Kirkjubólsvöllur í Sandgerði spilaður í dag.

Síðla dags var farið suður með sjó og spilaðar nokkrar holur í Sandgerði. Veðrið eins og snemma vors frekar kalt en þó sýndi mælir heilar 2°C og það í plús, nokkur gola. Völlurinn lítið sem ekkert búin að taka við sér en þó má sjá græna flekki sem er vísbending um að vorið nálgast. Spilamennskan ekki uppá gott skor en þó ágætis högg inn á milli.

Þegar farið var á fætur í morgun og hitamælirinn á heimilinu sýndi -5°C þá var hætt við að fara á Hellu en vonandi gefur veður til að fara þangað um páskanna.


Þorlákshöfn í dag - frábært veður

Það var rjómablíða sem tók á móti okkur við sólarupprás í Þorlákshöfn. Hiti rétt við frostmark og sum grínin frosin en það hafði ekkert að segja því spenningurinn tók völdin. Það var gaman að sjá hversu margir golfarar mættu á völlinn í Þorlákshöfn sem er með opið inn á sumargrín alla Páskana. Við vorum 4 saman, Gummi HiSpot, Óskar Rakari, Röggi körfudómari og undirritaður Mr. Captain Morgan. Ekki fer mörgum sögum af spilamennskunni eða skorinu en það var virkilega gaman að spila völlinn sem er erfiður sérstaklega þegar menn velja að spila meðfram brautunum en ekki inná þeim! Hringurinn gekk ljómandi vel, Gummi spilaði undir hundrað en við Óskar spiluðum í póstnúmeratölum og Röggi notaði hina víðfrægu lágforgjafaafsökun "Ég bara hætti að telja..." og það er ekki vitað á hvaða skori hann var. Þeir sem eiga leið um rakarastofuna Dúett eru beðnir að spyrja hann að því á hvaða höggafjölda hann var. Allt röfl um bakverki eru ómark!

Nú er bara að skella sér út á völl.

Hellan er með opið inn á sumarflatir alla páskanna svo nú er bara að leggja land undir fót og skella sér ein eða tvo hringi á Hellunni. Hellverjar mæla með því að kylfingar skrái sig á www.golf.is því ef veðrið er gott er alveg klárt mál að færri komast að en vilja.

Birdie Travel var með menn á sínum snærum fyrir tveimur árum á Hellu og þegar röðin var sem lengst þá biðu um 60 kylfingar eftir því að komast að.

Fyrstu félagarnir í hópnum eru búnir að skrá sig á Hellu á fösturdaginn svo nú er bara að telja sér trú um það að sumarið sé komið og æða út á völl.

Við félagarnir förum á nokkra velli nú um páskanna og komum við til með að segja frá ástandi þeirra.


OPIÐ INN Á SUMARFLATIR UM PÁSKANA!

Það er gaman frá því að segja að það er hægt að spila inn á sumarflatir á golfvellinum í Þorlákshöfn frá og með Skírdegi og alveg fram á kvöld annars í Páskum.
Við hvetjum okkar menn til að streyma til Þorlákshafnar sem er aðeins í um 20mín fjarlægð frá Höfuðborginni. Rástímaskráning fer fram á www.golf.is.

Ef menn vita um aðra velli sem verða með opið, endilega setjið inn ábendingar um það í "ATHUGASEMDUM". 


Bönker

Æfum bönker höggin vel svo við lendum ekki í sömu gryfju og þessi hér á myndinni að neðan.

 
 



Þá bestu vantar

24024_lgNú eru minni spámenn að toppa þegar þá bestu vantar. Tigerinn, Vijay og Ernie eru að æfa á fullu undir Masters mótið sem hefst um næstu helgi. Fínt á fá það mót um Páskana, liggja sveittur í sófanum með Góuegg númer 12 og horfa á golf í varpinu. Lífið gæti ekki verið betra hehehe...

Getraun:
Hvað heitir golfarinn á myndinni og hvenær á hann afmæli ?


mbl.is Sex kylfingar deila efsta sætinu í Houston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stífar Æfingar

Það er ekki annað hægt að segja en við félagar erum allir að æfa okkur fyrir fyrsta mótið á Leirunni. Þannig er að ljósmyndari okkar hjá Birdie travel hefur verið á stúfunum og náð hreint ótrúlegum myndum af okkur við stífar æfingar.

Linkur inná myndirnar hér að neðan.Crying

http://sports.webshots.com/slideshow/11349535RUBDUadtkP


Spenna fyrir fyrsta mótinu í apríl!

gsÞað ríkir eftirvænting og spenna fyrir fyrsta móti ársins sem fram fer í Leirunni þann 28. apríl nk.
Nú þegar hafa margir félagar úr Florida hópnum skráð sig til leiks, bæði þeir sem fóru í ferðina núna í mars sem og þeir sem hafa farið með okkur síðust 5 ár. Við hjá BirdieTravel viljum hafa þetta félagslegt og hvetjum þá sem ætla að spila á mótinu að skrá sig á golf.is sem fyrst svo rástímar í kringum Floridafarana verði ekki uppseldir en það þykir vinsælt að spila nálægt hópnum! Ljóst er að Valli Sport, einn þátttakenda af PalmaCup verður í sigurhollinu ásamt Sigga Hlö, Steina og DJ Ödzie. Það kemur svo í ljós fljótlega hvaða aðrir golfarar af PalmaCup mæta og verður það að sjálfsögðu tilkynnt sérstaklega hér á blogginu. Í dag eru þeir á leið til Íslands aftur frá Mallorca en þar er núna skítakuldi og rigning.

Munið að skráning er hafin á netinu OPNA CARLSBERG SKRÁNING 


Kaflaskiptur lokadagur á PalmaCup

Dagurinn í dag byrjaði á því að fresta þurfti keppni vegna veðurs á Mallorca.
11 vindstig, 6 stiga hiti og rigning tók á móti keppendum í morgunsárið sem hófu ekki leik fyrr en á hádegi.
Í íslensku haustveðri hófst svo lokadagurinn þar sem RedTeam leiddi með 3 vinningum.
Spennan var mögnuð því eftir fyrri 9 var BlackTeam yfir í öllum leikjum!
En RedTeam lét ekki bugast, komu sterkir til baka og tóku 3 vinninga í dag og eru þar með PalmaCup Masters 2007.
Leikir dagsins voru þessir:
Binni vann Arnar með 9 höggum þar sem Arnar fór á taugum og spilaði eins og háforgjafamaður.
Gunni vann Davíð með 5 höggum. Davíð skalf af hræðslu við öll vötnin og týndi tæplega kassa af boltum og tapaði.
Jón Haukur náði 11 högga forskoti á Valla sem þó kom hratt til baka og setti birdie á 13. braut og minnkaði með muninn í 1 högg. Jón Haukur drakk í sig kjark og náði að hrista af sér óöryggið og vann Valla með 4 höggum. Valli hreinlega skeit á sig.
Fréttir dagsins eru þær að Jónas tapaði fyrir Sissa - eitthvað sem menn láta ekki fréttast!!!
Jónas var yfir allar seinni 9 en Sissi varðist vel og kláraði með 4 högga sigri. Sissi tók meira að segja nándarverðlaunin á 15. holu þar sem hann var 28cm frá holu. Það er hreinlega ekkert niður. Nú eru keppendur að hringja heim og láta kellingarnar vita af sér en það á síðan að fara út að borða og svo skreppa á Spánn - Ísland í kvöld. Munið að fylgjast með í sjónvarpinu því  þeir eru með íslenska fánann og verða eflaust nokkuð þéttir eftir erfitt mót.
Myndatökur á mótsstað eru með öllu bannaðar en Papparass frá BirdieTravel náði þessari mynd sem fylgir þessari frétt. Á myndinni eru Jónas, Davíð, Valli og Binni.

Floridaferðafélagamót 28 apríl

Síðustu árin hefur skapast sú góða hefð að við ferðafélagarnir höfum mætt í Leiruna á Carlsberg mótið. Það er búið að opna fyrir skráningu á www.golf.is mótið er 28 apríl. Nú er bara að finna réttan tíma og skrá sig.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband