Færsluflokkur: Íþróttir
21.8.2007 | 19:06
El Diablo er magnaður golfvöllur

Ég tók nokkara myndir og henti þeim hér inn á smá vefsvæði svo þið getið skoðað þær betur.
Eldiablo myndir
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 19:09
El Diablo á þriðjudaginn!
Jæja, þá ætla ég að spila El Diablo á þriðjudaginn. Völlurinn er sagður einn af Florida´s best kept secrets! Við höfum oft talað um að spila hann þegar við erum hér á svæðinu og núna ætla ég að spila völlinn á þriðjudag og skoða aðstæður og einnig mun ég eiga fund með framkvæmdastjóranum. Með honum mun ég bóka okkur strax einn daginn sem við verðum hér 2008 auk þess að tryggja að við fáum besta mögulega verðið. Tek fullt af myndum fyrir okkur og blogga um hringinn minn á El Diablo þegar þar að kemur. Að auki má geta þess að ég og Lorenz erum orðnir umboðsmenn fyrir Lakeside hverfið og getum fengið sérstök verð fyrir Íslendinga sem vilja koma hingað í frí með fjölskyldur sínar. Það eru sérstök verð fyrir Íslendinga, á sérstökum tímum ársins, ekta amerískt!
Skoðið vefinn hjá El Diablo eldiablogolf.com
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 20:23
Flottar fréttir frá Florida

Í morgun spilaði ég með hjónum sem búa við Citrus völlinn og kallinn ragnaði og röflaði yfir ástandi hans, væri í hræðilegu ástandi, en það er búið að reka greenkeeperinn svo það lítur betur út. Kallinn sagði mér og staðfesti að við þyftum ekkert að prófa Miona Lake völlinn, þessum sem við höfum alltaf sleppt að spila, vegna þess að hann er víst í enn verra ástandi en þegar við spiluðum hann fyrir 5 árum síðan. Að öðru leiti er allt frábært að frétta, ég er búinn að kaupa mér flotta skyrtu en þeir sem þekkja mig vel vita af mínu skyrtu-fetsih, ég elska að eiga magnaðar skyrtur sem allir hafa skoðun á! Þessa nýju fékk ég í Ross, Dress for Less, og er úr Sean John línunni, retail price er 88 dollarar en ég fékk hana á 19.99 - góð kaup og skyrtan passar örugglega vel við buxurnar sem ég keypti í Boston í vor. Eins og sjá má á myndinni er ég sennilega sá svalasti hér í Florida!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 22:35
Auglýsing
Hvenær skildu Golfverslanir hér á landi auglýsa svona. Skoðið auglýsinguna og aðrar skemmtilegar videoklippur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2007 | 16:24
Erfitt að spila í hitanum í Florida
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 23:21
Fréttir frá Florida - Inverness
Föstudaginn 10. ágúst fer Siggi Hlö til Inverness í Florida að gera klárt fyrir komu okkar hóps í lok febrúar 2008. Siggi mun senda okkur fréttir hingað inn á blogsíðuna okkar og segja okkur hvernig er að spila t.d. Lakeside völlinn í 34 stiga hita auk þess að taka myndir af vellinum í hásumarblóma. Fylgist með hér á síðunni á næstu dögum en Siggi kemur heim aftur föstudaginn 23. ágúst.
SHH
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 21:46
Floridaferð 2008 kynnt fljótlega
Á næstu dögum munum við auglýsa Floridaferð 2008. Búið er að ganga frá samningum um flug, gistingu og golf og bílaleigubíla - sem sagt allt að verða klárt. Ef gengi dollars helst stöðugt er mögulegt að verð á ferðinni verði nokkuð nálægt síðustu ferð en það er algerlega sagt með fyrirvara. Nú þegar hafa flestir úr síðustu ferð staðfest komu sína aftur ásamt nokkrum öðrum sem hafa farið í einhverja af síðustu 5 ferðum með okkur. Við munum sérstaklega einnig bjóða nýja félaga velkomna með okkur en eins og við höfum alltaf sagt að þá er þessi Flóridahópur galopinn og alls ekki lokuð vinaklíka enda koma menn úr mörgum áttum og margir þekktust ekkert fyrir Floridaferð en uppúr orðið góð vinasambönd. Núna í lok ágúst eða snemma í byrjun september munum við halda opinn fund á Players þar sem við kynnum ferðina betur fyrir öllum. Bara kíkja hér reglulega á bloggið okkar því þetta verður allt auglýst tímanlega.
Svo er það Florida Captain Mótið sem verður haldið snemma í september. Þangað verða allir að fjölmenna, þó ekki sé nema að hitta gamla ferðafélaga eða kynnast nýjum. Þar væri einnig tilvalið fyrir nýliða eða áhugasama um þennan hóp að mæta og kynnast hópnum. Florida Captain verður sérstaklega kynnt hér á síðunni að sjálfsögðu!
Látum meðfylgjandi mynd segja allt sem segja þarf um stemmuna sem fylgir bæði góðri Floridaferð sem og Florida Captain mótinu en þarna má sjá 2 verndara Captain Hlöðversson og nafna hans Captain Morgan faðmast sem gerist oft í svona ferðum!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 14:45
Úrslit í Pipar Open 2007
1. | Helgi Héðinsson | GH | 10 | F | 20 | 25 | 45 | 45 | 45 |
2 | Davíð Jón Arngrímsson | GKG | 24 | F | 20 | 23 | 43 | 43 | 43 |
3 | Walter Hjartarson | GKJ | 17 | F | 23 | 20 | 43 | 43 | 43 |
4 | Jóhannes William Grétarsson | GKJ | 20 | F | 19 | 23 | 42 | 42 | 42 |
5 | Snorri Pétursson | GKJ | 19 | F | 20 | 22 | 42 | 42 | 42 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 15:36
Hið árlega Pipar Open 2007 um næstu helgi!
Hið árlega Pipar open fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili, laugardaginn 21. júlí 2007.
Fyrirkomulag punktamót m/forgj. hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsilegir vinningar frá Raftækjaverslun Íslands, Herra Hafnarfirði, Jóni og Óskari, GolfOutlet, Radisson SAS, Knorr, Salatbarnum og Dúett rakarastofu.
Nándarverðlaun á par 3 brautum.
Allir keppendur fá teiggjöf sem er boltapakki frá fasteignasölunni Kletti ásamt drykk frá Ölgerðinni og súkkulaði frá Góu.
Ræst út frá kl. 8:30 til 11:00. Mótsgjald kr. 3.000-
SKRÁNING NÚNA Á GOLF.IS
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 21:43
Meistaramótin að klárast - fínn árangur BTravel manna

Íþróttir | Breytt 29.7.2007 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)