27.3.2007 | 16:38
RedTeam 2 vinninga yfir fyrir lokadaginn á PalmaCup
Í morgun var keppt í parakeppni á PalmaCup í brakandi blíðu.
Valli og Gunni kepptu við Arnar og Sissa og hreinlega burstuðu leikinn með 8 höggum.
Jónas og Binni spiluðu gegn Davíð og Jón Hauki og unnu með 2 höggum.
Eftir hádegi í dag var holukeppni einstaklinga og úrslit sem hér segir:
Jónas og Sissi gerðu stórmeistarajafntefli þar sem Sissi náði að jafna með gríðarlegu come-bakki á lokaholunni. Jónas sem var ósigrandi fram að þessu varð að taka á sig jafntefli. Jónas var að sögn áhorfenda ekki sáttur með sjálfan sig og fékkst ekki stakt orð uppúr honum fyrr en menn heltu í hann nokkrum bjórum.
Valli tapaði aftur fyrir Jón Hauki 2/1, sem er náttúrulega skandall að maður sem kennir sig við Sport skuli tapa oft í röð. Fyrirsögnin á íþróttasíðum spænska dagblaðsins Mucha Cahones var risastór "FRESOS CON NADA DE SPORTES".
Binni vann Davíð 3/2 og var það léttur sigur.
Arnar eða Prinsinn frá Póló eins og hann er kallaður í undirfatabransanum vann Gunna Hátæknimann þar sem Prinsinn tryggði sigurinn með pari á lokaholunni á meðan Nokia-pútterinn klikkaði.
Skoðið hótelið og völlinn sem keppendur gista á - þetta er fáránlega flott! SMELLA HÉR
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 22:40
Æfðu þig í HALLA
Nú er það komið !!! Pallur sem þú getur æft þig að slá golfbolta úr halla. Hvaða golfari þarf ekki svona græju
Hill Shot Incline Golf Training Aid |
![]() | ||||||||
Other Views - Click on image to change view.
|
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 14:25
Fréttir frá Palma Cup Íslendingakeppninni
Það er mikil stemma og spenna á Palma Cup mótinu sem fram fer á Mallorca þessa dagana. Valinkunnir menn eru þar að spila og virðist Jónas vera að draga vagninn í sínu liði þó allt sé enn í járnum.
Valli og Jónas unnu Davíð og Sissa 4/3.
Binni og Gunni unnu Arnar og Jón Hauk 6/5
Í dag var svo spilað maður á mann með forgjöf.
Jónas vann Arnar 4/3
Gunnar og Davíð skildu jafnir.
Sissi vann Binna 4/3
Jón Haukur vann Valla 2/0
Sá sigur landaðist á síðustu holunni með mjög dramatískum hætti. Valli var við það að jafna en það gekk ekki og hann tapaði.
Staðan í mótinu er því að RedTeam leiðir með 3 og hálfur gegn 2 og hálfur.
Annars er allt gott að frétta af hópnum og á miðvikudagskvöld er þeim boðið að vera sérstakir gestir á landsleik Spánverja og Íslendinga enda þekktir menn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 15:35
Til hamingju Biggi
Við óskum Bigga Leif til hamingju með árangurinn. Að ná í gengnum köttið í fjórum mótum í röð er snild. Næst besti árangur á þessu ári og árið rétt að byrja.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 12:58
Birgir Leifur nýr bloggvinur okkar

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 21:38
Tiger Woods -7
Það er ekki annað að segja en Tiger hafi snúið dæminu við sér í hag og spilaði hann á 6 undir pari vallarins í dag og er komin í fyrsta sæti 2 höggum á undan næsta manni Rod Pampling.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 17:57
Birgir Leifur okkar maður
Það gékk vel í dag hjá Bigga eftir sæmilegan hring í gær og var hann ekki lengi að koma sér í gang og spilaði á 2 höggum undir pari vallarins í dag og er því pari eftir tvo hringi og eru miklar líkur á að hann komist í gegnum niðurskurðinn og verður spennandi að fylgjast með honum um helgina setja niður Birdie fyrir okkur hér á fróni. Sendum honum baráttu kveðjur öll sem ein.
![]() | Birgir HAFTHORSSON | ![]() | ![]() | ![]() |
Day | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | Out | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | In | Total | To Par |
1 | 4 | 4 | 4 | 3 | 4 | 4 | 5 | 4 | 4 | 36 | 4 | 5 | 5 | 5 | 4 | 4 | 4 | 3 | 4 | 38 | 74 | +2 |
2 | 4 | 5 | 5 | 2 | 4 | 3 | 5 | 3 | 4 | 35 | 4 | 4 | 4 | 4 | 3 | 3 | 4 | 4 | 5 | 35 | 70 | -2 |
![]() | ||||||||||||||||||||||
Par | 4 | 4 | 5 | 3 | 4 | 4 | 5 | 3 | 4 | 36 | 4 | 5 | 4 | 4 | 4 | 3 | 5 | 3 | 4 | 36 | 72 | ![]() |
Yard | 398 | 441 | 521 | 202 | 412 | 364 | 538 | 168 | 385 | 3429 | 395 | 572 | 315 | 462 | 358 | 187 | 556 | 166 | 386 | 3397 | 6826 | ![]() |
Metre | 363 | 403 | 476 | 184 | 376 | 332 | 491 | 153 | 352 | 3130 | 361 | 523 | 288 | 422 | 327 | 170 | 508 | 151 | 352 | 3102 | 6232 | ![]() |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 12:08
Palma Cup 2007 - boðsmót á Mallorca

Þetta er víst glæsilegt mót þar sem spilað verður eftir Ryder Cup fyrirkomulagi. Við höfum komist að því hverjir eru að fara í ferðina og hér má sjá liðin og mennina sem skipa liðin.
Red Team
Valgeir Magnússon eða Valli Sport í Pipar
Jónas Guðmundsson eða Jónas í Expó
Gunnar Ingi Björnsson eða Gunni í Hátækni
Brynjar Þór Bragason eða Binni í Markinu
BlackTeam
Sigurþór Marteinn eða Sissi á Skjá Einum
Arnar Ottesen eða Arnar hjá Ásbirni Ólafssyni
Jón Haukur Baldvinsson eða Jón Haukur í Byko
Davíð Guðmundsson eða Davíð í OpenHand
Hér á blogginu verður fylgst með stöðunni í mótinu og gengi leikmanna. Það er því um að gera að heimsækja þessa bloggsíðu reglulega og hvetjum við áhugasama golfara að setja síðuna í Bookmarks!!!
Þeir sem þekkja þessa menn eru beðnir að senda vinum þeirra og kunningjum ábendingar um að fylgjast með þeim hér á síðunni næstunni og ef menn eiga góða golfbrandara um þessa keppendur þá er velkomið að senda þá á siggi@pipar.is og þeir verða birtir hér á síðunni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 21:30
Birgir Leifur: %u201EVar ekki að leika illa%u201C

Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters
Birgir Leifur: Var ekki að leika illa
Meira

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 19:30
Æfing í kvöld í Sporthúsinu
Það er æfing í Sporthúsinu klukkan 22:00 í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)