Færsluflokkur: Íþróttir
25.6.2008 | 11:11
Viltu komast frítt í golf á St. Andrews ?

Skráning er hafin á golf.is.
Liðið sem sigrar þetta mót keppir á lokamótinu á Oddi 19. júlí.
Fleiri undanmót verða haldin og mega keppendur reyna eins oft fyrir sér og þeir vilja.
Sigurparið fer og keppir á International Pairs World Finals í St. Andrews í Skotlandi 22. og 23. september 2008.
Mótið er heimsmeistaramót áhugamanna í betri bolta.
Allt um mótið á þessari síðu - www.internationalpairs.com
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 22:54
Hlíðarvöllur stækkar í 14 HOLUR
| ||
Þá er loksins komið að því að völlurinn í MOSÓ opni inná nýju holurnar sem eru orðnar klárar. | ||
|
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 13:59
Miðvikudagsmótaröð GKG að byrja

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 08:33
Lýst er eftir golfurum
Þar sem golfið er núna komið á fulla ferð og erfitt fyrir okkur á ritstjórn bloggsins að fylgjast vel með öllu sem er að gerast, þá viljum við hvetja golfara til að hjálpa okkur með því að senda okkur laufléttar ábendingar af skemmtilegum mótum sem eru væntanleg, eða fréttir af félögum eða hvað sem er, sem við getum birt hér á blogginu. Sendið fréttir á siggihlo@pipar.is og verið alls ekki feimnir, sama hversu lítið og ómerkilegt sem ykkur finnst fréttin þá getur hún alltaf verið stór og skemmtileg fyrir okkur hina.
Koma svo - senda fréttir á siggihlo@pipar.is strax í dag!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 14:06
Svona á að laga boltafar á flöt - MYNDBAND
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 23:17
Texas Scramble Golfmót á Kiðjabergi 7,Júní
Texas Scramble Golfmót á Kiðjabergi 7,Júní og hafa nokkrir af Birdie félögum þegar skráð sig til leiks og tilvalið að rotta sig saman í svona golfgleði er bara gaman.
Opið mót styrktaraðili Suzukibílar. Glæsileg verðlaun gjafabréf frá Nevada Bob í boði Suzukibíla.
1. verðlaun 2. x 35.000.
2. verðlaun 2. x 25.000.
3. verðlaun 2 x. 20.000.
4. verðlaun 2. x 15.000.
5. verðlaun 2. x 10.000.
Nándarverðlaun á öllum par 3. holum 10.000 gjafabréf frá Nevada bob.
Mótsgjald 7000 fyrir parið ( 3500 á mann/konu)
Keppnisform Texas Scramble höggleikur með forgjöf.
Forgjöf hámarks leikforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum, samanlögð og deilt með ca fimm samkvæmt forriti GSÍ.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 15:45
Úrslitin í Opna ManUnited golfmótinu
Það var frábær dagur sem keppendur fengu í dag á Opna Manchester United golfmótinu sem fram fór á velli GKG í Garðabæ. Nánast engin úrkoma, sólarglenna inn á milli og hreinlega hlýtt og milt veður. Troðfullt og löngu uppselt var í mótið og komust talsvert færri að en vildu. Verðlaunin voru glæsileg, ferðir til Manchester með Icelandair, gjafabréf frá Úrval Útsýn, Titleist kerrupokar, flottar kerrur, Doritos snakk og Pepsi, Man United dagatöl, miðar á Old Trafford á næsta sesason ofl ofl.
Flokkur að 10,4
1 | Jóhann Sigurbergsson | GK | 8 | F | 19 | 18 | 37 | 37 | 37 |
2 | Kristinn Karl Jónsson | NK | 9 | F | 19 | 18 | 37 | 37 | 37 |
3 | Snorri Páll Ólafsson | GR | 3 | F | 20 | 17 | 37 | 37 | 37 |
Flokkur frá 10,5
1 | Guðmundur Pálmi Kristinsson | GR | 20 | F | 20 | 20 | 40 | 40 | 40 |
2 | Sturla Rafn Guðmundsson | GKG | 24 | F | 22 | 18 | 40 | 40 | 40 |
3 | Hilmar Örn Þórlindsson | GO | 20 | F | 22 | 17 | 39 | 39 | 39 |
Frétt dagsins er að Captain Hlöðversson spilaði með Magga Lár aka Sleggju og það verður að segjast eins og er að það eru vonbrigði dagins. Lárusson fékk einn fugl á öllum hringnum og það á síðust holu dagins. Það má því segja að hann hafi spilað soldið eins og John Arne Riise í Liverpool, skeit upp á bak og gerði sjálfsmark!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 08:26
Æfingasvæði GKG verður glæsilegt
Nú hefur æfingasvæði GKG verið lokað vegna endurbóta sem standa fyrir dyrum. Ætlunin er helluleggja allt sláttursvæðið og hreinsa til og gera aðstöðuna snyrtilegri og betri. Í framhaldi af því verða nýjar mottur fengnar auk kúluþvottavélar sem tengist við boltavélina. Er vonin að eftir þessar breytingar verði æfingasvæðið orðið mun betra en það er og því þægilegra að æfa sig að kappi á því.
Stefnt er að því að opna svæðið eigi síðar en 6. júní nk.
GKG biður félaga og viðskiptavini sína velvirðingar á þeim óþægindum sem fylgir lokun svæðisins, en telja að menn skilji vel þá miklu þörf sem er á úrbótum svæðisins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 22:48
Birgir Leifur í Sæti 900
Það er á brattan að sækja hjá Birgi Leif en hann nú staddur í sæti 900 á heimslista og gæti það orðið erfitt fyrir hann að hanga inni í Evrópumótaröðinni ef hann nær sér seint upp úr meiðslunum sem voru að hrjá hann á mótinu á Ítalíu þann 7.maí smelltu Hér til að sjá heimslistann.
Við sendum að sjálfsögðu bestu baráttu og bata kveðjur til Birgis Leifs frá Birdie félögum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 20:19
Nýr Golfvöllur í smíðun
Family Men
Three men are in a bar, all very drunk, and talking to each other, bragging about their families.
The first guy says, "I have four sons. One more and I'll have a basketball team."
The second guy says, "That's nothin'. I have eleven sons. One more and I'll have a football team."The third guy, the drunkest of them all replies "You guys haven't found true happiness. I have seventeen wives. One more and I'll have a golf course."
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)