29.4.2007 | 13:24
Opið inná sumarflatir á Hlíðavelli
Sumarflatir á Hlíðavelli hafa verið opnar síðan á sumardaginn fyrsta. Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og voru flatir slegnar í fyrsta síðastliðinn föstudaginn eftir að hafa verið sandaðar fyrr í vikunni. Veitingasalan opnaði í gær og er sala vallargjalda hafin. Um leið og við hvetjum félaga og aðra golfara að koma og spila viljum við minna fólk á að laga boltaför á flötum og leggja torfusnepla aftur á sama stað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 12:44
Leirulognið í aðalhlutverki í gær
Það voru 17 metrar á sekúndu sem tóku á móti tæplega 200 keppendum á Opna Carlsberg mótinu í Keflavík í gærmorgun. Þrátt fyrir mikið hvassviðri var hugur í mönnum enda markar þetta mót upphaf golftímabilsins hjá mörgum golfurum. Það var helst á fyrsta teig að menn áttu í vandræðum enda mótvindurinn rosalegur. Margir úr BirdieTravel fjölskyldunni voru að spila illa, en Gunni Smith varð efstur okkar manna og spilaði á 34 punktum. Síðan var það píparinn og sleggjan Sigþór Magnússon eða Sissi Píp sem barðist í gegnum vindinn á 30 punktum og svo Siggi Hlö sem kom sjálfum sér og öðrum á óvart og spilaði á 29 punktum. Aðrir BT félagar eru beðnir að setja sjálfir inn sitt skor undir "Athugasemdir" ef þeir þora!
Ljósmyndin sem fylgir þessari bloggfærslu er fengin að láni hjá Kjartani Má Kjartanssyni vini mínum úr Keflavík en ég mætti honum á vellinum í gær og var að sjá að hann komi vel undan vetri en hann hefur sennilega verið að æfa í Leirunni þegar hann smellti þessari mynd á filmu.
HLÖ
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 09:17
Flott veðurspá og gríðaleg stemma!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2007 | 21:27
Ætli Gummi Hi eigi þennan bolta
Hver ætli eigi þennan bolta????
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 17:21
Heiðar Davíð að leika vel
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 17:39
Hvað er hann að skoða????
Það sást til hans Lofts á Golfsýningunni um helgina að afla sér upplýsingar um þennan Drívara.
P.s. Við erum allstaðar!!!!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 11:35
BTravel eru a Englandi ad skoda velli
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 20:09
Sýningin 3 undir sama þaki í Fífunni !
Við kíktum aðeins á sýninguna í Fífunni - Ferðasýningin 2007 - Golf 2007 - Sumar 2007. Þarna var ýsmislegt sem hægt var að skoða og gæða sér á. Hvað varðar golfið voru fulltrúar frá Nevada Bob - Hole in One og Prof golf svona til að nefna nokkra ásamt kynningu á golfferðum frá GB ferðum - Icelandair. Einnig var GSÍ með bás á sýningunni ásamt nokkrum golfklúbbum. Hægt var að taka þátt í alls konar getraunum og prufa puttera og golfkylfur af ýmsum stærðum og gerðum. Hole in One var með bás þar sem hægt var að skoða sveifluna með ýmsum driverum á tölvuskjá og auðvitað freistaðist karlinn til að prufa meðan juniorinn tapaði sér í puttinu. Þarna er einnig hægt að skoða golfbíla, fjórhjól, sportbáta, formúlu 1 hermi, heita potta og margt fleira.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 16:24
Heiðar fyrirmynd íslenskra golfara
![]() |
Heiðar endaði í 12.-13. sæti í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 22:07
Gleðilegt golfsumar
Það fraus saman það sem á að frjósa saman fyrir þá sem því trúa. Nú er bara að vona að verðrið verði okkur kylfingum hagstætt og vellirnir skarti sínu fegursta.
Það má segja að það sé komin fiðringur í mannskapinn því skráningar í fyrstu golfmót sumarsins ganga vel til að mynda eru fáir rástímar lausir í Carlsberg-mótinu í Leirunni þann 28 apríl. Það var golfmót á Hellu í dag og þar má sjá nokkra ná 41 punkti sem sýnir að kylfingar hafa verið duglegir að æfa sig í vetur.
Birdie Travel óskar kylfingum gleðilegs golfsumars.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)