1.10.2008 | 18:40
Úrslit úr Captain mótinu
Það voru 22 vaskir sveinar sem lögðu leið sína á Mýrinna og léku 9 holu mót.
Captainn og glæsilegt pottlok í teiggjöf. Veðrið lék við okkur og fengum innan við 20 m/s í vind, mikið magn af rigningu á skömmum tíma, sem sagt ekkert til að kvarta yfir. Allir í frábæru skapi og úrslitin eftirfarandi:
Siggi "Captain" Hlö tók fyrsta sætið og Páll ELL nældi í annað sæti, síðan tók Dóri að sér þriðja sætið.
Eftir mót var farið í "spari" félagsheimilið og grillað. Vellaunaafhending fór vel fram og kærur píparans Sissa voru ekki teknar til greina ferkar en fyrri ár.
Aðal vellaun kvöldsins eða fyrir besta búning féll í hlut Stinna og Gumma. Ekki fyrir það að þeir voru fram/aftur hlutar af asna, heldur mætti Stinni í jakkafötum sem er tær snild, Gummi mætti í þurbúning og með hjálm sem hafði að geyma blikkljós sem blikkaði stöðugt vegna leitarfamkvæmda í vatnstorfærum. Hlutu þessir félagar glæsigjafir frá N1.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.