Færsluflokkur: Íþróttir

Viltu komast frítt í golf á St. Andrews ?

IMG_1318lr Fyrsta undankeppni International Pairs á Íslandi fer frá hjá GKG á sunnudaginn.
Skráning er hafin á golf.is.
Liðið sem sigrar þetta mót keppir á lokamótinu á Oddi 19. júlí.
Fleiri undanmót verða haldin og mega keppendur reyna eins oft fyrir sér og þeir vilja.
Sigurparið fer og keppir á International Pairs World Finals í St. Andrews í Skotlandi 22. og 23. september 2008.
Mótið er heimsmeistaramót áhugamanna í betri bolta.
Allt um mótið á þessari síðu - www.internationalpairs.com

Hlíðarvöllur stækkar í 14 HOLUR

18. júní 2008]
Þá er loksins komið að því að völlurinn í MOSÓ opni inná nýju holurnar sem eru orðnar klárar.
 

Ágætu klúbbfélagar  og aðrir golfarar, opið verður inn á nýja völlinn og því spilaðar 14 holur eftir kl. 10:00 í dag og þangað til annað er ákveðið.

Athugið að tannhjólaregla er ekki í gildi.  Til áréttingar eru leiknar fyrsta, önnur og þriðja hola og þá er farið inná nýja svæðið og leiknar holur 10, 11, 16, 17 og 18.  Þá er aftur komið inná eldri völl og leiknar holur 4-9.  Góða skemmtun :-)

 


Miðvikudagsmótaröð GKG að byrja

golfer1 Næstkomandi miðvikudag, þann 18.júní hefst hin árlega mótaröð GKG. Fyrirkomulagið verður að mestu eins og undanfarin ár. Sjö mót verða haldin yfir sumarið og fara þau þannig fram að kylfingar skrá sig á rástíma á Leirdalsvellinum eins og um venjulegan hring væri að ræða. Áður en farið er út þá þurfa þeir sem ætla sér að taka þátt í mótinu að mæta í ProShop GKG, skrá sig og greiða mótsgjald sem í ár er 1.000 krónur. Fá þeir þá í hendur skorkort sem skilað er inn að leik loknum, en kylfinga hafa tíma til lokunar á fimmtudegi að skila inn kortinu. Keppt er með punktafyrirkomulagi og eru vegle! g verðlaun fyrir flesta punkta í hvorum flokki á hverju móti. Stærsta keppnin er samt heildarkeppnin, en bestu fjögur mótin punktalega séð telja í heildarkeppninni og þeir sem spila stöðugt golf yfir sumarið eiga gott tækifæri á að vinna til veglegra verðlauna.Í ár verður keppt í tveimur flokkum, karlaflokki og kvennaflokki, og hljóta bestu fimm í hvorum flokki verðlaun í heildarkeppninni. Verðlaun í ár verða meðal annars Yes-pútterar og fleira sem kemur í ljós þegar líður á sumarið. Einnig verða veitt verðlaun fyrir hvert einstakt mót í hvorum flokki og fá kylfingar 3.000 króna boltakort fyrir annað sæti og 5.000 króna inneign í ProShop fyrir að vinna sinn flokk.Miðvikudagsmótaröðin er án efa næst stærsta innanfélagsmótið okkar hér í GKG (á eftir meistaramótinu) og því hvetjum við kylfinga til að taka þátt, enda er þetta stórskemmtilegt mót og getur verið ansi spennandi þegar líður á sumarið. Þátttaka í mótunum hefur verið góð undanfarin ár en lengi má bæta við og því hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt í ár. Sjáumst hress á miðvikudaginn!

Lýst er eftir golfurum

Þar sem golfið er núna komið á fulla ferð og erfitt fyrir okkur á ritstjórn bloggsins að fylgjast vel með öllu sem er að gerast, þá viljum við hvetja golfara til að hjálpa okkur með því að senda okkur laufléttar ábendingar af skemmtilegum mótum sem eru væntanleg, eða fréttir af félögum eða hvað sem er, sem við getum birt hér á blogginu. Sendið fréttir á siggihlo@pipar.is og verið alls ekki feimnir, sama hversu lítið og ómerkilegt sem ykkur finnst fréttin þá getur hún alltaf verið stór og skemmtileg fyrir okkur hina.

Koma svo - senda fréttir á siggihlo@pipar.is strax í dag! 


Svona á að laga boltafar á flöt - MYNDBAND


Texas Scramble Golfmót á Kiðjabergi 7,Júní

 Texas Scramble Golfmót á Kiðjabergi 7,Júní og hafa nokkrir af Birdie félögum þegar skráð sig til leiks og tilvalið að rotta sig saman í svona golfgleði er bara gaman.

Opið mót styrktaraðili Suzukibílar. Glæsileg verðlaun gjafabréf frá Nevada Bob í boði Suzukibíla.


1. verðlaun 2. x 35.000.


2. verðlaun 2. x 25.000.


3. verðlaun 2 x. 20.000.


4. verðlaun 2. x 15.000.


5. verðlaun 2. x 10.000.


Nándarverðlaun á öllum par 3. holum 10.000 gjafabréf frá Nevada bob.


Mótsgjald 7000 fyrir parið ( 3500 á mann/konu)


Keppnisform Texas Scramble höggleikur með forgjöf.


Forgjöf hámarks leikforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum, samanlögð og deilt með ca fimm samkvæmt forriti GSÍ.


Úrslitin í Opna ManUnited golfmótinu

Það var frábær dagur sem keppendur fengu í dag á Opna Manchester United golfmótinu sem fram fór á velli GKG í Garðabæ. Nánast engin úrkoma, sólarglenna inn á milli og hreinlega hlýtt og milt veður. Troðfullt og löngu uppselt var í mótið og komust talsvert færri að en vildu. Verðlaunin voru glæsileg, ferðir til Manchester með Icelandair, gjafabréf frá Úrval Útsýn, Titleist kerrupokar, flottar kerrur, Doritos snakk og Pepsi, Man United dagatöl, miðar á Old Trafford á næsta sesason ofl ofl.

Flokkur að 10,4

1Jóhann SigurbergssonGK8F1918373737
2Kristinn Karl JónssonNK9F1918373737
3Snorri Páll ÓlafssonGR3F2017373737

Flokkur frá 10,5

1Guðmundur Pálmi KristinssonGR20F2020404040
2Sturla Rafn GuðmundssonGKG24F2218404040
3Hilmar Örn ÞórlindssonGO20F2217393939

Captain Hlöðversson spilaði skelfilega og varð næst neðstur, Gumma mági hans til mikillar skemmtunar. Lórenz kom inn á 34 punktum og var einna bestur BTtravel manna eins og reyndar Lalli sem spilaði á 35 punktum. Nonni Óla var á 29 punktum en bætti það upp með glæsilegum limaburði á vellinum.
Frétt dagsins er að Captain Hlöðversson spilaði með Magga Lár aka Sleggju og það verður að segjast eins og er að það eru vonbrigði dagins. Lárusson fékk einn fugl á öllum hringnum og það á síðust holu dagins. Það má því segja að hann hafi spilað soldið eins og John Arne Riise í Liverpool, skeit upp á bak og gerði sjálfsmark!

Æfingasvæði GKG verður glæsilegt

Nú hefur æfingasvæði GKG verið lokað vegna endurbóta sem standa fyrir dyrum. Ætlunin er helluleggja allt sláttursvæðið og hreinsa til og gera aðstöðuna snyrtilegri og betri. Í framhaldi af því verða nýjar mottur fengnar auk kúluþvottavélar sem tengist við boltavélina. Er vonin að eftir þessar breytingar verði æfingasvæðið orðið mun betra en það er og því þægilegra að æfa sig að kappi á því.

Stefnt er að því að opna svæðið eigi síðar en 6. júní nk.

GKG biður félaga og viðskiptavini sína velvirðingar á þeim óþægindum sem fylgir lokun svæðisins, en telja að menn skilji vel þá miklu þörf sem er á úrbótum svæðisins.


Birgir Leifur í Sæti 900

Það er á brattan að sækja hjá Birgi Leif en hann nú staddur í sæti 900 á heimslista og gæti það orðið erfitt fyrir hann að hanga inni í Evrópumótaröðinni ef hann nær sér seint upp úr meiðslunum sem voru að hrjá hann á mótinu á Ítalíu þann 7.maí  smelltu Hér til að sjá heimslistann.

Við sendum að sjálfsögðu bestu baráttu og bata kveðjur til Birgis Leifs frá Birdie félögum.

 

 


Nýr Golfvöllur í smíðun

Family Men

Three men are in a bar, all very drunk, and talking to each other, bragging about their families.

The first guy says, "I have four sons. One more and I'll have a basketball team."

The second guy says, "That's nothin'. I have eleven sons. One more and I'll have a football team."

The third guy, the drunkest of them all replies "You guys haven't found true happiness. I have seventeen wives. One more and I'll have a golf course."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband