Opið inná sumarflatir á Hlíðavelli

Sumarflatir á Hlíðavelli hafa verið opnar síðan á sumardaginn fyrsta.  Völlurinn kemur ágætlega undan vetri og voru flatir slegnar í fyrsta síðastliðinn föstudaginn eftir að hafa verið sandaðar fyrr í vikunni.  Veitingasalan opnaði í gær og er sala vallargjalda hafin.  Um leið og við hvetjum félaga og aðra golfara að koma og spila viljum við minna fólk á að laga boltaför á flötum og leggja torfusnepla aftur á sama stað. 


Leirulognið í aðalhlutverki í gær

e_print_fyrir_syningu_p1200046Það voru 17 metrar á sekúndu sem tóku á móti tæplega 200 keppendum á Opna Carlsberg mótinu í Keflavík í gærmorgun.  Þrátt fyrir mikið hvassviðri var hugur í mönnum enda markar þetta mót upphaf golftímabilsins hjá mörgum golfurum. Það var helst á fyrsta teig að menn áttu í vandræðum enda mótvindurinn rosalegur.  Margir úr BirdieTravel fjölskyldunni voru að spila illa, en Gunni Smith varð efstur okkar manna og spilaði á 34 punktum.  Síðan var það píparinn og sleggjan Sigþór Magnússon eða Sissi Píp sem barðist í gegnum vindinn á 30 punktum og svo Siggi Hlö sem kom sjálfum sér og öðrum á óvart og spilaði á 29 punktum. Aðrir BT félagar eru beðnir að setja sjálfir inn sitt skor undir "Athugasemdir" ef þeir þora!

Ljósmyndin sem fylgir þessari bloggfærslu er fengin að láni hjá Kjartani Má Kjartanssyni vini mínum úr Keflavík en ég mætti honum á vellinum í gær og var að sjá að hann komi vel undan vetri en hann hefur sennilega verið að æfa í Leirunni þegar hann smellti þessari mynd á filmu.
HLÖ


Flott veðurspá og gríðaleg stemma!

Á hverju ári fjölmenna félagar úr BirdieTravel hópnum á fyrsta mót ársins í Leirunni í Keflavík. Þetta er ávallt mjög skemmtilegt mót og einhvern veginn tekst mótshöldurum alltaf að bjóða upp á gott veður. Ekki verður breyting á að þessu sinni en samkvæmt veðurspám er spáð allt að 13 stiga hita á morgun og 9 metrum á sek. Okkur sýnist að uppselt sé í mótið og mikill áhugi. Fyrir áhorfendur þá mælum við með að fylgjast með Lórenz Þorgeirs og Erni Unnars. Einnig mætir Valli Sport, en bloggverjar muna eftir því að fyrir mánuði síðan var hann tekinn í bakaríið af háforgjafamönnum á Palma Cup þannig að nú ætlar hann að sanna það að hann er með 10,eitthvað!

Ætli Gummi Hi eigi þennan bolta

Hver ætli eigi þennan bolta????


Heiðar Davíð að leika vel

Það má með sanni segja að Heiðar Davíð komi vel undan vetri og er þetta annað mótið í röð að hann er að leika hreint ágætlega og er nú sem stendur í 11-17 sæti fyrir loka hringin. Það var í síðustu viku að hann endaði í 12-13 sæti sem er hreint frábær árangur hjá honum. það voru líka fleiri kjalarkylfingar að leika vel Maggi Lár endaði í öðru sæti á móti á kýpur og einnig Nína Björk en hún var einnig að spila á kýpur.

Hvað er hann að skoða????

Það sást til hans Lofts á Golfsýningunni um helgina að afla sér upplýsingar um þennan Drívara.

 

P.s. Við erum allstaðar!!!!!!


BTravel eru a Englandi ad skoda velli

Vid hja BirdieTravel erum nuna med fulltrua her i Englandi ad skoda goda golfvelli til ad segja ykkur fra her a sidunni okkar. Erum nuna staddir i Manchester og fyrst ad vid erum maettir ta munum vid fara og sja einn fotboltaleik, Man United - AC Milan i Meistaradeildinni enda er leikurinn ad kvoldi til og aetti ekki ad skemma golfskemmtunina hehehe... Nanari upplysingar her a blogginu okkar sidar.

Sýningin 3 undir sama þaki í Fífunni !

Við kíktum aðeins á sýninguna í Fífunni - Ferðasýningin 2007 - Golf 2007 - Sumar 2007.  Þarna var ýsmislegt sem hægt var að skoða og gæða sér á.  Hvað varðar golfið voru fulltrúar frá Nevada Bob - Hole in One og Prof golf svona til að nefna nokkra ásamt kynningu á golfferðum frá GB ferðum - Icelandair.  Einnig var GSÍ með bás á sýningunni ásamt nokkrum golfklúbbum.  Hægt var að taka þátt í alls konar getraunum og prufa puttera og golfkylfur af ýmsum stærðum og gerðum.  Hole in One var með bás þar sem hægt var að skoða sveifluna með ýmsum driverum á tölvuskjá og auðvitað freistaðist karlinn til að prufa meðan juniorinn tapaði sér í puttinu. Þarna er einnig hægt að skoða golfbíla, fjórhjól, sportbáta, formúlu 1 hermi, heita potta og margt fleira.

Click here for information on the Club Car P R E C E D E N T


Heiðar fyrirmynd íslenskra golfara

Flottur árangur hjá Heiðari í Danmörku og við fögnum vel með honum. Þessi piltur er fyrirmynd íslenskra golfara í áræðni, ástundum og æfingum. Hann á eftir að ná langt og vera klúbbi sínum til mikillar fyrirmyndar en hann er í Mosó, GKJ hjá Hauki og félögum sem reka frábæran golfklúbb. É´g spái því að hann eigi eftir að slá Bigga Leif út á næstu árumog verða okkar fyrsti PGA kylfingur! Kveðja Siggi Hlö
mbl.is Heiðar endaði í 12.-13. sæti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt golfsumar

Það fraus saman það sem á að frjósa saman fyrir þá sem því trúa. Nú er bara að vona að verðrið verði okkur kylfingum hagstætt og vellirnir skarti sínu fegursta.

Það má segja að það sé komin fiðringur í mannskapinn því skráningar í fyrstu golfmót sumarsins ganga vel til að mynda eru fáir rástímar lausir í Carlsberg-mótinu í Leirunni þann 28 apríl. Það var golfmót á Hellu í dag og þar má sjá nokkra ná 41 punkti sem sýnir að kylfingar hafa verið duglegir að æfa sig í vetur.

Birdie Travel óskar kylfingum gleðilegs golfsumars.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband