14.3.2007 | 17:36
Arnold Palmer Bay hill club
Jæja þá er komið að næsta móti PGA mótaraðarinnar og er það haldið á þeim stórglæsilega golfvelli Arnold Palmer Bay hill club & Lodge. Þarna munu stórstjörnur á borð við Mark Calcavecchia,Tiger Woods, Stuart Appleby, Ernie Els, Phil Mickelson, Paul Casey og Vijay Singh ásamt fjölmörgum öðrum frábærum golfspilurum.
Á meðfylgjandi link er hægt að skoða völlinn braut fyrir braut og holu fyrir holu þetta er gaman að skoða. fara inn í golf og svo tour the holes
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 15:19
Steingrímur smiður með sannkallað
Íþróttir | Breytt 25.11.2007 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 22:06
Fyrsta æfing eftir heimkomu
Við mættum í Bása klukkan 20:00 í kvöld til að viðhalda þeirri góðu sveiflu sem við stilltum inn þarna úti á Florida. Vitir menn þetta er eitthvað að spyrjast út að við erum við æfingar á mánudagskvöldum í Básum því Básarnir voru þétt skipaðir og biðu einn til tveir við hvern bás. Steini var þó eitthvað að tala um að þetta hlyti að vera vegna þess að veðrið var svo gott en Gummi með það á hreinu að þetta er vegna þess að við erum með æfingatíma sem hefur spurst út.
Lolli mætti með ferkantaða kvikindið og reyndi að láta hann vera beinan (hann sagðist vera ánægður með stefnuna, og sagði eftir hvert högg "þessi á braut").
Svo er bara að mæta á allar æfingar fram að vori og vera lang flottastir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 19:47
Peningar pengingar
Okkar maður Birgir Leifur er að berjast á Evróputúrnum og er hann á leið til kína að reyna fyrir sér.
Það má geta til gamans að hann er í 226 sæti á peningalista evróputúrsins með 3686 evrur á meðan frændi okkar Henrik stenson frá Svíþjóð er með 1,473,950 evrur.
Biggi Þá er bara að spýta í lófana koma svo.


Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 13:50
Pútt Gærdagsins á PODS mótinu
Það var svíinn Daniel Chopra sem átti pútt gærdagsins á pgatúrnum hann setti allveg hrikalega langt pútt niður og er kallin jafn í þriðja sæti með með sex öðrum eftir tvö keppnisdaga.
Meðfylgjandi linkur sýnir þetta magnaða pútt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2007 | 23:13
Þetta er ekki hobbiti heldur .......................
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 23:06
Myndir frá Floridaferðinni komnar á netið!!!!
Myndasíða komin á netið. Hér má smella á þennan link Florida 2007 og skoða myndir frá ferðinni. Þetta eru ríflega 300 myndir, samansafn úr nokkrum myndavélum. Innan skamms munum við fækka myndunum og einfalda - en fyrir spennta þá er um að gera að skoða, hlæja eða gráta!!! Einnig munum við setja inn videóbúta og fleira skemmtilegt. Þeir sem voru í ferðinni geta sent email á siggi@pipar.is og þá mun Siggi Hlö senda ykkur DVD disk með öllum myndunum og videóbútunum. Munið að senda nafn og heimilisfang.
http://www.pipar.is/private/florida2007/
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 16:59
Nýjar myndir og fréttir væntanlegar
Siggi Hlö
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 18:50
Erum á leiðinni heim
Það er búið að vera frábært verður síðustu daga og eru allir að gera góða hluti.
Í dag var farið á nýjan völl sem heitir Oaks og er á Citrus Hill þetta er völlur sem hægt er að mæla með. Frekar þröngur og langur en í frábæru landslægi.
Steini var að spila á 85 höggum og er það allveg frábært miðað við að vera þarna í fyrsta sinn.
Nú hersinginn að leggja í hann út á flugvöll. Þá er bara ár í næstu ferð.
Kveðja Birdie Travel og félagar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 18:44
Sigurvegar í Birdie Travel mótinu á Florida
1. Halldór Bárðarson 38 punkta
2. Steingrímur Walterson 36 punktar
3. Sigvaldi T. Sigurðsson 35 punktar
Fæst högg voru þeir Hjalti og Sigurbjörn á 75 höggum.
Búningaverðlaunin vann Björn Steinar og var hann í búningi sem vitnaði í 200 kg fiðrildið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)