Færsluflokkur: Íþróttir
19.2.2009 | 22:32
Forgjöf ykkar gæti hafa breyst................
Einhvers misskilnings virðist gæta hjá kylfingum varðandi endurskoðunar á forgjöf. Þó svo að kylfingar skrái sína forgjöf samviskusamlega inn þá er möguleiki að hún hafi verið að breytast þó svo að viðkomandi kylfingur hafi ekki snert kylfu frá því í haust.
Staðan er sú að 5% kylfinga hafa hækkaði í forgjöf en 15% hafa lækkað. Mest kemur á óvart að 25% kylfinga eru ekki með virka forgjöf. Þó eru 55% kylfinga með óbreytta forgjöf.
Skoðaðu þína forgjöf til að vera viss.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 23:39
Fróðleikur fyrir spennta ferðalanga
Þar sem núna er farið að styttast gríðarlega hratt í 20. mars að þá ætlum við að byrja hér með að telja niður og setja inn smá fróðleik um svæðið sem við erum að fara til. Þó svo að sumir okkar séu að fara þarna 8. skiptið í röð þá er ekki þar með sagt að við þekkjum "allt". Hér er fróðleikur um bæjarfélagið Inverness sem við þekkjum vel en hér er sagan á bak við bæjarfélagið:
Inverness, Florida was established in 1889. Its original name was Tompkinsville. According to the late historian Mary McRae of Homosassa, Inverness got its name from a lonely Scotsman, far away from his home, who gazed upon the blue waters of the Native American-named Lake Tsala Apoka and thought, but it looks like Inverness, between the headlands and the lochs(115) in Scotland. And the beautiful place deserves the name of Inverness. Inver is a Gaelic word meaning mouth of the river, and through the city flows the River Ness, originating from Loch Ness. Since Citrus County lies at the foot of one of the chain of lakes in the Citrus County, Inverness seemed an appropriate name.
35 dagar í brottför þegar þetta er ritað!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 17:18
Æfing því ekki eru nema 46 dagar í brottför
Er ekki rétt að minna menn á að nú eru 46 dagar í brottför og því rétti tímin til að hefja æfingar fyrir þá sem ekki eru farnir að sveifla kylfu á nýju ári.
Kristinn tölvari kemur í kvöld og fer yfir mikilvægi þess að nærast vel áður lagt er af stað í 18 holu hring.
Munið svo að aukaæfingin skapar meistarann !
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 17:40
Golfarar í Eurovision!
Við hjá BirdieTravel ætlum að styðja íslenska stelpnabandið Elektra í Evróvision keppninni. Þær munu keppa í forkeppninni á laugardag og þar ætlum við að muna að kjósa þær ásamt því að segja konunni okkar og börnum að kjósa þær líka. Ef þið hafið ekki heyrt lagið þeirra þá má SMELLA HÉR til að hlusta á það.
Þeir sem eru á Facebook, vinsamlegast "addið" þeim sem vinum ykkar!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 13:07
Mæting og teygjur
Nú mætingin í gær var ekki til að hrópa húrra fyrir. Kristinn kom ekki á réttum tíma né heldur á röngum tíma, sem sagt mætti ekki og þeir félagar Sissi og Dóru teygðu og teygðu þ.e.a.s mætinguna á langinn og sáust ekki.
Næsta mánudag verður hópferð þar sem rúta leggur af stað frá Hafnafirði með viðkomu á flestum aðalleiðum stór Kópavogssvæðisins. Nánar auglýst síðar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 18:48
Æfing í kvöld
Minni á æfinguna í kvöld og það hefur ekki farið fram hjá neinum að það styttist í Floridaferð. Kiddi tölvari ætlar að koma sterkur inn og fer yfir mikilvægi þess að mæta tímalega á teig og hita vel upp áður en leikur hefst. Eins ætlar Dóri og Sissi að sýna nýjar teygjur eftir að leik líkur.
Sjáumst í kvöld
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 11:34
Er ekki rétt að halda stjórnarfund ...............
Nú er komið að því að útvíkka sjóndeildarhringinn og slá í púkk. Boðum hér með til stórnarfundar og gerum BirdieTravel að stórveldi eða ................ Það þýðir ekkert annað en að halda útrásinni áfram.
Nú flestir leikmanna United eru golfarar svo það ætti að vera hægt að fá afslátt. Við gætum farið fyrstu ferð til Manchester og leikið á golfvöllum í grend við Ferguson og félaga.
Legg til að Giggs verði fyrsti heiðursfélagi BirdieTravel og fái gullmerki félagsins afhent þegar samningar verða unidrritaðir.
Kveðja stórhuga golfarar
![]() |
Manchester United leitar að nýjum styrktaraðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 14:18
Garmin golf fjarlægðarmælir
Í sumar kemur á markaðinn nýtt fjarlægðar-lengdartæki frá Garmin. Nú geta menn kvatt laser kíkinn og það drasl sem menn hafa verið að kaupa sér. Kíkið á myndbandið sem búið er að setja inn á youtube og sjáið hvernig tækið kemur til með að virka. Það er ekki enn á hreinu hvort þetta tæki verði selt á Íslandi en Garmin umboðið í Ögurhvarfi er að kanna með að gera kort af öllum völlum landsins og ef það heppnast þá verður gamanog forgjöfin lækkar. Fá sér bara 2 tæki og þá lækkar hún x2!
Fylgist vel með hér á blogginu okkar því Pipar auglýsingastofa sér um Garmin umboðið á Íslandi og Siggi Hlö er að vinna þetta mál með þeim.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 15:26
Floridaferðin 2009 - uppseld!
Jæja kæru félagar,
Þau 8 sæti sem í boði voru til Florida með BirdieTravel seldust upp á svipstundu. Ferðin í ár verður frá 20. - 28. mars nk. og verður farið á sama stað og venjulega, á Lakeside í Inverness sem er rétt hjá Ocala. Þetta er 8 daga ferð og er verðið 137.048 krónur með öllu tilheyrandi, flug og skattar, bílaleigubíl, einbýlishúsi með einkasundlaug og golfhringir alla dagana. Því miður seldist upp strax þar sem aðeins 8 sæti voru í boði en vegna efnahagslægðar þótti ekki við hæfi að reyna að vera með stærri hóp að þessu sinni en samkvæmt plani er ráðgert að fara með 24 manna hóp í mars 2010.
Golfarar sem eru að fara í þessa ferð eru:
Lórenz Þorgeirsson - Lolli
Örn Unnarsson - Öddi málari
Kristinn Elvar Arnarsson - þekkjum hann ekki enn!
Sigurður Hlöðversson - Siggi Hlö
Sigþór Magnússon - Sissi Píp
Ellert Jónsson - Elli Hella
Halldór Bárðarson - Dóri Bárðar
Sigurður Stefánsson - Siggi Píp
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 21:22
Hræðileg mæting á fyrstu æfingu
Vonum að mætingin lagist næsta mánudag, það á ekki bara að mæta þegar eitthvað er frítt!!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)