Færsluflokkur: Íþróttir

Nánast fullt í Man United open!

Þegar þetta er ritað eru aðeins 18 sæti laus í Manchester United open mótið sem fram fer á GKG laugardaginn 31. maí. Þarna geta stuðningsmenn Englands- og Evrópumeistaranna spilað saman golf og æskilegt er að menn mæti merktir Man United, spili í treyjunni eða eitthvað slíkt. Það hefur alltaf verið uppselt í þetta mót þau 4 ár sem það hefur verið í haldið!

Aðgerðir atvinnubílstjóra á laugardag - dagskráin er hér!

Auðvitað erum við ekki með dagskránna hér, heldur er fyrirsögnin aðeins gerð til að auka traffík á síðuna okkar! 

Okkur hér á golfblogginu langar til að leggja það fram við atvinnubílstjóra, að í stað þess að vera með uppsteyt við yfirvöld að þá mætti fá góða útrás í einum golfhring. Fyrir okkur sem spilum golf daglega er þetta barátta við forgjöfina sem bara gefur sig ekki og jafnvel hækkar og hækkar sem getur verið hrikalega ósanngjarnt. Það er okkar sjálfra að spila vel svo forgjöfin lækki. Á laugardaginn verða mörg golfmót og við hvetjum atvinnubílstjóra að vera með sín mótmæli í útjaðri borgarmarka og vera ekki nálægt golfvöllum svo við getum spilað í friði því eitt af því sem er harðbannað í golfi er að vera með hávaða auk þess sem golfið er "gentlemans sport". Allir að spila golf því sumarið er komið......goooooolf......goooooolf.......goooooolf!


Frábær golfbrandari!

A nun walks into Mother Superior's office and plunks down into a chair. She lets out a sigh heavy with frustration.
'What troubles you, Sister?' asks the Mother Superior. 'I thought this was the day you spent with your family.'

'It was,' sighed the Sister. 'And I went to play golf with my brother. We try to play golf as often as we can. You know I was quite a talented golfer before I devoted my life to Christ.'

'I seem to recall that,' the Mother Superior agreed. 'So I take it your day of recreation was not relaxing?'

'Far from it,' snorted the Sister. 'In fact, I even took the Lord's name in vain today!'

'Goodness, Sister!' gasped the Mother Superior, astonished. 'You must tell me all about it!'

'Well, we were on the fifth tee...and this hole is a monster, Mother - 540 yard Par 5, with a nasty dogleg left and a hidden green...and I hit the drive of my life. I creamed it. The sweetest swing I ever made. And it's flying straight and true, right along the line I wanted...and it hits a bird in mid-flight not 100 yards off the tee!'

'Oh my!' commiserated the Mother. 'How unfortunate! But surely that didn't make you blaspheme, Sister!'

'No, that wasn't it,' admitted Sister. 'While I was still trying to fathom what had happened, this squirrel runs out of the woods, grabs my ball and runs off down the fairway!'

'Oh, that would have made me blaspheme' sympathized Mother.

'But I didn't, Mother Superior!' sobbed the Sister. 'And I was so proud of myself! And while I was pondering whether this was a sign from God, this hawk swoops out of the sky and grabs the squirrel and flies off, .... with my ball still clutched in his paws!'

'So that's when you cursed,' said the Mother with a knowing smile.

'Nope, that wasn't it either,' cried the Sister, anguished, 'because as the hawk started to fly out of sight, the squirrel started struggling, and the hawk dropped him right there on the green, ... the ball popped out of his paws and rolled to about 18 inches from the cup!'

Mother Superior sat back in her chair, folded her arms across her chest, fixed the Sister with a baleful stare and said... 'You missed the fucking putt, didn't you?'


Skráning í Man United golfmótið hafin

Kæri Man UTD stuðningsmaður...
...til hamingju með Englandsmeistaratitilinn 2008!
 
Nú er hafin skráning í Opna Man UTD golfmótið 2008 sem haldið verður á Vífilsstaðavelli (GKG), laugardaginn 31. maí.
 
Skráning og nánari upplýsingar á golf.is SMELLA HÉR
 
ATH! Ræst er út af öllum teigum samtímis klukkan 09:00 (mæting 08:00). Æskilegt er að keppendur séu merktir Man UTD.
Road to Moscow!
 
Kveðja,
Hans Henttinen
Pétur Óskar Sigurðsson
Sigurður Hlöðversson

Styrktarmót á Hlíðarvelli í MOSÓ

Styrktarmót fyrir Sigurpál Geir Sveinsson verður haldið laugardaginn 17. maí.


Sigurpáll mun keppa á þýsku EPD atvinnumótaröðinni í sumar og einnig á kaupþingsmótaröðinni. Í haust mun hann síðan taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina.


Spilaðar verða 14 holur, opnað verður inn á 5 nýjar brautir, eingöngu fyrir mótið.


Keppnisfyrirkomulag er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf, einnig verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í kvennaflokki.


Vegleg verðlaun frá Ecco, Sony Ericsson, Nevada Bob og fleirum.


Mótsgjald kr. 2500

Skráning á golf.is og í síma 5667415


Útvarpsmenn 365 tókust á í golfi

Úrslitin í fyrsta mótinu af 5 í sumar sem starfsfólk útvarpssviðs 365 taka þátt í. 2 bestu munu aðeins telja.
Fyrsta mótið fór fram á GKG. Næsta mót verður auglýst hér á blogginu.

Úrslit:
1. Heiðar Austmann 37 punktar
2. Rikki G  33 punktar
3. Gústi Héðins  31 punktur
4. Brynjar Már  27 punktar
5. Bragi Guðmundsson  25 punktar
6. Siggi Hlö  23 punktar
7. Ragnar Már  13 punktar
8. Hemmi Gunn  9 punktar á fyrri 9
9. Svali - Frávísun (mætti ekki).


Útvarpsmenn 365miðla með golfmót

getfileÍ dag fer fram fyrsta fyrsta golfmót sumarsins hjá Útvarpssviði 365 miðla. Það verður haldið á golfvelli GKG kl. 16. Við erum að tala um átján holu mót.
 
Eftirfarandi stórnöfn úr útvarpsheimum hafa skráð sig til leiks;
 
Bragi Guðmunds
Ágúst Héðins
Heiðar Austmann
Hemmi Gunn
Siggi Hlö
Svali
Rikki Gé
Ragnar Már
Brynjar Már


Minnum á golfmót ManUtd þann 31. mai

Þá er bara að minna á golfmót ManUtd þann 31. Mai á vellinum hjá GKG-mönnum. Þar verður gleði og gaman tala nú ekki um þegar búið er að landa Meistaradeildinni líka.

ManUtd bikar


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golfvertíðin er hafin fyrir alvöru!

CIMG0311Flestir vellir opna fyrir alvöru í dag og alla helgina er Players PGA mótið á dagskrá Stöðvar 2 Sport. 

Í dag, laugardaginn 10. maí, opnaði GKG inn á umferð á sumargrín á Vífilsstaðavelli. Ákveðið hefur verið að gefa Leirdalshlutanum eina viku í viðbót til þess að jafna sig eftir veturinn og því er félagsmönnum bent á að fram til laugardagsins 17. maí gildir eftirfarandi kerfi á Vífilsstaðavelli.

"Gamli" völlurinn er spilaður sem 18 holu völlur þannig að Mýrin er seinni 9 holur á þeim velli.
Mýrin er þar af leiðandi lokuð til 17. maí og aðeins hægt að bóka rástíma á Vífilsstaðavöll.

Það er búið að opna inná sumarflatir á Hlíðavelli og var það gert í lok fimmtudagsins 8. maí vegna úrtökumótaraðar öldunga Kjalar.  Völlurinn kemur vel undan vetri og var almenn ánægja félaga með að fá loksins að spila inn flatirnar.  Frá og með sumaropnun er búið að opna veitingasölu og opnar skálinn núna kl. 9 um helgar og er opinn fram á kvöld.  Veður er gott í Mosfellsbæ þessa stundina og tilvalið að koma og spila golf.  Að lokum þá viljum við minna félaga og aðra sem leika golf á Hlíðavelli sem og annarsstaðar, vinsamlegast lagið boltaför og leggið torfusnepla í sárið eftir högg. 

Korpúlfsstaðavöllur var í dag opnaður með innanfélagsmóti. Alls tóku 170 mann þátt í mótinu en aðeins 7% af kylfingum léku með 35 punkta eða meira sem þýðir það að CSA leiðréttingastuðull fyrir mótið er +3. Sturla Ómarsson lék best allra í dag á 70 höggum (-2). Leikið var í tveimur punktaflokkum. 


Vellirnir að koma til

Nú er ég búin að spila þrjá velli á stuttum tíma.  Akranesvöllurinn kemur mér verulega á óvart, allt orðið grænt og mismunurinn á Akranesi og Hellu er mikill þar sem Hellan er ein sina og lítið sem ekkert grænt að sjá. Leiran var líka ansi flott fyrir rúmri viku síðan.

Ég mæli með að menn skelli sér á Akranes og spili þar. Það er greinilegt að sumarið kemur fyrr á Skagann er hér í bænum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband