Færsluflokkur: Íþróttir

Æfingar hefjast á ný!

Fyrsta æfing árins 2008 verður mánudagskvöldið 7. janúar kl. 20 í Básum, 2 hæð til vinstri - eins og alltaf.  Við leggjum áherslu á að sem flestir fari að láta sjá sig til að losna við væl og afsaknir á Florida í ferðinni okkar. Síðan er fyrirhugað í lok jan eða byrjun feb að hittast í félagsheimilinu okkar á Players, grípa í einn öl og hittast allir, leyfa nýjum félögum að sjá framan í eldri félaga. Það verður auglýst sérstaklega og enginn kemst undan því að mæta.


Þjófstartari meðal vor!

100_3561Steini smiður er staddur með fjölskyldu sinni á Florida núna um jól og áramót því hann ætlar að koma ansi sterkur inn í ferðinni okkar í lok febrúar. Reyndar er vitað um að Siggi Hlö verði staddur á Englandi dagana  8. - 11. febrúar og verður ef við þekkjum hann rétt þá með settið með sér. Hér er kveðja sem hann Steini skildi eftir handa okkur:

Er her staddur i floridamall i apple budinni adeins ad kikj a netid her er allt gott af fretta af golfinu bara bongoblida vellirnir i bloma og forgjofin laekkar og laekkar jolakvedja STONE


Jólakveðjur til allra golfara!

golf-card Við hér á Golfblogginu óskum lesendum okkar nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar. Við þökkum öllum sem hafa lagt leið sína hingað inn á síðuna okkar og vonumst til að geta verið enn sprækari að blogga strax og steikin sjatnar!

Jólagjöf GOLFARANS ???

Þá er loksins komin gjöfin sem golfaranum hefur alltaf langað í eða okkur birdie félögum sjá HÉR svona tæki kemur sér vel á par þrjú holum til að hita upp fyrir að fara holu í höggi.

 

 


Um stolnu golfboltana

Heyrði athyglisverðan punkt um æfingabolta, þeir eru víst léttari en venjulegir keppnisboltar. Þeir sem eitthvað vita meira um það eru beðnir að skrifa um það athugasemd takk.


Ódýrir golfboltar til sölu!

Hehehe....nei bara djók.

Ég held að ég tali fyrir munn allra golfara að það er ekki golfari sem hefur stolið þessum golfboltum. Þetta er einhver vanviti sem heldur að hann sé núna kominn með góðan gjaldmiðil. Reynið að gera ykkur í hugarlund golfarann sem mætir á teig með æfingabolta! Hér held ég að blessaður dópistinn, sem er að reyna að stela öllu sem hann getur, er núna að burðast með skottið fullt af boltum sem enginn vill kaupa, aumingja kallinn. 


mbl.is Enn hverfa golfkúlur á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta æfing fyrir jól í kvöld

Í kvöld verður síðasta æfing fyrir jól og hvetjum við félaga til fjölmenna! Jólasveinahúfur eru velkomnar eða eitthvað sem minnir á aðventuna - jólabjór eða eitthvað svoleiðis! Skylda að melda sig í Athugasemdir ef menn komast alls ekki.

Tvö síðustu nöfnin í Floridaferðina

19th-Hole-in-GolfÞá er komið á hreint hvaða tveir aðilar fylla ferðina okkar 2008 en það eru úrvalsgolfararnir Brynjar Jóhannesson, Framkvæmdastjóri Fram FFR og Kristinn S Kristinsson eða Stinni eins og hann er alltaf kallaður, Stinni smiður. Þeir eru hér með boðnir velkomnir í hópinn. Á næstu dögum fá menn sendar upplýsingar frá Icelandair um greiðslufyrirkomulag á fluginu sjálfu.

Enn er þó eitt laust hús fyrir 8 manna hóp - en það verður aðeins látið til hóps, ekki selt sæti og sæti. Þannig að ef einhver er með 8 manna hóp og vill fara í skemmtilegustu golfferð ársins þá er um að gera að setja sig í samband við Sigga Hlö, yfirfarameistara í síma 896 2022 - strax!
Meðfylgjandi mynd er dæmigerð fyrir þennan golfhóp - 19 holan er mjög mikilvæg hehehehe....


Varð næstum úti í Básum

Á mánudagskvöld þegar stormur gekk yfir landið áttu menn að sjálfsögðu að mæta á æfingu í Bása. Eftir hvatningu hér á blogginu okkar og miklum meðbyr félaga rann kvöldið upp með einu mesta óveðri sem gengið hefur yfir landið í marga mánuði. Það kom á daginn að eins einn félagi mætti á æfingu og það var Siggi pípari. Í stormi og rigningu stóð píparinn  í Básum og reyndi að koma boltanum frá mottunni sem hann stóð á og loksins þegar hreyfing komst á boltann þá var vindáttin þannig að slæsið stór jókst og píparinn gat slegið 90 gráður fyrir horn! Við verðum að taka ofan fyrir Sigga Píp sem nánast varð úti á þessari æfingu vegna kulda og vosbúðar. Eins gott að það var ekki búningaæfing fyrir Floridaferðina en þá mæta allir í sumarfatnaði í Bása. Sú æfing verður sérstaklega auglýst síðar.

Rífum af okkur slenið

Nú er lag að rífa sig upp úr sófanum og mæta í Bása í kvöld. Við hefjum æfingar klukkan 20:00 á því að Steini Walters hefur æfinguna með fyrsta svingi. Þarna er komin skýringin af hverju Seini Swingur er kallaður Steini Swingur. Nú upp úr klukkan 20:30 veður Lolli með húslestur og Siggi Hlö lýkur þessu með kvæða og rýmnalestri.

Okey en allavegna verður æfing í Básum klukkan 20:00.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband