Færsluflokkur: Íþróttir
19.9.2010 | 15:53
Úrslit úr Florida Captain
Það voru 25 kátir kappar sem lögðu leið sína í Mýrina og spiluðu 9 holu punktamót. Fengum við allveg frábært veður og var spilamenska eftir því, flestir á nokkuð góðu skori. Í fyrsta sæti var Stinni með 23 punkta, Haffi í öðru sæti með 19 punkta og því þriðja var Siggi píp.
Eftir golfhringinn var farið í félagsheimili Birdie Travels og snæddur kvöldverður grillað lambafile. Sagðar nokkrar sögur og farið yfir næstu ferð sem verður farinn 29 mars til 6 apríl. Allir skemmtu sér frábærlega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 15:55
Florida Captain vel-laun
Sælir Florida-félagar
Við erum 23 skráðir til leiks á morgun. Djö...verður gaman.
Til að hafa þetta eins og á litlu-jólum þá verðum við með vel-laun (pakka) sem hver og einn kemur með.Síðan um kvöldið verður dregið út og allir fá þá eitthvað fallegt.Við skulum miða við að pakkinn sé ca 1.500 kr að verðmæti.
Allir klárir ræst út frá klukkan 17:00 á morgun.
Verið er að handera steikina og að hætti matreiðslumeistarans þá .................. djö...leggst kvöldið vel í okkur.
Fyrir hönd hátíðarnefndar
Siggi og Lolli
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2010 | 14:05
Florida Captain
Nú er komið að hinu árlega Florida Captain móti sem við ætlum að halda á Mýrinni á föstudaginn kemur og hefst leikur klukkan 17:00. Að ykkar alkunnu snilld þá mæta allir vel fyri þann tíma og bera saman hvernig forgjöfin hefur þróast þetta sumarið. Heyrst hefur að Nonnio Óla sé að nálgast það að komast í eins stafa forgjöf.
Þeir sem ætla að vera með verða að skrá sig fyrir klukkan 17:00 á miðvikudag
Munið að gefa upp nafn, kennitölu og forgjöf
Verð 3.500 kr og leggjist inn á
1135 - 05 - 411071 kt:030464-2579
Til að halda verði í lámarki verðum við ekki með teiggjöf þetta árið.
Dagskráin: Golf á Mýrinni klukkan 17:00
Mæting heima hjá Lolla strax á eftir golfleik
20:00 matur og með´í
KveðjaSiggi&Lolli BirdieTravel
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010 | 01:24
Lórenz með stórleik á Bylgjan Open en....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 19:20
Hér er Pútterinn .............
Eitthvað hefur fréttin borist út fyrir landsteinana að Siggi Captain hafi verið að pútta illa því nú er búið að bjarga málum og hanna pútter fyrir kappann.
Eins og sagt er á fjölmiðlamáli þá talar myndin sínu máli.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 17:35
Stinni að störfum
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 15:57
Lokaæfing í Básum í kvöld
Er ekki rétt að skella sér á lokaæfingu BirdieTravels þetta sísonið. Þarna mæta menn og skiptast á Florida-sögum og sumt sem má ekki segja frá verður sagt í góðra vina hópi.
Nú eru vellirnir að opna hver á eftir öðrum svo við ákveðum að þetta sé síðasta æfingin fyrir þennan vetur og verður þráðurinn tekinn upp næsta haust.
Sem sagt Básar klukkan 20:00 í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 20:45
Komnir heim og fyrsta æfing í gær
Nú er hópuinn kominn heim eftir vel heppnaða 8 daga Florida-ferð. Flestir að leika gott golf en þó fáir betur en Silli sem byrjaði á því að taka öll slæmu höggin á fyrsta degi, en fékk hann 18 punkta síðan tók við fágæt sería sem var; 38, 36, 36, 33, 37, 41, 35. Tær snilld hjá Silla snilla.
Fyrsta æfing var í gærkveldi og verð ég að segja að kuldi hefur eitthvað komið í veg fyrir að menn létu sjá sig. En þeir sem mættu en skrefi nær betra skori en fyrir æfingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 03:51
Úrslit dagsins
1. sæti Hlöðver Sigurðsson 41 punktur
2. sæti Guðbjörn Baldvinsson 39 punktar
3. sæti Halldór Bárðarson 37 punktar og hafði betur en Sigvaldi á síðustu 6 holunum.
Lengsta drive á 4 holu var Sigurður H Sigurðsson
Næst rauðum teig eftir tvö högg varð Gunnar Smith
Næstur holu á 16 braut var Gísli Þorgeirsson
Flottustu búningarnir eru þeir félagar í húsinu hans Lolla.
Siggi Hlö og co lentu í öðru sæti í búningakeppninni og Dóri og félagar lentu í því þriðja.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)