19.4.2007 | 21:59
Vel heppnað herrakvöld GKG
Það var mikið stuð á herrakvöldi GKG sem fram fór síðasta vetrardag. Kvöldið er eins og alltaf til styrktar afrekshópi klúbbsins. Þarna var kynnt til sögunnar GKG bandið sem sló gersamlega í gegn. Í bandinu eru þeir Sjonni Brink söngvari, Gunni Óla úr Skítamóral og svo þeir Palli trommari og Einar bassaleikari úr Í svörtum fötum. Maturinn var magnaður eins og félagsskapurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2007 | 22:03
Herrakvöld GKG síðasta vetrardag
Hið árlega Herrakvöld GKG fer fram í nýuppgerðum skálanum á morgun miðvikudag. Húsið opnar kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 20.00. Veislustjóri verður hinn klúbbkunni Sigurður Hlöðversson og ræðumaður kvöldsins verður Guðmundur Steingrímsson. Magnað happdrætti - ótrúlegir vinningar eins og kvengolfsett, út að borða, gsm símar ofl. Uppboð á tónlist með hljómsveitinni. Það verður stórhljómsveit GKG sem verður frumsýnd og spilar vel valda slagara. Hljómsveitina skipa félagsmenn úr landsfrægum hljómsveitum landsins sem hafa sameinast undir merkjum klúbbsins og munu debútera á herrakvöldinu sem slíkir. Drykkir verða í boði á lágmarksverði en allur ágóði vegna herrakvöldsins mun renna til afreksnefndar. Aðeins 50 sæti í boði - fyrstir bóka, fyrstir fá! Allur ágóði kvöldsins rennur til afreksnefndar. Miðaverð aðeins kr. 5.000. BÓKAÐU STRAX Á GKG@GKG.IS
Fullt af golfurum úr öðrum klúbbum hafa meldað sig á herrakvöldið en skiptir ekki öllu í hvaða klúbbi maður er - aðalmálið er að hafa gaman og skemmta sér! 7 úr BirdieTravel hópnum hafa meldað sig á kvöldið!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 23:01
Nýtt vallarmat hjá GR
Var að skoða hvað ég fæ í forgjöf á velli GR eftir nýja vallarmatið. Niðurstaðan sú að nú er best að fara að æfa sig til að geta spilað á forgjöfinni ef ekki þá á maður von á hækkun uppá 3 - 4 í sumar. Var með 14 á Grafarholtið en fæ 10 í dag.
Þetta er hið besta mál að meta velli uppá nýtt en tel ég rétt að gera það með aðeins meiri hraða GKG og GO komu með nýtt mat í fyrra svo eru vellir GR að koma inn núna. Hver eru næstu skref í mati valla ?
Annars ætti ég ekki að örvænta þar sem ég var að leika á forgjöfinni í Florida-ferðinni okkar í síðasta mánuði. En þar var maður að spila á stutterma 8 daga í röð en ókey það er spáð góðu veðri í sumar eða það segir veðurklúbburinn Dalbæ. Kveðja Lolli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2007 | 11:16
Sigurþrá hjá Jerry Kelly
Það var árið 2002 sem hann sigraði síðast og er orðin þyrstur í að sigra aftur eins og sagði, "It was '02. Oh, too long ago," hann fékk 10 fugla og 2 boogey á fyrsta degi,- 5 fugla og 5 boogey á öðrum degi,- svo var það á þriðja degi sem kallin fór holu í höggi og krækti sér í 5 fugla og 3 boogey og er á 13 höggum undir pari fyrir lokadaginn. vonandi þolir hann spennuna og sigurþráinn verði sterkari í dag hjá honum.
![]() |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 22:09
Íslenskur atvinnumaður með vefsíðu
Það er heiður og gaman frá því að segja að ein bjartasta von Íslendinga í atvinnumennsku, Ottó Sigurðsson úr GKG, hefur opnað sína eigin vefsíðu, www.ottosig.is. Þar er fullt af fróðleik að finna um golf eins og sveifluæfingar og fleira. Ekki nóg með það heldur hannaði og forritaði Ottó síðuna algerlega sjálfur.
Endilega kíkið í heimsókn til Ottó og skoðið síðuna hans .
Ef það eru duglegir golfarar sem halda úti blogsíðum eða eigin vefsíðum, sendið email á okkur og við setjum það hér á síðuna - siggi@pipar.is.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 00:23
Áhugaverð vefsíða fyrir íslenska kylfinga
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 20:20
Græjurnar hans Zach Johnson
Hérna sjáum við hvað hann er að spila með og eru þetta engar smá græjur.
![]() | Ball | ![]() | ![]() | Driver |
![]() | ![]() | ![]() |
![]() | Utility | ![]() | ![]() | Iron |
![]() | ![]() | ![]() |
![]() | Wedge |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 22:09
Zach Johnson er vinur BTravel hópsins


Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 22:40
Til hamingju Zach
Þetta er búin að vera frábær sjónvarpshelgi. Skorið verið upp og ofan til að mynda þá þrípúttaði Zach af meters færi. Mikið um þrípútt og mikið um varnar spilamensku vegna þess hve flatirnar eru harðar og erfitt að stoppa boltan, hraðin á flötunum er með ólíkindum og hafa kylfingar átt í mesta basli við að ná fuglum.
Veit einhver hvaða kylfu Tigerinn skelti utan um tréð ?
![]() |
Zach Johnson er efstur þegar skammt er eftir af Mastersmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2007 | 10:18
Mót mistaka
![]() |
Appleby er efstur á Mastersmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)