Meistaramótum stóru klúbbanna lokið

Þá eru meistaramótum stóru klúbbanna lokið og í dag fuku nokkur þeirra um koll. Á Kili í Mosó var mótið flautað af á miðjum degi enda völlurinn á floti. Í GKG var mótið klárað með herkjum og endaði vel. Á lokafagnaði var ekki hægt að grilla enda rokið svo mikið að það þurfti 2 traktora til að halda samkvæmistjaldinu sem komið var upp fyrir hátíðina. Sá eina úr okkar hópi sem var eitthvað að gera var Steini Walters sem hreppti 3. sætið í 2. flokki á Kili í Gkj. Gummi Hi skeit á sig og varð neðstur á meðan konan hans varð í 2. sæti sem er frábær árangur hjá henni. Siggi Hlö náði takmarkinu að verða ekki neðstur í 3. flokki hjá GKG og það tókst þó svo að það væru 7 högg í þann næðst neðsta fyrir lokahringinn. Siggi spilaði þokkalega en þó yfir 100.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband