Færsluflokkur: Íþróttir

El Diablo er magnaður golfvöllur

Jæja, þá hefur fulltrúi BirdieTravel spilað hinn marg umrædda El Diablo Golf Course. Það er hægt að kvitta undir það að þetta er perla hér á svæðinu. Kannski voru væntingar mínar meiri af afspurn en raunin varð. Þetta er fallegur skógarvöllur, þröngar brautir, margar ekkert sérlega langar, fer eftir á hvaða teigum menn spila. Ég spilaði af hvítum teigum eins og við sem spilum á gulum heima á Íslandi eigum að venjast. Það voru allavega 3 teigar fyrir aftan mig. Hvað um það, þetta er sérlega vel hirtur völlur, allt til fyrirmyndar og mikið af fallegum blómum og litlum gosbrunnum sem skreyta völlinn. Talsvert mikið af bönkerum. Brautir og flatir algerlega óaðfinnanlegar og maður sér strax hversu vel er gengið um völlinn. Ég átti samtal við framkvæmdastjórann eftir hringinn og hann er spenntur að fá okkur í heimsókn 2008 og við fáum "flat fee" per mann, ég fæ endanlegt verð sent frá honum innan skamms. Mæli 100% með ferð á El Diablo. Ég náði sjálfur næstum því mínum besta hring, spilaði á 92 höggum og fór eina par5 á 9 höggum sem eyðilagði það að ég gæti spilað í fyrsta sinn undir 90, en ég er sáttur því ég hef aldrei spilað völlinn. Sá sem spilaði með mér var 70 ára gaur sem heitir Dallas og er frá Texas, ég hló ekkert smá af honum, talaði með öllum þeim Texas-hreim sem finnst í handbókinni og fannst öll höggin mín alveg..."great shot Ziggie....

Ég tók nokkara myndir og henti þeim hér inn á smá vefsvæði svo þið getið skoðað þær betur.
Eldiablo myndir


El Diablo á þriðjudaginn!

Jæja, þá ætla ég að spila El Diablo á þriðjudaginn. Völlurinn er sagður einn af Florida´s best kept secrets! Við höfum oft talað um að spila hann þegar við erum hér á svæðinu og núna ætla ég að spila völlinn á þriðjudag og skoða aðstæður og einnig mun ég eiga fund með framkvæmdastjóranum. Með honum mun ég bóka okkur strax einn daginn sem við verðum hér 2008 auk þess að tryggja að við fáum besta mögulega verðið. Tek fullt af myndum fyrir okkur og blogga um hringinn minn á El Diablo þegar þar að kemur. Að auki má geta þess að ég og Lorenz erum orðnir umboðsmenn fyrir Lakeside hverfið og getum fengið sérstök verð fyrir Íslendinga sem vilja koma hingað í frí með fjölskyldur sínar. Það eru sérstök verð fyrir Íslendinga, á sérstökum tímum ársins, ekta amerískt!

Skoðið vefinn hjá El Diablo eldiablogolf.com 


Flottar fréttir frá Florida

SkyrtanJæja, búinn að vera hér í viku og spila mikið golf. Skána með hverjum deginum og hef loksins náð að para 4 holu á Lakeside, yfir snákagilið svokallaða sem margir hverjir hreinlega ráða illa við, eins og ég hef hingað til. Ég spilaði Lakeside í morgun á 93 höggum, sem verður að teljast ágætt, miðað við að á tveimur par3 holum tók ég 3ja högg af teig og fékk svo eina leiðinlega 7 á 3ju braut sem er par fimm, en ég þrípúttaði hana.
Í morgun spilaði ég með hjónum sem búa við Citrus völlinn og kallinn ragnaði og röflaði yfir ástandi hans, væri í hræðilegu ástandi, en það er búið að reka greenkeeperinn svo það lítur betur út. Kallinn sagði mér og staðfesti að við þyftum ekkert að prófa Miona Lake völlinn, þessum sem við höfum alltaf sleppt að spila, vegna þess að hann er víst í enn verra ástandi en þegar við spiluðum hann fyrir 5 árum síðan. Að öðru leiti er allt frábært að frétta, ég er búinn að kaupa mér flotta skyrtu en þeir sem þekkja mig vel vita af mínu skyrtu-fetsih, ég elska að eiga magnaðar skyrtur sem allir hafa skoðun á! Þessa nýju fékk ég í Ross, Dress for Less, og er úr Sean John línunni, retail price er 88 dollarar en ég fékk hana á 19.99 - góð kaup og skyrtan passar örugglega vel við buxurnar sem ég keypti í Boston í vor. Eins og sjá má á myndinni er ég sennilega sá svalasti hér í Florida!

Auglýsing

Hvenær skildu Golfverslanir hér á landi auglýsa svona. Skoðið auglýsinguna og aðrar skemmtilegar videoklippur. 


Erfitt að spila í hitanum í Florida

Héðan frá Florida er allt gott að frétta. Ég hef spilað Lakeside völlinn tvisvar síðan ég kom á laugardag. Í gær spilaði ég eftir hádegi í 35 stiga hita og var nánast einn á vellinum, var aðeins 2 tíma og 20mín að fara allar 18!!! Spilaði á 97 höggum. Fór svo aftur eldsmenna í morgun klukkan 7 að staðartíma og það voru aðeins betri aðstæður, aðeins 30 stiga hiti og minni raki. Spilaði bara fyrri 9 og fór þær á 47, vegna þess að ég fékk 9 á 4. holu sem er yfir snákagilið. Ég bara ræð ekki við hana. Annars er völlurinn í frábæru ástandi, mikil grasspretta og teigarnir óaðfinnanlegir. Á þessum árstíma er völlurinn rosalega mjúkur, hátt teighögg og boltinn stoppar þar sem hann lendir. Á flötum verður maður að ráðast á pinnann annars á maður 2 - 3 pútt eftir að holu, því greenin eru mjög mjúk og púttinn á sama level og á túrnum. Læt heyra í mér aftur fljótlega!

Fréttir frá Florida - Inverness

DSC01265Föstudaginn 10. ágúst fer Siggi Hlö til Inverness í Florida að gera klárt fyrir komu okkar hóps í lok febrúar 2008. Siggi mun senda okkur fréttir hingað inn á blogsíðuna okkar og segja okkur hvernig er að spila t.d. Lakeside völlinn í 34 stiga hita auk þess að taka myndir af vellinum í hásumarblóma. Fylgist með hér á síðunni á næstu dögum en Siggi kemur heim aftur föstudaginn 23. ágúst.

SHH


Floridaferð 2008 kynnt fljótlega

Á næstu dögum munum við auglýsa Floridaferð 2008. Búið er að ganga frá samningum um flug, gistingu og golf og bílaleigubíla - sem sagt allt að verða klárt. Ef gengi dollars helst stöðugt er mögulegt að verð á ferðinni verði nokkuð nálægt síðustu ferð en það er algerlega sagt með fyrirvara.  Nú þegar hafa flestir úr síðustu ferð staðfest komu sína aftur ásamt nokkrum öðrum sem hafa farið í einhverja af síðustu 5 ferðum með okkur.  Við munum sérstaklega einnig bjóða nýja félaga velkomna með okkur en eins og við höfum alltaf sagt að þá er þessi Flóridahópur galopinn og alls ekki lokuð vinaklíka enda koma menn úr mörgum áttum og margir þekktust ekkert fyrir Floridaferð en uppúr orðið góð vinasambönd.  Núna í lok ágúst eða snemma í byrjun september munum við halda opinn fund á Players þar sem við kynnum ferðina betur fyrir öllum. Bara kíkja hér reglulega á bloggið okkar því þetta verður allt auglýst tímanlega.

Svo er það Florida Captain Mótið sem verður haldið snemma í september. Þangað verða allir að fjölmenna, þó ekki sé nema að hitta gamla ferðafélaga eða kynnast nýjum. Þar væri einnig tilvalið fyrir nýliða eða áhugasama um þennan hóp að mæta og kynnast hópnum. Florida Captain verður sérstaklega kynnt hér á síðunni að sjálfsögðu!

Látum meðfylgjandi mynd segja allt sem segja þarf um stemmuna sem fylgir bæði góðri Floridaferð sem og Florida Captain mótinu en þarna má sjá 2 verndara Captain Hlöðversson og nafna hans Captain Morgan faðmast sem gerist oft í svona ferðum! 


Úrslit í Pipar Open 2007

1.

Helgi HéðinssonGH10F2025454545
2Davíð Jón ArngrímssonGKG24F2023434343
3Walter HjartarsonGKJ17F2320434343
4Jóhannes William GrétarssonGKJ20F1923424242
5Snorri PéturssonGKJ19F2022424242

Hið árlega Pipar Open 2007 um næstu helgi!

Hið árlega Pipar open fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili, laugardaginn 21. júlí 2007.

Fyrirkomulag punktamót m/forgj. hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsilegir vinningar frá Raftækjaverslun Íslands, Herra Hafnarfirði, Jóni og Óskari, GolfOutlet, Radisson SAS, Knorr, Salatbarnum og Dúett rakarastofu.

Nándarverðlaun á par 3 brautum.

Allir keppendur fá teiggjöf sem er boltapakki frá fasteignasölunni Kletti ásamt drykk frá Ölgerðinni og súkkulaði frá Góu.

Ræst út frá kl. 8:30 til 11:00. Mótsgjald kr. 3.000-

SKRÁNING NÚNA Á GOLF.IS 


Meistaramótin að klárast - fínn árangur BTravel manna

P1030327 Jæja, þá er góðri Meistaramótsviku að ljúka. Nokkrir BTravel menn hafa verið að spila vel. Við skulum byrja á því að óska Steina Walters til hamingju með að vera klúbbmeistari 3. flokks hjá GKj. Frábær árangur hjá Steina sem var allan tímann í toppbaráttunni og gaf ekkert eftir. Siggi Hlö var óvænt í toppbaráttunni hjá 3. flokki í GKG og endaði að lokum í 5. sæti sem er frábær árangur miðað við að hann rétt slefaði inn í 3. flokk og ætlaði sér ekki annað en að spila 4. flokk! Nokkrir aðrir hafa verið að gera gott mót, Valli Sport hefur verið að fikra sig upp 2. flokkinn í GR og Bjössi hefur verið að spila glymrandi 2. flokk hjá GKG og er ofarlega fyrir lokahring. Þorleifur Gests er aðeins fyrir neðan Bjössa í 2. flokki í GKG. Öddi málari var spila steady en Gummi okkar Hi-Spot var ekki að gera gott mót fyrstu 2 dagana en eftir það vaknaði hann en það var of seint. Ef við erum að gleyma einhverjum þá er skylda að tilkynna það til Sigga Hlö á netfangið siggi@pipar.is.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband