Rigning og aftur rigning!!!

Erum nuna i Florida Mall, flestir ad versla. Ekki eg. Stend her inni i Apple budinni ad blogga a medan adrir versla eins og their geta. Dagurinn i dag hefur verid virkilega blautur og adeins 16 stiga hiti. Allir samt ad spila vel, bara eins og a godum sumardegi heima. A morgun sunnudag verdur haldid Islendingamot a Citrus Springs skogarvellinum og er mikill stemmari fyrir tvi. Kvedja, Siggi Hlo.

Allir að gera það gott í golfinu

Nú þegar þetta er skrifað er kl:07:40 og verið gera sig kláran fyrir þriðja daginn í golfinu allir eru með bros útaf eyrum eftir þvílíkt góða daga. Lolli gerir það gott er búin að fá sér einn ferkanntaðan.

Kveðja frá öllum heim á klaka 

E.S.  Hér er alltaf 24-30 gráður.


Kveðjur frá Florida

Lakeside 2007Við erum komin með netsamband og munum blogga eins og við getum. 32 manna hópur Íslendinga kom hingað seint í gærkveldi og mikill spenningur í fólki. Í morgun vöknuðu allir í spenntir í gríðarlegri þoku sem létti mjög fljótlega. Hitinn hér í dag hefur verið um 27 stig og glampandi sól. Flestir komnir með roð í kinnar. Nú er komið kvöld þegar þetta er skrifað og allir svo þeyttir að flestir verða komnir í rúmið mjög snemma þetta kvöldið til að safna kröftum fyrir skógarvöllinn sem við munum spila klukkan 8 í fyrramáli.

Golferðin hafin

captain_morganJæja,
Þá erum við komin á Leifsstöð og hefst þá biðin eftir fluginu en hér má versla að vild enda allt miklu ódýrara en heima á Íslandi hehehe.... Það er spenna í hópnum og allir spenntir að spila iðagrænan golfvöll á morgun í 22 stiga hita. Reynum að blogga frá USA - vona að það gangi upp enda margir spenntir sem bíða heima. Óskars rakara í Dúett Skipholti verður sárt saknað úr mínu húsi en hann hefur þegar staðfest endurkoma sína í ferðina að ári!

Siggi Hlö eða Mr. Captain Morgan to you. 


Florida á morgun

zahn45_womantape350 Á morgun fer hópurinn sem stendur að þessari síðu til Florida. Fyrir 5 árum vorum við 8 manna hópur sem fórum á þetta golfsvæði en í ár eru 32 að fara í 8 daga golf-ferð sem kostar aðeins 89.000 á mann! Innifalið flug, gisting, bílaleigubíll og allt golfið!!!! Já - það er ekki skrýtið að þessi frábæri hópur er kominn í 32 skemmtilega golfara. Við munum reyna að blogga frá USA og svo fer allt á fullt þegar við komum aftur heim með tilheyrandi myndaflóði og skemmtileg heitum. Þetta árlega, Siggi Hlö að kyssa Captain Morgan flösku sem er gallon, menn berir í sundlauginni ofl. Þeir sem vilja komast á póstlista og fá senda upplýsingar um næstu ferð geta sent email á siggi@pipar.is og er það fyrsta skrefið í að vera með í hópi golfara sem hafa aðeins eitt að markmiði - að hafa gaman!

Þessi ætti að fá verðlaun

A man and a friend are playing golf one day at their local golf course. One of the guys is about to chip onto the green when he sees a long funeral procession on the road next to the course. He stops in mid-swing, takes off his golf cap, closes his eyes and bows in prayer.

His friend says, "Wow, that is the most thoughtful and touching thing I have ever seen. You truly are a kind man."

The man then replies, "Yeah, well we were married 35 years."


Fleiri ferkantaðir

Það eru fleiri kylfuframleiðendur sem stefna í þessa átt að hafa Drívara ferkanntaða Hippo er komin með einn slíkan og verður forvitnilegt hvenær pro karlarnir fara að taka þá upp úr poka sínum.


Fleiri golfbílar

Þetta er golfbíllinn sem Hjölli sendi mér og ætlaði að vera á.

Cartinn hans Hjölla


kennslumyndbönd

Sælir félagar nú er ekki eftir neinu að bíða, heldur skella sér á netfangið www.golfspan.com gerast member (það er frítt) og sjúga í sig kennslumyndbönd í hinum ýmsu boltalegum t.d. bönkerum, röffi ofl. Svo er bara að æfa alla helgina því þetta er allveg að bresta á.

   


Náðu tökum á wedge

Eitt það mikilvægasta í golfinu er stuttaspilinu og þá þarftu að ná góðum tökum á wedge járnunum þínum, hér er ágætt video sem er verðugt að sjá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband