Golfvertíðin er hafin fyrir alvöru!

CIMG0311Flestir vellir opna fyrir alvöru í dag og alla helgina er Players PGA mótið á dagskrá Stöðvar 2 Sport. 

Í dag, laugardaginn 10. maí, opnaði GKG inn á umferð á sumargrín á Vífilsstaðavelli. Ákveðið hefur verið að gefa Leirdalshlutanum eina viku í viðbót til þess að jafna sig eftir veturinn og því er félagsmönnum bent á að fram til laugardagsins 17. maí gildir eftirfarandi kerfi á Vífilsstaðavelli.

"Gamli" völlurinn er spilaður sem 18 holu völlur þannig að Mýrin er seinni 9 holur á þeim velli.
Mýrin er þar af leiðandi lokuð til 17. maí og aðeins hægt að bóka rástíma á Vífilsstaðavöll.

Það er búið að opna inná sumarflatir á Hlíðavelli og var það gert í lok fimmtudagsins 8. maí vegna úrtökumótaraðar öldunga Kjalar.  Völlurinn kemur vel undan vetri og var almenn ánægja félaga með að fá loksins að spila inn flatirnar.  Frá og með sumaropnun er búið að opna veitingasölu og opnar skálinn núna kl. 9 um helgar og er opinn fram á kvöld.  Veður er gott í Mosfellsbæ þessa stundina og tilvalið að koma og spila golf.  Að lokum þá viljum við minna félaga og aðra sem leika golf á Hlíðavelli sem og annarsstaðar, vinsamlegast lagið boltaför og leggið torfusnepla í sárið eftir högg. 

Korpúlfsstaðavöllur var í dag opnaður með innanfélagsmóti. Alls tóku 170 mann þátt í mótinu en aðeins 7% af kylfingum léku með 35 punkta eða meira sem þýðir það að CSA leiðréttingastuðull fyrir mótið er +3. Sturla Ómarsson lék best allra í dag á 70 höggum (-2). Leikið var í tveimur punktaflokkum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband