Florida Captein mótið fór fram í blíðskapar hríðarbyl

Hið árlega Florida Captein golfmót sem eingöngu er boðsmót og alls ekki fyrir neina pappakassa fór fram á laugardaginn við frekar skrítnar aðstæður. Fínt veður þegar við mættum, eftir að fyrstu menn höfðu slegið af teig gerði þessa hrikalegu haglél með rigningarfrussi og svo jólasnjókornum. Þegar fyrsta holl var búið með 2. braut kom glampandi sól og ágætis hiti þannig að menn voru fljótir að þorna. Allir keppendur fengu flösku af Captein með sér í pokann í teiggjöf og svo var arkað af stað, þetta er nú Florda Captein mótið! Keppendur voru 12 talsins og þarna mátti sjá þá allra hörðustu mætta til leiks. Það koma fleiri myndir frá mótinu og lokahófinu sem fram fór í félagsheimili BirdieTravel í Bollasmáranum inn á vefinn fljótlega. Við minnum á að mótið markar upphaf þolinmæðinar í bið fram að næstu ferð þann 13. apríl 2010 og að næsta mánudag verður fyrsta æfing í Básum kl. 20. Við munum reyna að hittast í vetur, gera góðan móral, fara vel yfir næstu ferð og verða meðíferð í Básum öll mánudagskvöld kl. 20.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var svona meira þolraun fyrir VIPEOUT keppendur

Þolraunsfari (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband