Færsluflokkur: Íþróttir
28.2.2008 | 19:42
Gummi golfari slær í gegn á Hooters
Þá eru allir að ná sér í smá golfsveiflu og loksins farnir að spila eðilegt golf. Gummi átti atriði ferðarinnar þegar við lentum hér í Florida. Hann fór að spjalla við einn þjóninn á Hooters enda er það alltaf fyrsta stopp, vængir, bjór og fallegar innréttingar. Gummi var svo hress að hann fékk dömuna til að skrúfa niður pikkfasta mynd af vegg, mynd að stúlkunni sem dreymir um heimsyfirráð. Gummi sagði að við værum allir moldríkir gaurar og hún hefur kannski vonast til að verða uppgötvuð. Myndin er núna geymd á góðum stað í eldhúsinu okkar og við tilbiðjum myndina alla morgna.
Annar eru allir að spila vel hér í Florida, Steini á 84 í dag, Gummi á 101, Hlö á 100, Stinni smiður á 96 og svo man ég ekki meira,,,,,,þarf að fá mér meiri bjór!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2008 | 14:10
Allir mættir á svæðið
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 13:04
Við eigum nóg með að sigrast á eigin getu.................
Tiger sér um sig við hinir eigum nóg með okkur sjálfa.
Hvað um það nú skal leggja land undir flug og reyna við velli í Florida. Brottför síðar í dag og á morgun kemur í ljós hvort og hvernig tekst til við að sigrast á eigin væntingum til leiksins en vonandi hafa stífar vetraræfingar skilað sér. Í gær mættu 12 manns frá okkur í Bása til að fínstilla sveifluna og nú er bara að sjá hverju það hefur skilað.
Kveðja golffarfuglar
![]() |
Woods: Ég get sigrað á öllum mótum ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 10:32
Spennan í hámarki .................
Það er í dag og allir að farast af spennu. Nú þegar er ég búin að heyra í fimm einstaklingum sem er komnir í flughöfnina í huganum.
Allt klárt: passi, flugseðill, kreditkort restinni er hægt að redda, gott er samt að hafa með golfsettið.
Veðurspáin er uppá 27°C í Inverness fyrir daginn í dag.
Hæ hó jíbbí jei og jíbbíja jei það er kominn brottfarardagur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 23:03
Pössum okkur á Krókudílunum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 22:21
Hiti við hæfi og þarna verðum við............
Stemmarinn að magnast og búin að heyra í mörgum í dag allir vinir, vinnufélagar og ættingjar að spá í veðurfarinu á þessum árstíma á Florida. Til að gera langa sögu stutta þá erum við Birdie-félagar að fara í sjöttu ferðin á jafn mörgum árum og höfum við aðeins fengið tvo regndaga og vindur hefur komist í það að kallast gola.
Nú er rétt að birta spánna eins og hún lítur út í dag.
Hiti frá 19 til 24 °C þegar hlýast verður yfir daginn fer niður í 7 °C á nóttinni. Rigningu spáð á miðvikudaginn en síðan sól.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 22:09
Látið þetta berast hratt á milli!
Áður en við förum út til Florida þá verð ég að biðja alla að láta það berast að við golfarar kjósum lagið Ho ho ho we say hey hey hey með Merzedes Club flokknum. Það er fyrirtækið mitt, Pipar auglýsingastofa sem er að framleiða þetta atriði og Valli sport er búinn að taka Einar Bárða í bumbuna með gríðarlega flottu atriði og miklu plöggi. Nú treysti ég á alla sem þekkja mig að velja þetta lag í Laugardagslögunum svona rétt áður en við höldum í sólina í Florida!!!!
Fyrir þá sem vilja skoða MæSpeisið þeirra: myspace.com/merzedesclub
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 22:53
Við skreytum okkar kort á þessum völlum.........
Hér eru upplýsingar um vellina sem við komum til með að spila á í næstu viku. Nú geta menn farið að stimpla inn addressur á nýju fínu inniljósin í bílunum (GPS-tækin).
Citrus Springs Golf & Country Club
8960 N. Golfview Dr.
Citrus Springs, FL 34434
(352) 489-5045
1-877-405-GOLF
El Diablo Golf & Country Club
10405 N. Sherman Dr.
Citrus Springs, Fl 34434
(352) 465-0986
Lakeside Golf & Country Club
4555 E. Windmill Dr.
Inverness, FL 34450
(352) 726-1461
565 Silver Rd
Ocala, FL 34472-2704
(352) 687-2828
![]() |
Skrautlegt skorkort hjá Magnúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 18:31
Áfengi og golf eiga sjaldan samleið
Viljum minna golffélaga á þær hættur sem fylgja bjórdrykkju með golfi. Þá getur myndast heiftarlegur trúnaður milli manna og þessi mynd á að vera víti til varnaðar. Palli, þessi dagfarsprúði piltur missir sig stundum í Bödd_Læd í Floridaferðum okkar og er þá eins og segull fyrir hina sem vilja frussa í eyrað á honum öll lífsins vandamál. Förum varlega vinir - 7 dagar í ferð!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)