjá Birdie Travel
Við viljum minna ferðafélaga á æfinguna á morgun í Sporthúsinu klukkan 22.00. Þeir sem mæta á morgun í Sporthúsið fá ZO-ON bolina sína afhenta.
Góð þátttaka hefur verið undanfarnar vikur og er stemmingin að magnast því ekki eru nema 13 dagar í brottför. Púttin í Sporthúsinu gefur okkur góða tilfiningu fyrir flötunum í Florida. Svo er bara að fylgja eftir frábærri mætingu á mánudaginn var. Muna eftir Básum á mánudagskvöldum klukkan 20.00. Við höfum verið að mæta vikulega í Bása frá því í nóvember og hefur veðrið aldrei stöðvað okkur og hafa sumir verið að mæta í kuldagalla og kuldaskóm.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)