Mót í Leirunni á laugardaginn

GSÁ laugardaginn kemur er mót í Leirunni og er vilji og ætlun Birdie-manna að fjölmenna. Eru flestir á því að taka daginn snemma og skrá sig til leiks upp úr klukkan 9:00.

Hver og einn sér um að skrá sig. Sjáumst hressir í Leirunni.


Annar í páskum......... en samt æfing í Básum

Jæja strákar nú er bara 8 dagar í brottför svo það er rétt að mæta i Bása og fínstilla sveifluna fyrir Florida. Eins og vanalega þá mætum við klukkan 20:00 í kvöld. Steini verður með bakspuna æfingu fyrir Florida fara. Svo er aldrei að vita nema Silli fari yfir hvernig best er að hafa skráningar og Gísli bróðir fer yfir púttera og val á þeim.

Sjáumst í kvöld


Það sem verður að ganga frá fyrir brottför

Rétt er að minna menn á að vera með þessa hluti á hreinu:

Vegabréfið verður að vera tölvulesanlegt. Gildistími veður að vera 6 mánuði framyfir brottfarardag.

Fylla verður út APIS og ESTA á heimasíðu Icelandair www.icelandair.is/information í dálknum "Fyrir brottför" er farið beint í APIS og ESTA.

Komið hefur fyrir að einhverjir í hópnum eru ekki skráðir í APIS og verður þá að hafa samband við obby@visitor.is eða tobba@visitor.is


Myndband sem hlýjar okkur í kuldanum


Styttist í ferð og hér eru nokkar vefsíður til að skoða

internetJæja nú eru nokkrir dagar í brottför svo rétt er að henda upp nokkrum vefslóðum af því helsta.

Hér er húsasíðan: http://www.valkusa.com/english/home.asp 

Þetta er klúbburinn við heimavöllinn: http://www.lakesideccgolf.com/ 

Þetta er klúbburinn þar sem BirdieTravel mótið fer fram: http://www.citrusspringsgolf.com/header.htm 

Svo er það vatnavöllurinn í Silver spring: http://www.silverspringsgolfcc.com/ 

Hér er hægt að fylgjast með veðrinu: http://weather.yahoo.com/united-states/florida/inverness-2427355/;_ylt=Ah_bLXUlNpQsH.n9mjuxTHuLYDIB?unit=c 

Svo er hér síða að íþróttaverslun sem er með mikið og gott golfhorn. Þessi verslun er í 20 mínútu fjarlægð frá húsunum: http://www.dickssportinggoods.com/home/index.jsp 


Hvað geta þær ekki

Er ekki málið að fá sér snúning með henni þetta skiptið.

 


Vorið að koma og vellirnir opna

GSMikið svakalega færist vorið í mann þegar fréttir berast af opnun Leirunnar. Sjálfur búin að spila Hellu um síðustu helgi. Frétti af Sandgerði væri hreint út sagt í frábæru standi.

Er ekki rétt að bregða sér í golf á einhvern af þessu völlum.


Sjáið Húsin sem við verðum í VÁÁ

Þetta er húsið sem Dóri og Stinni verða í.


Vel heppnað púttmót

PúttariÞað voru 27 hressir Birdie félagar sem hittust í Hraunkoti til að taka þátt í púttmóti. Gangur manna var misjafn eins og búast mátti við en Stinni staðarhaldari tók dolluna og myndina góðu af HOOTERS gellunni. En Stinni spilaði fyrri hringinn á 5 undir pari.

Menn fengu sér drykk og spjölluðu og ekki laust við að smá spenna sé að myndast fyrir Floridaferðinni, allavegna var Fribbi farin að huga að innkaupum á netinu og Hjölli að velta fyrir sér hvernig sé best að dræva fyrstu brautina á Lakeside.

En vel heppnað mót og óskum við Stinna til hamingju með sigurinn.


BirdieTravel Púttmót 19. Mars

BikarJæja í tilefni af því að það eru bara 25 í brottför á föstudaginn kemur þá ætlum við að halda púttmót fyrir Birdie-félaga í Hraunkoti.

Mæting ekki seinna en 20:55 því við byrjum stundvíslega klukkan 21:00.

1. verðlaun er farandbikar, og eins og þeir sem til okkur þekkja þá verða verðlaun að hætti húsins. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband