Færsluflokkur: Íþróttir

Heimskautagolf

golf-1 Hann var kaldur og napur í kvöld á okkur Floridafara, vindurinn og fjúkið í Básum. Menn eru náttúrulega klikkaðir að mæta í öðrum eins kulda. En það er ekkert ástarkjaftæði og rómantík hér, þarna skilur að menn og stráka. Við sem mættum kuldanum og freðni mottunni eigum hrós skilið á meðan aðrir voru vælandi bak við stofurgardínurnar um að það væri svo kalt úti. Það kom í ljós að Hlö var svo kalt að hann stóð allt í einu of nálægt boltanum og viti menn, kallinn sló þá strikbeina og langa út í Norðan-garrann. Well done Mr. Captain. Jæja, girða sig í brók, þarna vantaði sanna menn eins og Pípflokkinn Sigga og Sissa, þá vantaði Ellmund, Óskar og Bjarni voru grenjandi yfir kulda og komu ekki, Fribbi, þessi stóri maður með nægt hold til að geta verið nakinn úti í frostinu gugnaði, Loftur alveg loftlaus, Stinni smiðurinn sem þolir allt þoldi ekki kuldann og Gummi Hallbergs eða The Rock eins og við köllum hann var heima hjá konunni hans Nonna!!! Fríkað!

Styttist í ferðina okkar!

Undanfarna daga hef ég hitt marga marga sem tengjast öðrum skemmtilegum golfhópum og flestir þeirra hyggjast á ferðir með vorinu. Nokkrir hafa óskað okkur góðrar ferðar og telja að tímasetning okkar sé mjög góð, mátulega langt í vorið hér heima sem ég er sammála. Þegar þetta er ritað eru aðeins 23 dagar í "go to gate" á Leifsstöð. Einhverjir pakkar eru þegar farnir að berast í klúbbhúsið og greinilegt að konur okkar eru duglegar að sörfa um netið og finna vörur til kaups. Nokkur golfsett munu bíða eftir okkur eða alla vega nokkrar kylfur sem munu bæta við settið sitt. Nú er það bara bið og ekkert nema bið fram að brottför. Heyrst hefur að nokkrir leikmenn ætli að bæta við sig æfingum í Básum og það verður einna skemmtilegast að fylgjast með rakaranum á Dúett Skipholti, Mr. Barber, honum Óskari en hann hefur verið hjá kennara í vetur og virðist nokkuð sterkur um þessar mundir. Málið er bara að toppa á réttum tíma - ekki samt eins og íslenska landsliðið í handbolta! Drulla á sig erlendis hehe.....

Farseðlar komnir í hús

Þá höfum við fengið senda farseðlana fyrir allan hópinn.  Sumir hafa kannski nú þegar fengið sína í hendur en ef ekki þá sendum við ykkur heim eintak og eftir það bera menn sjálfir ábyrgð á að muna eftir að taka þá með í ferðina.

Þvílíkir yfirburðir

Það er ekki annað að segja en það verður erfitt fyrir aðra kylfinga að komast með tærnar þar sem Tiger er með hælana. Þvílíkir yfirburðir hjá einum kylfing eru einstakir þó svo að hann hafi verið í 3ja sæti eftir fyrsta daginn þá er þetta bara ekkert mál hjá tiger og þó svo að sissi píp eða öðru nafni stewart cink hafi spilað vel þar til síðasta hringinn var enginn nálægt tiger og verður svo þetta árið.
mbl.is Woods sigraði fjórða árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutamæting á Players

Svo góð var mætingin á Players að við hefðum getað stofnað nýjan borgarmeirihluta! Það er kominn spenningur í hópinn og nú er rétt mánuður í ferðina. Þar sem margir ætla sér að panta vörur á netinu og láta senda í húsið okkar þá er hér heimilisfangið á klúbbhúsinu sem tekur við pökkunum áður en við komum á svæðið:

4543 E. Windmill Drive
Inverness, 34453
Florida
USA


Ég mun láta stelpurnar í klúbbhúsinu vita að frá núna og fram að komu okkar þá muni berast pakkar til okkar og þær passa upp á allt saman!


Styttist í Floridaferð 2008

Jæja nú styttist í brottför og rétt að fara yfir helstu málin sem ferðina snertir.
Við verðum með fund í félagsheimilinu okkar (Players) næsta mánudagskvöld, 21. jan, klukkan 21:57 að staðartíma.
Farið verður yfir:
Rástíma
Á hvaða völlum er spilað
Opna BirdieTravel-mótið, fyrirkomulag ath mikið um nýjungar
Nýr verðlaunagripur kynntur til sögunnar. Hefur fengið nafnið “bikar (frumlegt ekki satt)
Búningakeppnin
Mömmusjóð
Vegabréf
Ásamt ýmsu öðru sem gott er að vita og ekki gott að vita

Ætla ekki allir að mæta ? 


Skrokkar í lagi

Við í ritstjórn golbloggsins tökum þetta til okkar og höfum sett markmiðið á það að koma okkar skrokkum í betra form. Ekki er þó um að ræða að Siggi fari á borða grænmeti og Lolli og Steini detti í líkamsræktarsali landsins heldur ætlum við að ná upp betra úthaldi með aukinni hreyfingu. Við ætlum að byrja smátt t.d. með því að leggja bílnum tveimur stæðum frá vanalega bílastæði þegar laggt er fyrir utan vinnustaðinn, labba sjálfir eftir bjór í ísskápinn og svo mætti lengi telja.

En öllu gamni slepptu þá óskum við þess að Biggi nái heilsu og fari að sýna sitt rétta andlit.


mbl.is Birgir: „Þarf að koma skrokknum í lag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inniæfingar að hefjast hjá Floridahópnum

Jæja þá er komið að fyrstu æfingu í Sporthúsinu og er hún í kvöld klukkan 22:00.

Töku vippin og púttin. Æfum og komum okkur í gott form fyrir Florida-ferðina sem er eftir 46 daga.

 


Góð mæting á mánudagsæfinguna

BasarÞað var góð mæting á æfinguna í Básum í gærkveldi. Margir að æfa sig í kuldanum og lítur hópurinn bara ansi vel út. Stinni smiður, einn af nýliðum ferðarinnar til Florida mætti og kynntist hópnum og nú eiga bara nokkrir nýliðar eftir að mæta og kynna sig til leiks. Ljósmyndari golfbloggsins var á svæðinu og smellti einni laufléttri af hópnum.

Æfir golf með þeim bestu

Það er engin tilviljun að hann bjössi skuli vera valinn íþróttamaður Ólafsfjarðar enda hefur hann stundað æfingar með okkur birdie félögum undanfarinn tvö ár á florida og þar höfum við kennt kalli nokkur af okkar helstu trixum golfsins sem að hafa eflaust komið honum að góðum notum í baráttunni á golfvellinum. Sendum við Birdie félagar honum innilegar hamingju óskir með titilinn með vonum að hann komi með í næstu æfingarferð til Florida.

DSC01135


mbl.is Sigurbjörn efstur í kjörinu á Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband