7.7.2008 | 15:31
Meistaramótin komin á fullt
Nú eru Meistaramót klúbbanna að fara á fullt. Við munum reyna að flytja fréttir af okkar mönnum í þessari viku. Ef við á ritstjórninni erum að gleyma einhverjum, þá má endilega senda okkur orð í eyra á siggi@pipar.is. GR og Bakkakot hefja sín MMót í næstu viku, þannig að þá er hægt að spila á þeim völlum á meðan aðrir eru með lokað. Í GKG er Mýrin opin fyrir golfara, 9 holur og frekar krefjandi völlur. Síðan er undanmót í International Pairs á laugardaginn og sunnudaginn á Bakkakoti sem er nýlunda, að hafa mót á meðan allir klúbbar eru með MMót en það er eiginlega snilld að vera með flott mót þeim tíma vegna þess að það taka ekki allir þátt í MMótum. Rétt er að taka það fram að Sissi Píp er kominn með þátttökurétt til að spila á IP Iceland Finals í lok ágúst en hann og hans makkerur urðu í 2. sæti í undanmótinu hjá GKG.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.