6.5.2007 | 23:15
Til hamingju Biggi
Við Óskum Bigga Leif til hamingju með þennan frábæra árangur. Það er æðislegt að sjá skorkortið 67 - 67 -69 þetta sýnir hvað kallinn er að verða stöðugur og en skemtilegra að sjá öll þekktu nöfnin í golfheiminum sem eru fyrir neðan okkar mann. Þarna er Birgir að láta verkin tala og svarar þeim sem hafa verið að gagnrýna hann á óverðskuldaðan hátt.
Svo er bara að vona að hann komist inn á sem flest mót til að geta fylgt þessu eftir.
Enn og aftur til hamingju Biggi.
![]() |
Birgir fór upp um 52 sæti á peningalistanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 16:47
Svo er bara að klára í topp 10
![]() |
Birgir: Ný reynsla að vera í hópi 10 efstu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 11:26
Vellirnir að opna einn af öðrum
Vallarstjóri biður alla kylfinga um að ganga vel um völlin, laga þarf öll bolta- og kylfuför. Sömuleiðis beinir hann þeim tilmælum til þeirra sem eru á golfbílum að fara um völlinn með gát því hann er enn nokkuð blautur. Til þess er mælst að golfbílar séu t.d. ekki keyrðir alveg upp að flötum heldur lagt aðeins frá.
Ath. að opnunin er aðeins inn á gamla 18 holu völlinn, Leirdalurinn opnar síðan á næstu vikum.
Gleðilegt golfsumar!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 22:28
Okkar manni gengur vel
Mikið er gaman að fylgjast með Bigga Leif og sjá hve vel hann er að spila. Það var óneitanlega þæginlegra þegar rétta staðan kom á netið því útlitið var ekki gott eins og skráð var. Nú er að sjá hvernig framhaldið er en við höfum alla trú á okkar manni.
Biggi komma svoooo
![]() |
Birgir beið í tæplega 12 tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 17:44
Ábending frá Lögreglu
2. maí, 2007 Grafarvogsstöð Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Langarima 21, kjallara Miðgarðs. S:444-1180 Golfarar og útivistarfólk.Ábending til varnar innbrotum í bifreiðar. Það er vor í lofti og fólki fjölgar á útivistarsvæðum borgarinnar og í námunda hennar. Golfvellirnir opna nú hver af öðrum eftir vetrarlokanir og þangað flykkjast nú áhugasamir golfarar með bros á vör. Gleðin er við völd. Golfarar sem aðrir útivistarmenn fara gjarnan á bílum sínum á völlinn og skilja þá eftir á bifreiðastæðum á meðan þeir njóta þess að stunda áhugamálið, golf eða gönguferðir. Brögð eru að því að vammlaust fólk hafi skilið við bifreiðar sínar á bifreiðastæðum við golfvellina og útivistarsvæðin með lausamunum og verðmætum á glámbekk sem hefur orðið til þess að óprúttið fólk hefur freistast til þess að brjótast inn í viðkomandi bifreiðar og stela þessum hlutum. Má ætla að í sumum tilvikum hafi hreinlega verið fylgst með fólki leggja bifreiðum sínum er það fer á golfvöllinn eða útivistarsvæðið og síðan látið til skarar skríða. Það er því höfuðatriði að skilja ekki við töskur, veski og aðra lausamuni í bifreiðum því það dregur verulega úr líkum á því að inn í þá verði brotist. Fólk situr ekki eingöngu uppi með að verðmætum er stolið heldur eru skemmdirnar á bifreiðunum jafnvel dýrari en það sem tekið er. Tökum höndum saman, lögregla og borgarar og afstýrum innbrotum í bifreiðar með því að vera á verði og freista ekki óprúttins fólks með því að skilja við vermæti á glámbekk! Kveðja, Einar Ásbjörnsson, aðalvarðstjóri, Ásdís Haraldsdóttir, hverfislögreglumaður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 23:14
Félagsmenn á ferð og flugi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 23:05
1. mai mót GKJ
Það er ekki að spyrja af því að okkar maður Steini Walters gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 2. sæti með 35 punkta. Vel gert Steini. Gummi Hæ var síðan í 9. sæti á 32 punktum.
Til lukku strákar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:59
Til hamingju Sigþór
Við óskum Sigþóri til hamingju með að jafna vallarmeti á Hellunni. Frábærlega gert og boðar þetta gott fyrir sumarið hjá honum.
Þegar skorið á Hellunni er skoðað kemur í ljós að 55 kylfingar lækka sig í forgjöf af þeim 261 sem tóku þátt. Þarna er um 1/5 af þeim sem tóku þátt. Við óskum ykkur líka til hamingju með árangurinn.
Eins og maðurinn sagði "mikið svakalega leggst þetta golfsumar vel í mig"
![]() |
Sigurþór jafnaði vallarmetið á Strandavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 22:36
PGA Pro-am
Var að skoða síðu PGA og á miðvikudag fer fram Pro-am mót. Tiger Woods og Michael Jordan leika saman í holli. Nú fær Tiger kennslu í því að troða í holu eða ná þriggja stiga hmmm. Allveg væri frábært að fá að fylgjast með þessum snillingu leika saman.
Skoðið síðuna: http://www.pgatour.com/2007/tournaments/r480/05/01/woods_jordan/index.html
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 10:33
Golf de Catalunya er frábær völlur í Barcelona
Valli Sport fór á PGA Golf de Catalunya völlinn sem er rétt hjá Barcelona um
daginn. Völlurinn er rankaður númer 10 í Evrópu og er á Evróputúrnum. Einnig
er hann á mótaröðinni fyrir úrtökumótin.
Valli mælir sterklega með þessum velli sem er ekki sérlega dýrt að spila á
þessum árstíma eða um 40 evrur á mann, en í maí hækkar verðið í 75 evrur.
En gæta þarf að því að það tekur 45 - 60 mín með leigubíl að komast þangað og
það kostar 150 evrur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)