Færsluflokkur: Íþróttir

Smá ferðasaga frá PGA mótinu í Tampa

Hér er ferðasaga frá heimsókn okkar á PGA tourinn eða PODS mótið sem er haldið í Tampa þessa helgi. Þegar við komum á mótstað þá löbbum við inn um hlið þar sem allir fóru í gegnum vopnaleit og farið yfir það að engir símar, myndavélar, töskur eða pakpokar voru leyfðir inn á svæðið. Þegar við erum komnir inn á völlinn þá erum við við fjórðu braut og Justin Rose er að koma sér fyrir á teignum og slær inn á þessa par 3 braut. Með honum í holli voru Briny Baird og Ryuji Imada. Það kom okkur á óvart hve hár Rose er. Nú við komum okkur fyrir á þessari par 3 braut og sáum nokkur holl slá, þarna sáum við t.d. Jeff Maggert, Carl Petterson, Stewart Cink. Eftir þetta löbbuðum við upp á æfingasvæði og sáum kappanna undirbúa sig fyrir fyrsta hring, gaman að sjá hve þessi íþrótt er auðveld þegar svona próar eru á ferðinni. Þegar John Daly kom á æfingasvæðið þá fylgdi honum því um líkt lið af fólki að aðrir golfarar féllu í skuggan af Daly. Við ákváðum að fylgja Daly, Nathan Green og Richard Johnson hollinum nokkrar holur. Þeir byrjuðu á 10. teig og þegar þeir koma á 12 holu komum við okkur fyrir út á braut nema að Daly slær boltanum sínum í vatn sem við stöndum við og þegar hann kemur og tekur víti þá er karlinn í tveggja metra fjarlægð frá okkur svo við fengum að heyra hvað fór fram á milli hans og kylfuberans. Droppið hjá honum fer í kylfufar og Daly ekki ánægður velur áttuna og skellir nýrri Callaway kúlunni fjóra metra frá stöng en bogie niðurstaða á þessari holu.Við ákváðum að fá okkur smá snæðing og skoða svæðið, allir helstu styrktaraðilar PGA mótaraðarinnar voru með sýnar kynningar og þar bar hæðst á Buik bílaframleiðandanum og Fedex síðan var HOOTERS með sína einkastúku en þar gat maður keypt sig inn fyrir 50 $ en John Daly fékk frítt að því sem Silli heldur. Nú er blásið í lúðra og móti frestað en það er ekki komin rigning og Silli segir “af hverju láta þeir ekki byrja að rigna áður en þeir fresta keppni” við komum okkur upp að klúbbhúsi en þegar við stöndum við uppsettann Írskan bar þá byrjar að rigna, við stökkvum inn á Írska barinn og aldrei höfðum við séð aðra eins rigningu, allt á flot á mínútum. Brautir, grín og bönkerar allt á floti meira að segja Írski barinn var komin á flot. Nú ákváðum við að skreppa út í bíl og skoða nágrenið. Við komumst í tölvusamband við eitt kaffihús og sáum að þá átti að starta keppni aftur eftir 30 mínútur svo við komum okkur aftur á svæðið.Komnir aftur í gegnum vopnaleitina og inn á 5. teig og þar stóð Ernie Els, Geoff Ogilvy og Heath Slocum. Þarna eru við búnir að koma okkur fyrir aftan þá í fjögra metra fjarlægð frá þeim og þeir nota driver af teig. Það er ekkert venjulegt að sjá þetta með eigin augum það eru engin átök allt viðist svo auðvelt og sveiflan svo róleg en samt fer boltinn 270 metra. Nú við löbbum nokkrar brautir með Els og co. Nokkrum sinnum erum við í tveggja metra fjarlæð frá boltanum hjá þeim þegar þeir eru að slá. Það er farið að bregða birtu svo við ákváðum að sjá Daly og co koma upp 18 braut. Daly á misheppnað inná högg sem endar rétt við green kantinn, hann ákveður að nota pútter en í þetta fer þrípútt svo eitt bogie-ið í viðbót staðreynd. Þegar Daly labbar út af green-inu þá verður allt vitlaust af köllum og hrópum til hans en hann heldur ótrauður áfram nema hvað Bogi sér hvar Daly hendir boltanum sínum út í runna. Þegar allir eru farnir á fyrsta teig þá stekkur Bogi og nær í boltann. Nú á Bogi bolta sem John Daly notaði en þetta er Callaway tour-i sem er ekki kominn á markað fyrir almenning ennþá. Við löbbum yfir á 9 teig og sáum tvö holl klára, síðan er blásið í lúðra og leik frestað til morguns þar sem bitan en orðin frekar lítil.Frábærum degi lokið og ekki hefðum við viljað missa að þessum degi því það er ekki á hverjum degi sem farið er á PGA-mót. Kveðja Lolli

Siggi Hlö - 40 ára í dag

Kapteinn

Captain Siggi Hlö á afmæli í dag og fagnar fertugsafmæli sínu í dag 8. mars.


Eins og Daly byrjar sinn hring á PGA

Nú er smá hlé vegna rigninga og það ekkert smá þar sem þrumur og eldingar með tilheyrandi rigningu hefur sett strik í PGA mótið hér í Tampa. Þegar Ernie Els hóf leik þá fylgdi honum töluvert af fólki en þegar Jhon Daly hóf leik þá fyrst varð allt vitlaust af fögnuði og ca tífallt fleiri fylgja honum. Það eru mjög margir með HOOTERS derhúfur og láta vel í sér heyra og fagna verulega þegar Daly er að slá. Hann er kominn með tvo yfir par strax eftir þrjár brautir.

Nú ætlum við félagar að fara og athuga hvort verður ræst aftur þar sem það rignir örlítið ennþá.

Nánar síðar kveðja Bogi, Lolli og Silli.


mbl.is Magnús lék illa á lokahringnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og allir komu þeir aftur frá Florida

Þá eru flestir mættir aftur til landsins eftir frábæra ferð til Florida. Þrír urðu eftir að sinna persónulegum erindum en ætla þó að kíkja á Els og félaga á PODS mótinu sem fram fer í Tampa.
Nú er verið að safna saman öllum ljósmyndum ferðarinnar og henda út því sem ekki má sjást!
Um helgina ætti að koma inn myndasyrpa frá ferðinni og þá er um að gera fyrir þá sem vilja koma með næst að byrja að leggja inn pantanir fyrir ferðina 26. febrúar - 7. mars 2009!


Silver Spring er flottur völlur

Veðrið í dag hefur ekki verið upp á sitt besta, gott íslenskt rigningaveður ásamt góðu venjulegu roki!

Það hefur þó engin áhrif á hópinn, í dag voru spilaðar 36 holur og mönnum gekk geysivel. Steini, Gummi Hi og Stinni voru að spila þokkalega, Gummi Hall og Nonni Óla voru að spila líka vel, Palli Lín fór heim að vinna enda allt brjálað að gera hjá Markhópum ehf. Captain Hlöðversson spilaði ágætlega en seinni hringur var brill því þá prófaði Hlö 3tréð hans Nonna og bara smell hitti fíflið....200+.

 


Úrslit frá mótinu í gær.

1Steingrímur Waltersson35
2Lórenz Þorgeirsson33
3Páll Línberg Sigurðsson32
4Hafþór Ólafsson29
5Friðþjófur Jóhannesson28
6Kristinn Kristinnsson28
7Brynjar Jóhannsson27
8Ragnar Már Sveinsson25
9Örn Unnarsson25
10Guðmundur J Hallbersgsson24
11Sigþór Magnússon24
12Sigvaldi Tómas Sigurðsson24
13Sigurður Stefánsson24
14Bogi Guðmundur Árnason23
15Guðmundur Jón Tómasson23
16Jón Kristján Ólason23
17Loftur Ingi Sveinsson22
18Sigurður Helgi Hlöðversson22
19Kristján Sigurður Jóhannsson20
20Óskar Alfreðsson19
21Ellert Jónsson17
22Bjarni Ragnarsson15
23Jónatan Guðnason14
24Alfreð Halldórsson9

 


Ný Skoðanakönnun

Endilega svarið nýrri skoðannakönnun hér að neðan Cool

Hús 1481 í bestu golf göllunum eða hvað finnst þér ?

flottastir
Wal Mart tískuvörudeildin selur snilldar fatnað á eldri borgara. Hér erum við í aðalhúsinu að pósa fyrir myndavélina. Skyrturnar okkar eru fiskaskyrtur og úr varð að menn fengu viðurnefni og hér eru þau:
Gummi Hi - Rækjan
Siggi Hlö - Tuna fish
Stinni - Lobster
Nonni Óla - Hákarlinn
Gummi Hallbergs - Sverðfiskurinn
Öddi - Keikó
Steini - Höfrungurinn
Palli - Marglyttan

Við hvetjum alla að kjósa um hverjir eru flottari, við eða hinir pappakassarnir í fréttinni hér fyrir neðan. Kosning fer fram á ATHUGASEMDIR. 


Fallegir í fögrum laufum......................

Þetta lið stefnir að því að vinna búningakeppnina. Fribbi hefur skráð sig sem björtustu vonina. Hér fylgir mynd af þessum föngulega hóp sem klæddi sig upp á þessum hátíðardegi og svo er bara að bíða kvölds og sjá hvort við vinnum ekki búningakeppnina.IMG_0023

Mótinu lokið og úrslit liggja fyrir síðar í kvöld

Nú er mjög vel heppnuðu móti lokið og átti Fribbi athriði dagsins þar sem hann stóð upp við tré og mundar sig við sveifluna lætur ríða af og vitir menn boltinn í tréð hann snýr sér undan............ menn fara að leita að boltanum en hann finnst ekki og enginn sá hvert hann fór nema Sir Fribbi sem fékk boltann undir handakrikann og þar sat bolti skorðaður af undir höndum.

Meira síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband