RedTeam 2 vinninga yfir fyrir lokadaginn á PalmaCup

pmigs_phototour68Í morgun var keppt í parakeppni á PalmaCup í brakandi blíðu.
Valli og Gunni kepptu við Arnar og Sissa og hreinlega burstuðu leikinn með 8 höggum.
Jónas og Binni spiluðu gegn Davíð og Jón Hauki og unnu með 2 höggum.
Eftir hádegi í dag var holukeppni einstaklinga og úrslit sem hér segir:
Jónas og Sissi gerðu stórmeistarajafntefli þar sem Sissi náði að jafna með gríðarlegu come-bakki á lokaholunni. Jónas sem var ósigrandi fram að þessu varð að taka á sig jafntefli. Jónas var að sögn áhorfenda ekki sáttur með sjálfan sig og fékkst ekki stakt orð uppúr honum fyrr en menn heltu í hann nokkrum bjórum.
Valli tapaði aftur fyrir Jón Hauki 2/1, sem er náttúrulega skandall að maður sem kennir sig við Sport skuli tapa oft í röð. Fyrirsögnin á íþróttasíðum spænska dagblaðsins Mucha Cahones var risastór "FRESOS CON NADA DE SPORTES".
Binni vann Davíð 3/2 og var það léttur sigur.
Arnar eða Prinsinn frá Póló eins og hann er kallaður í undirfatabransanum vann Gunna Hátæknimann þar sem Prinsinn tryggði sigurinn með pari á lokaholunni á meðan Nokia-pútterinn klikkaði.

Skoðið hótelið og völlinn sem keppendur gista á - þetta er fáránlega flott! SMELLA HÉR 


Æfðu þig í HALLA

Nú er það komið !!!  Pallur sem þú getur æft þig að slá golfbolta úr halla. Hvaða golfari þarf ekki svona græju

Hill Shot Incline Golf Training Aid
Other Views - Click on image to change view.


Fréttir frá Palma Cup Íslendingakeppninni

Palma logoÞað er mikil stemma og spenna á Palma Cup mótinu sem fram fer á Mallorca þessa dagana. Valinkunnir menn eru þar að spila og virðist Jónas vera að draga vagninn í sínu liði þó allt sé enn í járnum. 

Valli og Jónas unnu Davíð og Sissa 4/3.
Binni og Gunni unnu Arnar og Jón Hauk 6/5

Í dag var svo spilað maður á mann með forgjöf.
Jónas vann Arnar 4/3
Gunnar og Davíð skildu jafnir.
Sissi vann Binna 4/3
Jón Haukur vann Valla 2/0
Sá sigur landaðist á síðustu holunni með mjög dramatískum hætti. Valli var við það að jafna en það gekk ekki og hann tapaði.
Staðan í mótinu er því að RedTeam leiðir með 3 og hálfur gegn 2 og hálfur.

Annars er allt gott að frétta af hópnum og á miðvikudagskvöld er þeim boðið að vera sérstakir gestir á landsleik Spánverja og Íslendinga enda þekktir menn.


Til hamingju Biggi

Við óskum Bigga Leif til hamingju með árangurinn. Að ná í gengnum köttið í fjórum mótum í röð er snild. Næst besti árangur á þessu ári og árið rétt að byrja.


Birgir Leifur nýr bloggvinur okkar

biggi_madeira Það er gaman frá því að segja að Birgir Leifur er nýjasti Bloggvinur okkar. Alveg eins og við fylgjumst með honum þá hefur hann gaman að fylgjast með síðunni okkar og kemur reglulega hingað á síðuna til að skemmta sér með okkur. Takk fyrir það. Nú er flug á Bigga, kominn í gegnum niðurskurðinn í Portúgal og er að spila vel í þessum töluðum!

Tiger Woods -7

Það er ekki annað að segja en Tiger hafi snúið dæminu við sér í hag og spilaði hann á 6 undir pari vallarins í dag og er komin í fyrsta sæti 2 höggum á undan næsta manni Rod Pampling.

player picture


Birgir Leifur okkar maður

Það gékk vel í dag hjá Bigga eftir sæmilegan hring í gær og var hann ekki lengi að koma sér í gang og spilaði á 2 höggum undir pari vallarins í dag og er því pari eftir tvo hringi og eru miklar líkur á að hann komist í gegnum niðurskurðinn og verður spennandi að fylgjast með honum um helgina setja niður Birdie fyrir okkur hér á fróni.  Sendum honum baráttu kveðjur öll sem ein.

FlagBirgir HAFTHORSSON
Day123456789Out101112131415161718InTotalTo Par
1444344544364555444343874+2
2455243534354444334453570-2
Par445344534364544435343672
Yard398441521202412364538168385342939557231546235818755616638633976826
Metre363403476184376332491153352313036152328842232717050815135231026232


Palma Cup 2007 - boðsmót á Mallorca

Palma logoBTtravel bloggið var að frétta af hópi valinkunnra manna sem hefur verið boðið að taka þátt í flottu boðsmóti á Palma á Mallorca.
Þetta er víst glæsilegt mót þar sem spilað verður eftir Ryder Cup fyrirkomulagi. Við höfum komist að því hverjir eru að fara í ferðina og hér má sjá liðin og mennina sem skipa liðin.

Red Team
Valgeir Magnússon eða Valli Sport í Pipar
Jónas Guðmundsson eða Jónas í Expó
Gunnar Ingi Björnsson eða Gunni í Hátækni
Brynjar Þór Bragason eða Binni í Markinu

BlackTeam
Sigurþór Marteinn eða Sissi á Skjá Einum
Arnar Ottesen eða Arnar hjá Ásbirni Ólafssyni
Jón Haukur Baldvinsson eða Jón Haukur í Byko
Davíð Guðmundsson eða Davíð í OpenHand

Hér á blogginu verður fylgst með stöðunni í mótinu og gengi leikmanna. Það er því um að gera að heimsækja þessa bloggsíðu reglulega og hvetjum við áhugasama golfara að setja síðuna í Bookmarks!!!
Þeir sem þekkja þessa menn eru beðnir að senda vinum þeirra og kunningjum ábendingar um að fylgjast með þeim hér á síðunni næstunni og ef menn eiga góða golfbrandara um þessa keppendur þá er velkomið að senda þá á siggi@pipar.is og þeir verða birtir hér á síðunni.

Birgir Leifur: %u201EVar ekki að leika illa%u201C

Fréttamynd 423700

Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur: „Var ekki að leika illa“

„Þrátt fyrir að ég hafi fengið þrjá skolla á síðari 9 holunum þá var ég ekkert að leika illa. Skollarnir voru afleiðing af lélegu vippi, rangri ákvörðun í innáhöggi og þrípútti. Ég er því ágætlega bjartsýnn á framhaldið og miðað við skor keppenda það sem af er fyrsta keppnisdegi þá virðast margir vera yfir pari vallar í dag,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við mbl.is í dag að loknum fyrsta keppnisdegi á opna Madeira meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í dag. Birgir lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er hann í 65. sæti þegar þetta er skrifað.
Meira

Æfing í kvöld í Sporthúsinu


Það er æfing í Sporthúsinu klukkan 22:00 í kvöld.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband