3.9.2008 | 09:19
Golfvellir á Tenerife - stjörnugjöf
Ég er búnn að spila 2 velli hér á Tenerife, sem báðir eru meiriháttar. Sá fyrri sem ég spilaði heitir Costa Adeje Golf en á honum var Spanish Open spilað 2002 og svo golfvöll sem heitir Golf Las Americas sem stendur við Marylanza hótelið.
Golf Costa Adeje:
Frábær völlur, magnað umhverfi og spilað er nokkurn veginn niður að strönd og svo uppeftir aftur. Atlantshafið blasir við. Mjög beinn völlur og víður, erfitt að koma sér í mikil vandræði nema menn séu því meira villtir á boltanum. Brautir og green mjög mjúk. Signature holan er án efa 7. braut, löng par3 hola þar sem slá þarf yfir 150 metra gil eða svona gróður holu. Virkar voða auðveld en að hitta greenið er erfitt. Sumartilboð hljóðar upp á 66 Evrur, hringur, bíll og hlaðborð. Kostar aðeins meira yfir veturinn. Besti völlur Tenerife miðað við verð og gæði. - **** 4 Stjörnur
Golf Las Americas:
Flottur völlir inn á hótelsvæði. Mjög fallegt umhverfi og búið að vinna mikið í að gera vötn, læki, gosbrunna og ýmsar hindranir sem gera völlinn frekar erfiðan yfirferðar. Nokkrar þröngar brautir, sumar par4 brautir eru mjög langar allt að 450 metrar. Ein mjög skemmtileg par4 hola sem er aðeins 270 metrar en slá þarf blint yfir fullt af trjám og gróðri. Þessi völlur er með dýrari völlum á svæðinu, kostar um 100 Evrur að spila með bíl og þá er ekkert meira innifalið. - **** 4 Stjörnur
Sem sagt, ef menn ætla að skella sér til Tenerife og hugsanlega bara að spila einn völl, þá mæli ég 100% með Costa Adeje golfvellinum, en ég hvet menn til að spila báða. Einnig væri gaman ef þeir sem hafa spilað annan eða báða velli að setja inn sínar athugasemdir.
Siggi Hlö
Tenerife
31. ágúst 2008.
Golf Costa Adeje:
Frábær völlur, magnað umhverfi og spilað er nokkurn veginn niður að strönd og svo uppeftir aftur. Atlantshafið blasir við. Mjög beinn völlur og víður, erfitt að koma sér í mikil vandræði nema menn séu því meira villtir á boltanum. Brautir og green mjög mjúk. Signature holan er án efa 7. braut, löng par3 hola þar sem slá þarf yfir 150 metra gil eða svona gróður holu. Virkar voða auðveld en að hitta greenið er erfitt. Sumartilboð hljóðar upp á 66 Evrur, hringur, bíll og hlaðborð. Kostar aðeins meira yfir veturinn. Besti völlur Tenerife miðað við verð og gæði. - **** 4 Stjörnur
Golf Las Americas:
Flottur völlir inn á hótelsvæði. Mjög fallegt umhverfi og búið að vinna mikið í að gera vötn, læki, gosbrunna og ýmsar hindranir sem gera völlinn frekar erfiðan yfirferðar. Nokkrar þröngar brautir, sumar par4 brautir eru mjög langar allt að 450 metrar. Ein mjög skemmtileg par4 hola sem er aðeins 270 metrar en slá þarf blint yfir fullt af trjám og gróðri. Þessi völlur er með dýrari völlum á svæðinu, kostar um 100 Evrur að spila með bíl og þá er ekkert meira innifalið. - **** 4 Stjörnur
Sem sagt, ef menn ætla að skella sér til Tenerife og hugsanlega bara að spila einn völl, þá mæli ég 100% með Costa Adeje golfvellinum, en ég hvet menn til að spila báða. Einnig væri gaman ef þeir sem hafa spilað annan eða báða velli að setja inn sínar athugasemdir.
Siggi Hlö
Tenerife
31. ágúst 2008.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.