Bikarinn kominn í ferðatöskuna

rangeroverJæja þá er Steini búin að láta bikarinn af hendi og útséð að nýr aðili kemur til með að hampa bikarnum þar sem Steini ætlar að vera með úr fjarlægð þetta árið. Bikarnum er búið að koma fyrir í ferðatöskunni og vefja í bómull svo hann verði ekki fyrir skemdum í meðhöndlun hleðslumanna flugfélaganna.

Nú er bara að koma með tillögu af því hver kemur til með að vinna bikarinn þetta árið. En þeir sem eru með eru: Siggi Hlö, Siggi píp, Dóri, Sissi, Öddi, Elli, Kiddi og Lolli.

Síðan verður búningakeppnin á sínum stað og biðjum við að menn kjósi um það líka. Veit ég til þess að sumir hafa verið að föndra í bílskúrnum síðustu daga.

Muna að kjósa þann sem þér þykir líklegur sigurvegari í golfmóti og búningakeppninni. Notum athugasemdir til að kjósa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé tími á að Hlö vinni en Öddi er orðinn svo góður í golfi að hann vinnur núna og Hlö vinnur búningakeppnina 

Kv Einn sem verður heima og fylgist með hér Gummi Hi

ps flottur bíll

Gummi Hi (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:40

2 identicon

Það er engin spurning hver vinnur bikarinn það verður Dóri (er hann ekki alltaf með 24 í forgjöf nei grín ) En það verður Captain Hlö sem sigrar þetta allt saman þetta árið hann er hitta fíflið um þessar mundir engin spurning.

Stonez (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:58

3 identicon

Skal reyna að hirða dollu-fíflið! Er fjandi heitur þessa dagana nema í Básum, þar er ég helv. kaldur hehehehe......Captain lifir!!!!

Siggi Hlö (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:22

4 identicon

Ég treysti  á að gamli" room " félaginn  taki dolluna og megið þið hafa góða ferð og rosa gaman ,ég verð með ykkur í anda ,sendið helling af myndum eins fljótt og þið getið  Veit ekki  hvern ykkar ég á að biðja að taka alla bjórana fyrir mig  kannski bara alla ? Góða ferð strákar ,hlakka til að sjá ykkur aftur  og hlusta á allar  skemmtisögurnar kv Stinni

Stinni (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband