13.3.2009 | 11:47
Nú er vika í brottför
Nú er bara vika í brottför og vægt til orða tekið að spennan er að ná heljartökum á mönnum. 7 dagar og við komnir á Floridiska grund. 7 dagar eðar 168 klst eða 10.080 mínútur.
Þeir sem hafa komið með í þessar ferðir þekkja tilhlökkunina sem þessu fylgir og þegar maður lætu hugan reika þá er maður búin að taka mörg upphafshögg á 1. teig á Likeside. Á að láta vaða yfir tréð eða vera skynsamur.
Fáir í þessu hóp hafa skynsemina með eða.....................
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 18:39
Allt að verða klárt, lokaundirbúningur.......................
Í hádeginu í dag hittumst við stjórnarmenn á stjórnarfundi og var farið yfir loka, lokaundirbúning fyrir ferðina sem er á föstudag í næstu viku. Kom þá í ljós að það á eftir að innkalla bikarinn sem Steini Walters fékk með sér heim til varðveislu í eitt ár en Steini spilaði að vanda mjög vel í fyrra og vann mótið.
Nú allt orðið klárt og flug, gisting, golf og bílaleigubílar stífbónaðir bíða okkar sem og golfbílarnir. Eitthvað er farið að bera á því að pakkaflutningafyrirtækin DHL, UPS og Fedex fá minna að gera þetta árið. Því að í rekstraráætlu gerðu þau ráð fyrir samdrætti í flutningum fyrir íslenska kylfinga.
Nú bara að slá inn addressuna fyrir Bay Hill mótið í GPS-tækið en hún er:
9000 Bay Hill Blvd, Orlando, FL 32819
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 22:58
Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir golfsumrinu..............
Á morgun sunnudag þá er púttmót í Kórnum sem er inniæfingaaðstaða GKG-manna. Mótið hefst klukkan 12:00 og stendur til 15:00. Mótið er öllum opið og eru leiknar tvær umferðir og telur betri hringurinn. Þátttökugjaldið eru bara 500 kr. og eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Legg til að kylfingar leggji leið sína í Kórinn og takið þátt í skemmtilegu móti.
Kommasvo vera með.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 23:42
Komin staðfesting á teigtímum
Nú eru leikar að æsast allavegna fyrir okkur sem bíðum óþolinmóðir eftir 20. mars. Vorum að fá staðfestingu á teigtímun og fengum við svo til þá tíma sem við óskuðum eftir. Fyrsta teighöggið þetta árið fellur í skaut Mr. Hlö en hans nafn kom upp úr hattinum þegar dregið var í aðgerðaúrdrættinum. En anars urðu niðurstöður þessar:
Fyrsta morgunmatinn eldar Kiddi. Fyrstu þvottavélina stýrir Elli. Fyrstu innkaupaferðinni stýrir Dóri. Mömmusjóðnum stýrir Sissi. Fyrsti uppþvotturinn lendir á Lolla. Öddi grillar og Siggi píp fær það skemmtilega verkefni að bera í okkur fyrsta bjórumganginn.
Þetta árið stendur til að gefa einkun fyrir hvernig menn eru að standa sig í hinu og þessu svo það er eins gott að kylfingar komi vel fram við hvorn annan því til mikils er að vinna.
Því hver vill ekki verða valin "vinsælasta stúlkan á ballinu".
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.3.2009 | 23:01
Arnold Palmer mótið og við þar...............
Nú er komið á hreint það eru nokkrir í hópnum sem vilja ólmir fara á Arnold Palmer mótið sem er í BayHill í Florida þann 23 til 29 mars. Það er ekki nema svona tveggja tíma keyrsla frá Inverness svo það eru miklar líkur á því að það verði farinn hópferð til að líta goðin augum og sjá hvernig þeir bera sig að.
Allt útlit er fyrir því að fimmtudagurinn 26 mars verði fyrir valinu en vegna þess að um meðíferð er að ræða þá verður þetta ákveðið á fundi sem ráðgert er að halda sunnudaginn 13 mars.
Á síðasta ári fórum þrír félagar úr okkar röðum á PODS mótið sem var haldið í Tampa. Svo vægt sé til orða tekið þá sáu þeir félagar ekki eftir þeirri heimsókn og sáu Daly, Els, Ogilvy og fleiri kappa sína listir sínar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 09:05
Þættinum hefur borist bréf!
Við fengum fyrirspurn með þessari úrvals ljósmynd af atvinnukonunni í golf, Natalie Gulbis, hvort það sé ekki pottþétt að kylfan sem hún heldur á sé með grafít skafti. Þeir sem vita hvaða kylfu hún er með er bent á að skrifa það inn í athugasemdir hér á síðunni.
Það er gaman frá því að segja að Natalie hóf sinn feril við afgreiðslustörf á Hooters í Florida og erum við klárir á að Gummi Hi hafi einhvern tímann pantað hjá henni "vængi".
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2009 | 12:42
Æfing í kvöld klukkan 20.00
Nú ætla allir að muna eftir æfingunni í kvöld og jafnvel að mæta.
Minnum við sérstaklega á hve mikilvægt er að hita vel upp fyrir æfingar og ætlar Siggi pípari að fara yfir það sérstaklega og með tillit til hnjáaðgerða Tigers og Gumma Hi. Siggi ætlar að setja þetta myndrænt frá með aðstoð nippilhnjáa, sem hann er með upp á vasann hvern einasta dag.
Sjáumst í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 12:49
Nú er kominn mars sem er brottfararmánuður
Sjá nú geta þeir sem ekki hlakka til ferðarinnar látið sér hlakka til, vegna þess að við förum út þann 20 þessa mánaðar.
Hér til hliðar má sjá Herra Hlö taka hobbita-stökkið sitt og hefur hann æft stíft allskonar fögn og hefur sett stefnuna á nýtt fagn við hvert birdie sem hann fær.
Ég vil minna menn á að fylla út á www.icelandair.is bæði APIS og ekki síður ESTA. Svona bara til að komast út þá er nauðsynlegt að fylla þetta út.
Nú er verið að setja upp keppnir í öllu því sem kemur að Floridagolfinu. Til að mynda er einstaklings- herbergis- bíla- og búningakeppni. Nú hefur komið upp ný hugmynd um að vera með nördakeppni, sem fellst í því að sá sem tekur flesta mölla er sigurvegari. Ekki spillir fyrir af vera utan við sig þegar leikið er. Mótanefndin á eftir að taka þessa nördakeppnisbeiðni fyrir á fundi sínum þann 1.apríl.
Hei það eru bara 19 dagar í brottför.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 18:19
Allir í tölvuljós áður en við förum til Florida!
Alger snilld fyrir þá sem vilja vinna í "taninu" í vinnunni eða heima í tölvunni.
Smellið ykkur inn á þessa síðu, sjáið hvernig þetta virkar og smellið svo á stóra hnappinn hægra megin sem heitir: START YOUR FREE SESSION HERE.
Alger snilld og stórsnjallt fyrir konurnar ykkar að taka nokkra ljósatíma, þvílíkur sparnaður!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 15:21
28 dagar og við í golfi mmmmmmmmmmm.........
Jæja nú eru bara 4 vikur í brottför og vissara að fara að huga að innkaupum. Dollarinn bara í 114 kr. Fyrir þá sem ætla að versla þá minnum við á heimilisfangið á klúbbhúsinu:
4543 E. Windmill Drive, Inverness, Fl 34453
Svo er bara að sjá hvað kemur upp úr kössunum eftir að UPS-bíllinn er búinn að bakka upp að húsi og afferma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)