Hér er svo mynd af öllum í húsinu

052

Eitthvað mistókst að setja myndina inn en hér er hún.............

055

Mótahald gekk vel - lokahófið á eftir

Florida Mótið fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Framundan er skemmtilegt lokahóf þar sem flestir taka þétt á bokkunni. Hér er mynd af hinu sigursæla húsi 4212 Amsterdam Avenue. 


Allt orðið klárt fyrir Florida-mótið

Nú er allt orðið klárt og mótið hefst klukkan 9:30  í fyrraðmálið. 32 karlar taka þátt og erum við að fylla 8 holl. Helstu leikreglur eru þessar:

Punktakeppni þar sem hæðst er gefið 36 í forgjöf.  Námdarverðlaun á einhverji braut. Hreyfingarlaust golf og allir í góðu skapi. Sigurvegari verður að halda partýið og kemur mótsnefnd með veigar og með´í.

Sjúmst hressir á morgun og eru áhorfendur beðnir um að vera vinstra megin á brautum vegna slæsara.

Kveðja mótsnefnd.


Rástímar sunnudaginn 18 apríl

Leikið er á Lakeside og er rástímar sem hér segir: 

7:35  Hjölli og co

7:49  Siggi Hlö og co

8:03  Dóri og co

8:17  Lolli og co


Rástímar fyrir morgundaginn 17 apríl.

7:35 Lolli og co

7:49 Hjölli og co

8:03 Siggi Hlö og co

8:17 Dóri og co


Gosið setur strik í reikninginn....Coke Cola er búið!

Nennir einhver að hlaupa útí sjoppu?


Gosið setur strik í reikninginn...............

Nú er svo komið að allir hér í Florida eru farnir að halda í við sig og eyða ekki meir en nauðsynlegt er. Ástæðan er sú að nú er gos á Íslandi og gerum við ráð fyrir því að vera hér fram á sumarið. Ekkekt verslað keypt inn til að borða t.d. grænmeti og pasta, allt til að eiga gjaldeyrir fram á sumarið.

Þar sem flug liggur niðri og allar líkur á því að gosið standi lengi verðum við að grípa til ráðstafa sem gerir það að verkum að við leitum allra leiða tið að vera sem lengst hérna úti.

Kveðja Floridafarar 2010


Allt að gerast....... erum að fara út

Nú nálgast þetta óðum og hópurinn að ná hámarks spenningi. Æfingin í Básum í kvöld sagði allt sem segja þarf. Stinni mætti sem hefur ekki gerst eftir að hann hóf störf í sædýrasafninu í Hafnafirði. Mikið spjallað um hvenær ætti að fara á Eldiablo og hvar ætti að versla í matinn og sveiflan fínslípuð fyrir brottför.

Eitthvað er þó Sissi píp með okkur í huga þar sem hann mætti og fór yfir helstu stillingar á heitum pottum í henni ameríkunni. Og eins og sönnum heiðursmanni sæmir gaf hann upp gjaldfrjálst númer sem öllum ferðafélugum er frjálst að hringa í hvenær sólahrings sem er, ef upp koma einhver vandamál við hitastillingar á heitu pottunum. Hinsvegar er rukkað fullt gjald hjá Sissa fyrir stillingar á sundlaugum.


Ekki á morgun heldur hinn

FloridagolfmyndJæja það má segja að stemmarinn sé að fara með menn. Einhverjir fóru á golfmót í Leirunni í dag og er síðasta æfing fyrir brottför á morgun í Básum og hittumst við eins og vanalega klukkan 20:00.

Eitthvað er um að menn séu farinir að pakka og svo eru fyrstu pakkarnir mættir á svæðið í Inverness. Samkvæmt fréttum í staðarblaði Inverness og nágrenis þá eru um töluverða aukningu að ræða hjá UPS í tengslum við komu okkar til USA. Eitthvað sem greinist á vöruskiptagreiningu seðlabanka íslands.

Spennan er orðin svo mögnuð að heyrst hefur að einn úr hópnum geti ekki beðið og ætli á Hellu á morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband