Frábær fyrsti dagur

107 0010Þá er dagur eitt að kveldi kominn. Þreyttir og sáttir golfarar mættir í heita pottinn í húsinu að vinda ofan af sér með drykk í hendi og after sun í andliti. Flestir settu á sig sólarvörn fyrir fyrsta daginn en ekki allir. Helstu tíðindi dagsins eru þau að menn voru að slá þokkalega en ekki að skora eins og ætti að gera. Undur og stórmerki gerðust hér í Lakeside að Lórenz var að slá frábær teighögg en varð að játa sig sigraðan fyrir Captain Hlö sem skildi LóLó eftir fyrir aftan sig hvað eftir annað. Á 17. holu varð Captain Hlö að biðja LóLó afsökunar en þá átti Ló 220 metra eftir inn á green en Hlö tók sig til og smell hitti fíflið 280 metra högg!

Úrslit manna eiga að vera leyndarmál en við komust yfir skorkortin og svona eru tölurnar:
Lórenz - 93 högg
Siggi Hlö - 100 högg
Dóri Bárðar - 100 högg
Sissi píp - 101 högg
Siggi píp - 102 högg
Öddi - 103 högg
Ellmundur - 116 swííínnnngggg.....

Meira síðar!


Já - við erum mættir á svæðið!

Þessi mynd segir í raun allt sem segja þarf með þessari frétt. Meira seinna.

Sjúkralistinn

hjúkkaNú það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur. En nú bregður svo við að einn í hópnum kemst ekki með vegna veikinda en til að lágmarka tjónið (golfmissinn) þá er hann búinn að breyta fluginu hjá sér og kemur út til okkar á mánudaginn. Sá sem er veikur er Kiddi tölvugúrú og verður hans sárt saknað til mánudags.

Við félagarnir óskum honum góðs bata.

Kiddi láttu þér batna.

 


Eitthvað er Captain Hlö búin að missa sig

monster-golf-cartVorum að fá staðfestingu á nýja golf-bílnum sem Captain Hlö veður með þarna úti. Takið eftir því hve auðvelt verður fyrir Captaininn að nálgast golfkylfurnar.

Það er í dag .............................

sólNú er stóri dagurinn runninn upp og allt að gerast. Flugmiði, passi, kortið og settið, ef annað gleymist þá má alltaf redda hlutunum.

Veðurspáin fyrir næstu 10 daga þarna úti er allveg tær snilld. Skoðið þennan vef http://weather.yahoo.com/forecast/USFL0224_c.html hann sínir veðrið næstu daga.


Magnað að hitta Tiger Woods!

Image0002Það væri ekki dónalegt að fá mynd af sér með Tiger Woods eins og Birdie bræður fengu fyrir ári síðan þegar þeir fóru á golfmót þar sem kappinn var að spila. Þó að myndin sé samsett er samt einhvern veginn eins og Lolli, Bogi og Sigvaldi hafi hreinlega fengið að vera Tígra þarna á mótssvæðinu. Núna í næstu viku verða 8 BirdieBræður á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum fræga í Orlando. Munum þeir senda okkur myndir af sér með einhverjum frægum köppum um leið og þær koma úr framköllun.

Bikarinn kominn í ferðatöskuna

rangeroverJæja þá er Steini búin að láta bikarinn af hendi og útséð að nýr aðili kemur til með að hampa bikarnum þar sem Steini ætlar að vera með úr fjarlægð þetta árið. Bikarnum er búið að koma fyrir í ferðatöskunni og vefja í bómull svo hann verði ekki fyrir skemdum í meðhöndlun hleðslumanna flugfélaganna.

Nú er bara að koma með tillögu af því hver kemur til með að vinna bikarinn þetta árið. En þeir sem eru með eru: Siggi Hlö, Siggi píp, Dóri, Sissi, Öddi, Elli, Kiddi og Lolli.

Síðan verður búningakeppnin á sínum stað og biðjum við að menn kjósi um það líka. Veit ég til þess að sumir hafa verið að föndra í bílskúrnum síðustu daga.

Muna að kjósa þann sem þér þykir líklegur sigurvegari í golfmóti og búningakeppninni. Notum athugasemdir til að kjósa.


Miðar á Arnold Palmer mótið komnir í hús

MiðarNú er búið að kaupa miða á Bay Hill mótið og miðarnir komnir í hús. Eins og í Austurbæjarbíói í gamladaga þá fengum við bestu sæti. Mr. Palmer ætlar að taka á móti okkur á föstudaginn þann 27. mars. Á áætlun hjá okkur er að skoða eitthvað af þessum nöfnum http://www.arnoldpalmerinvitational.com/GUIDE/pairings.aspx en á þessum lista má sjá alla þá helstu sem nú eru þegar búnir að skrá sig til leiks.

 


Kylfingur vikunnar hjá Kylfingi.is

Kylfingur vikunnarNú er Mr.Hlö að nálgast toppinn í íþróttinni allavegna sem umfjöllunarefni, því kappinn er kylfingur vikunnar hjá www.kylfingur.is

Þar vitnar Captain Hlö í þessa síðu.

Hér eftir verðum við að setja inn forgjöf kappanns svo að alþjóð geti fylgst með þegar hann fer niður í 15 í forgjöf. 


Förum eftir fimm daga

FimmNú er komin ný vika og ekki seinna vænna nema skella golfsettunum í þvott. Ráð fyrir kylfuþvott er að láta vatn renna og skola sköftin og nudda létt yfir, margir vilja nota smá sápu með en ekki eru allir á því máli.

Langtíma veðurspá gerir ráð fyrir sól og logni í Inverness. Svo þeir sem eru búnir að ná í töskurna uppá háloft og farnir að huga að því hvað skal fara í þær er bent á stuttbuxurnar og stuttermaboli.

Í stíl við dagafjöldan er ráðlagt að taka 5 stuttbuxur, 5 boli og 5 golfskó. Því ekki má gleyma að það er þessi fína þvottavél sem Siggi pípari ætlar reglulega að skella í.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband