1.1.2009 | 12:40
Nú hárið er sviðið
Kæru golfarar sem tengjast Birdie Travel hópnum, gleðilegt ár!
Við kveðjum 2008 með góðar minningar frá starfi okkar sem að mestu leiti snýst um "að vera með í ferð" til Florida. Væntingar um ferð 2009 eru góðar en ef sú staða kæmi upp að hún yrði ekki farin mun allt annað starf hópsins halda áfram eins og Básaæfingar á mánudögum, Florida Captain mótið, hittingur á Players og allt annað sem hefur gert okkur að skemmtilegasta og samhentasta golfhópi Íslands. Við munum taka ákvörðun um ferðina eftir 15. janúar og það mun ekki fara framhjá neinum.
Við höfum fengið mörg símtöl eða fyrirspurnir á förnum vegi frá mönnum sem vilja komast í BirdieTravel hópinn og svar okkar ávallt það sama: þetta er ekki lokaður félagsskapur né tengdur neinum golfklúbbi, allir velkomnir að vera með! Stinni smiður er talandi dæmi um mann sem ætlaði að komast í hópinn og við þökkum honum fyrir að vera svona þrjóskur því þar eignaðist hópurinn góðan félaga. Aðrir sem vilja vera félagslegir eru velkomnir í liðið.
Hættum að vera hérna!
Siggi Hlö og Lórenz
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.