Smá joke

Maður nokkur vildi fá að vita hvort ekki væri golfvöllur á himnum og fór til miðils.

Miðillin sagði við mannin að hann þyrfti að kanna málið og skildi hafa samband

við hann eftir nokkra daga.  Svo hringir miðillin í mannin og segir við hann að

hann hafi bæði góða og slæma frétt.

Maðurinn vildi fá að vita góðu fréttina fyrst, miðillin sagði að á himnum væri

glæsilegur 36 holu völlur með 24 klst. aðgengi og að hann fengi einka caddy.

En það væri verra með slæmufréttina því að maðurinn ætti bókaðan teetime

kl:10:30 á sunnudagsmorgun.

 

 


Talandi um að panta sér ákveðin golfbíl

Það er búið að finna jeppa en fyrir sportbílaáhugamanninn er þessi Ferrari góður.

Ferrari cart


Kassalagaður Drífari

Er ekki málið að fá sér einn svona Drífara.

Callaway Drífari

Hefur einhver slegið með svona verkfæri ?  Og hvernig var þá tilfiningin ?


Hætturnar leynast víða

    •   Það er ekki seinna vænna en að fara kynna hinar vinsælu dýrategundir sem flórida hefur uppá að bjóða. Í síðustu ferð komust við í kynni við þessar tegundir þannig var að Gummi hafði tekið frekar slæmt teighögg sem endaði aðeins í skógarjaðrinum hann smellti sér á eftir boltanum en þar keyrði hann yfir SNÁK og varð logandi hræddur, hann skelti sér þá bara inná braut og hélt ótrauður áfram. 

      american-crocodile-mouth.JPG (32562 bytes)

      crocodile-ding-darling.JPG (37395 bytes)crocodile-picture.JPG (23947 bytes)crocodile-sanibel-island.JPG (42530 bytes)crocodile-sanibel.JPG (43152 bytes)

       


Golfhermir á þriðjudegi

Nú er maður að koma heim eftir vel heppnaða æfingaferð í golfhermi í Sporthúsinu. Allt gekk þetta með ágætum. Hann brósi var þvílíkt heitur í púttunum að það vara bara snild. Hann setti niður hvert einpúttið á eftir öðri en ég náði bara einu einpútti sem var upp á 8 cm, góður ég. Ég mæli með að menn taki sér nú tak þar sem ekki er nema 6 dagar í brottför, skelli sér á æfingastaðinna sem í boði eru og stilli inn sveifluna og geri gott mót á Florida.

Fyrir þá sem taka sér tak þá minni ég á fimmtudagsæfingunna í Sporthúsinu klukkan 22.00.

Kveðja Lolli


Golftískan er komin

Þetta er það heitasta í USA í dag Lolli verður glaður með litina.

http://www.golfweektv.com/archive.asp?CATEGORY_ID=17&ID=529&FMT=WM


Flottur þessi


Þetta er félagslegur golfbíll

Hummer H2

Hvernig er með þá sem voru á Hummer bílaleigubíl í síðustu ferð, hér er Hummer golfbíll.

Lolli er ekki rétt að þú sérpantir þennan því ekki má slaka á standardinum.


Bloggið fer víða

 
Það má til sannsögu færa að bloggsíðan okkar fer víða og er þetta ein grein sem birtist á golffréttavefnum kylfingur.is þarna er farið lofsorðum um okkur flóridafara.

Forsíða • sunnudagur 18. febrúar 2007 • 23:32

Bloggsíða tileinkuð golfi og... golfi

Hópur kylfinga heldur úti ansi skemmtilegri bloggsíðu þar sem allt snýst um golf. Þessi hópur er með ógrynni öll af myndum frá golfferð til Flórída og virtist sem kátt hafi verið á hjalla enda fátt skemmtilegra en að spila golf í góðra vina hópi.

Hópurinn heldur úti bloggi sínu á golf.blog.is en þar gefur að líta ýmsan fróðleik um golf, golf og aftur golf.

golf.blog.is


Mynd/http://www.pipar.is/private/florida/: Á þessari heimasíðu gefur að líta fjölmargar myndir frá golfferð til Flórída sem sumar hverjar eru kómískar í meira lagi, frábær síða sem allir kylfingar ættu að kíkja á.



Þriðjudagsdjókurinnn

zahn9b-350

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband