Færsluflokkur: Íþróttir

Gummi Hi meiddur - fór í Tiger uppskurð.

 

CIMG6848

Einn af okkar félögum hefur ekki sést lengi munda golfkylfu en það er Guðmundur Jón Tómasson eða Gummi Hi eins og við í hljómsveitinni köllum hann. Ástæðan er að kjallinn fór í uppskurð í lok ársins og hefur verið að jafna sig síðustu daga. Við náðum tali af Gumma og tókum við hann viðtal:

 

Í hvernig uppskurð fórstu?  
Liðþófa aðgerð, var með rifinn liðþófa (eins uppskurður og Tiger var í fyrr á árinu 2008) við erum eins :-)

Hvenær máttu byrja að æfa aftur?
Um miðjan febrúar. Ef ég verð duglegur að ná upp styrk.

Hvenær máttu byrja að spila golf aftur? 
það fer eftir því hvað ég er duglegur að æfa mig og ná upp styrk í fætinum, c.a. mars -apríl.

Hvaða forgjöf varstu með í lok sumars og hver eru markmiðin fyrir næsta sumar?

Ég byrjaði með 15,8 og endaði í 12,7. Er ekki fínt að fara niður um 2 á árinu 2009 sem gerir 10,7. Tökum þetta smátt og smátt og ég vona að það takist en það þýðir bara fleiri ferðir á völlinn og æfingasvæðið.

Á að fjárfesta í nýjum fíflalegum golfgalla fyrir næsta sumar?
Ekki spurning maður verður að lúkka vel út á vellinum.
Ég er með skorkortið í vasanum og það sér það enginn :-)


Nú hárið er sviðið

Kæru golfarar sem tengjast Birdie Travel hópnum, gleðilegt ár!
Við kveðjum 2008 með góðar minningar frá starfi okkar sem að mestu leiti snýst um "að vera með í ferð" til Florida. Væntingar um ferð 2009 eru góðar en ef sú staða kæmi upp að hún yrði ekki farin mun allt annað starf hópsins halda áfram eins og Básaæfingar á mánudögum, Florida Captain mótið, hittingur á Players og allt annað sem hefur gert okkur að skemmtilegasta og samhentasta golfhópi Íslands. Við munum taka ákvörðun um ferðina eftir 15. janúar og það mun ekki fara framhjá neinum.
Við höfum fengið mörg símtöl eða fyrirspurnir á förnum vegi frá mönnum sem vilja komast í BirdieTravel hópinn og svar okkar ávallt það sama: þetta er ekki lokaður félagsskapur né tengdur neinum golfklúbbi, allir velkomnir að vera með!  Stinni smiður er talandi dæmi um mann sem ætlaði að komast í hópinn og við þökkum honum fyrir að vera svona þrjóskur því þar eignaðist hópurinn góðan félaga. Aðrir sem vilja vera félagslegir eru velkomnir í liðið.

Hættum að vera hérna!
Siggi Hlö og Lórenz


Heitt kakó á golfæfingu olli góðri mætingu

kakoÞað var glaður hópur sem mætti á áramótaæfingu BirdieTravel í Bása núna áðan. Lórenz auglýsti heitt kakó og heimabakað kexmeti og viti menn, þegar þessi hópur heyrir "frítt" þá auðvitað mæta þeir hörðustu. Í kvöld mátti sjá glaðleg andlit eins og Stinna Smið, Sissa Píp, Sigvalda, Steina Smið, Lórenz, Sigga Hlö, Hlölla Sig, Loft og Fribba.
Allir eru spenntir að bíða eftir 15. janúar þegar það kemur í ljós hvort farið verður í ferðina í ár eða ekki. Fylgist vel með á næstu dögum hér á blogginu okkar.

Minnum á æfingu á mánudagskvöld

Nú á mánudagskvöld verður æfing með kakó og smákökum. Við ritstjórar höfum verið að baka og ætlum við að bjóða ykkur að smakka á æfingunni á mánudaginn kemur þann 29 des. og eins og venjulega þá byrjum við klukkan 20:00 með upphitun og ætlar Stinni að vera með húslestur uppúr klukkan 20:45 en þá ættu allir að vera búnir að úða í sig smákökum og kakó.

Gummi hæ ætlar síðan að fara yfir mikilvægi þessa að tegja eftir æfingar og sýnir nokkrar slíkar.

Ekki má gleyma því að Siggi hlö verður með nokkur tricshot eða tækniundurshögg eins og við viljum nefna þau. Þar ber helst höggið slegið á ferð og hitt á lofti.

Sjáumst á mánudaginn.


Loksins Jólagjöf Golfarans

Is Your Game in the Toilet...
 

The Potty Putter golf game allows the avid golfer
to practice his putting while in the restroom.

The perfect gift for the golfer who just can't get enough!

Includes a 36"x 30" putting green made from mini-golf course carpeting, a plastic cup and a flag, a special
mini-putter and two practice golf balls.

And a "Do Not Disturb" sign for uninterrupted practice.

And you thought your game was in the toilet....

Be the King of The Links on your own throne.


Tvisvar sinnu þrír .....................................

Þetta er annan mánudaginn í röð sem við mætum bara þrír til æfinga í Básum. Í dag eins og síðast mánudag mættum við og gerðum okkur glaðan dag.

Ég legg til að við tökum hlé og mætum aftur til leiks mánudaginn 29 des og ætla við félagar að bjóða uppá kakó og piparkökur. Verðum með nánari fréttir þegar að þessu kemur en ég veit til þess að Kapteinn Hlö er að finna aðferð við að notast við Captain í kakó og þegar þessir tveir félagar leita leiða saman þá verður gaman. Aldrei að vita nema nýja kakóið verði með í för þann 29 des.

Kveðja frá þeim þremur sem mættu í kvöld. 


Visitor.is - nýtt fyrirtæki í ferðabókunum

logoKæru félagar,

Mæli með að allir setji vefsíðuna www.visitor.is í bookmarks hjá sér en það er Obbý, konan hans Captain Hlö sem hefur opnað sitt eigið fyrirtæki í ferðabókunarþjónustu. Hún hefur nú aldeilis haldið utan um þennan golfhóp í gegnum árin.
Fyrirtækið virkar þannig að ef skreppa á út fyrir landsteinana, sér hún um að bóka flug og hótel og hjálpar við að finna hvort menn komist á punktum og svo framvegis. Sparar manni talsverðan tíma að hanga á netinu að leita í þeim fargjaldafrumskógi sem er í gangi.
Hún tekur sömu bókargjöld og þú borgar hvort eð er hjá öllum hinum!
Plús það að það tekur ekki hálfan dag að ná sambandi við hana.
Styðjum okkar fólk!
www.visitor.is


Mátti sjá menn vera farna að riðga

Það voru gallvaskir sveinar sem mættu á æfingu í kvöld og sýndu listir sýnar fyrir gesti og sveiflandi golfhetjur. Það mátti greina stirðleika og riðmyndun hjá nokkrum okkar. En með skipulagðri upphitun teigjum og ráðleggingum þá náðu þeir hinir sömu að sýna sitt rétta andlit.

Mest var þó talað um hveð Lórenz var lélegur á móti í Sandgerði fyrir rétt viku síðan. Gerði kappinn bara grín að sjálfum sér og vildi meina að fimm "out off" á sama hring væri eitthvað sem færi í sögubækur. Meðan Lolli þrípúttaði á fyrstu fjórum flötum þá notaði Stinni bara fjögur pútt. Stinni notaði eingöngu 26 pútt á hringnum og var hrein unun að sjá hvert púttið rata rétta leið og allt upp í 12 metra löng pútt sem smiðurinn þrumaði niður eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Fín æfing og mikið spjallað svo þið sem ekki komust í kvöld getið látið ykkur hlakka til næsta mánudags þar sem Stinni fer annan hluta um klæðaburð kylfinga.


Æfing á mánudag klukkan 2000

Nú er komið að því að rífa mannskapinn upp á æðri endan og mæta til æfinga á mánudagskvöldum. Siggi fer með gaman mál í upphafi æfinga svo það er eins gott að mæta tímalega. Síðastliðnar vikur hafa menn verið að missa af þessum uppákomum. Lórenz fer yfir aftursveifluna og Steini tekur síðan við og fer yfir framsveifluna. Gummi hæ tekur að sér það sem skiptir máli í púttum og öðru því sem gott er að hafa að leiðarljósi á flötum landsins. Stinni smiður fer yfir klæðaburð kylfinga í þermur þáttum og er fyrsti þáttu hans á mánudagskvöldið kemur.

Munið mánudagskvöld klukkan 20:00 og takið eftir þessi tími er í dollurum $$$$$$$$


Golftímabilinu ekki lokið enn...........

Þetta er nú alveg frábært að GSG sé að halda golfmót 9. nóv segið svo að golftímabilið sé stutt á Íslandi. Vonandi fáum við gott veður og fínan völl.

Óskum öllum góðs gengis í mótinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband