15.3.2009 | 11:06
Förum eftir fimm daga
Nú er komin ný vika og ekki seinna vænna nema skella golfsettunum í þvott. Ráð fyrir kylfuþvott er að láta vatn renna og skola sköftin og nudda létt yfir, margir vilja nota smá sápu með en ekki eru allir á því máli.
Langtíma veðurspá gerir ráð fyrir sól og logni í Inverness. Svo þeir sem eru búnir að ná í töskurna uppá háloft og farnir að huga að því hvað skal fara í þær er bent á stuttbuxurnar og stuttermaboli.
Í stíl við dagafjöldan er ráðlagt að taka 5 stuttbuxur, 5 boli og 5 golfskó. Því ekki má gleyma að það er þessi fína þvottavél sem Siggi pípari ætlar reglulega að skella í.
Athugasemdir
Kíkið á kappann á www.kylfingur.is - kylfingur dagsins.... sæll
Áhugamaður um golf (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:06
Mikið djö.... öfunda ég ykkur. Megið þið spila ykkar besta golf og njóta ferðarinnar í botn :-)
Fylkir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:34
Fylkir nú er bara eitt ráð:
Fara
Lolli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:08
Fylkir þetta átti að vera:
Fara að safna fyrir næstu ferð sem verður farin á svipuðum tíma.
Við komum til með að hugsa til þín og skal ég taka þína skál.
Kveðja Lolli
Lolli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:09
Lolli, á ekkert að spila golf! Heyrist á öllu að þú ætlir að drekka skál fyrir alla þá er ekki fara/komst. Þú hefur þá lítinn tíma fyrir golfið!!!!
Þú manst að það var kippa pr. hring fyrir mig og 2 stórir á eftir! (þarft að greiða sjálfur)
Ég er byrjaður að safna fyrir næst ár, tel mig eiga plássið!
Silli snilli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:25
Það er nú þannig að í 30 stiga hita er uppgufun þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur þó maður renni niður 6 bjórum á tímann. Hik
En allt verður í lagi þar sem ég verð ekki þunnur heldur þú. Ha ha.
Kv.Lolli
Lolli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:59
Já Lolli, það er nákvæmlega málið. Taka stefnuna á 2010, og já taktu amk einn kaldan f. mig :-)
Fylkir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.