Hvað er í pokanum þínum ?

Kæru lesendur,
Okkur á golf.blog langar að fá ykkur til að senda inn upplýsingar um hvaða kylfur þið eruð að nota. Sendið okkur lauflétta línu og takið fram hvaða járnasett, trékylfur, wedgar, driver og pútter eru í ykkar poka ásamt uppáhalds bolta. Sendið þessar upplýsingar á siggi@pipar.is og við setjum þær inn jafnóðum. Skiptir engu máli hver þú ert - bara ef þú ráfar inn á þessa síðu þá ertu hluti af okkur!

Veðurfréttir

Þetta er ekki hægt klukkan 2 í nótt var -2°C sem er ekki það sem okkur vantar til að vellirnir nái að spretta sem best. Svona veðru dregur úr mann kraftinn við að fara á völlinn strax í morgunsárið. En það byrtir til um síðir.

SKAPOFSI

W00t Eitt það mikilvægasta hjá okkur er að hafa skapið í lagi þegar við spilum golfið. Þá er gott að láta það ekki hlaupa með okkur í gönur og reyna að hafa stjórn á okkur ekki verða pirruð þegar illa gengur heldur draga djúpt andan og spila yfirvegað og slá bara styttra til að hafa stjórn á boltanum.

PS.þetta var litla sálfræðihornið.


Skráning í Rásar 2 mótið er hafin!

Við mælum eindregið með því að sannir golfarar taki þátt í Rásar 2 mótinu sem fram fer á velli GKG 2. júní nk. Það fyllist alltaf strax í þessa frábæra mót og því hvetjum við alla Birdie félaga til að skrá sig sem fyrst.  Það eru vinningar á öllum brautum, næstur holu í 2. höggi á par 4 brautum og svo framvegis og þetta eru ekki einhverjir glataðir vinningar, grill, reiðhjól og heilu brettin af vörum!

Golf.is fær nýtt útlit

Það verður að óska GSÍ til hamingju með nýtt útlit og margar nýjungar á vefnum golf.is. Það var kominn tími á að uppfæra vefinn og miðað við að hafa rennt í gegnum nýja vefinn á hundavaði þá er hægt að segja að hann sé bara ansi flottur og góður. Við treystum á lesendur okkar síðu til þess að fara inn á golf.is og gefa svo komment hér á blogginu okkar undir Athugasemdir.

Dagamunur á golfvöllum

Það má sjá dagamun á golfvöllum þesa daganna. Var að leika GKG í kvöld og er mikill munur á vellinum frá því að völlurinn opnaði. Ef veðrið verður okkur kylfingum hagstætt má búsat við því að vellirnir verði komnir í gott stand á fáum dögum.

Var að skoða veðurspá og fór um mig hrollur því það spáir frosti á norðurlandi og því má búst við því að vellir nyðra opni ekki allveg á næstunni en þetta er víst bara spá.


Nokkur opin mót um helgina

Nú eru golfmótin að fara af stað og eru mót á Leirunni, Keilismönnum og síðan er N1 með mót á Korpunni. Vinningarnir í mótinu hjá N1 vöktu athygli mína þar sem oft er getið til um að um góða vinninga sé að ræða en þarna standa menn sig vel og geta til um hvað er í vinning. Svona eiga golfklúbbar að upplýsa okkur kylfinga um hvað er í vinninga en ekki segja "vegleg verðlaun".

Til lukku Biggi

Enn og aftur er Biggi að standa sig frábærlega. Mikið er gamgan að fylgjast með hvenig Birgir er að stimpla sig inn og sanna sig á móti hina stóru í golfheiminum. Með þessu áfram haldi nær hann að halda keppnisrétti á mótaröðinni og klárlega þar á hann heima.
mbl.is Birgir fær rúmlega hálfa milljón í verðlaunafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpa, fata og sex í Básum

Á næstu dögum má heyra Gullrödd Íslands lesa auglýsingu á Rás 2 um nýtt tilboð sem verður í Básum í sumar. Þetta er tilvalið fyrir alla spilar og æfist stutta spilið mjög vel með þessu tilboði. Einnig er þetta flott fyrir nýliða í golf og þá sem vilja spila "lítið".
Súpa, fata og sex í Básum og þú verður bara betri!
Nú er frábært tilboð í Básum.
Þú færð súpu í golfskálanum, slærð fötu í Básum og ferð sex holur á Grafarkotsvelli - allt á aðeins klukkutíma.
Vertu velkominn í Bása Grafarholti.

Vonandi verðu þetta spennandi mót.

Um næstu helgi veður eitt af Risamótum í PGA mótaröðinni á sawgrass vellinum á flórida eða Players meistaramótið eins og það er kallað.  hægt er á smella á linkin hér að neðan og taka flugið yfir nokkrar holur .

 http://www.tpc.com/sawgrass/overview/fly-over.html  

Local Knowledge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband