Starf vallagæslumanns hjá GKG laust til umsóknar

Nú þegar dagurinn lengist og grasið tekur að grænka fer allt að lifna við í golfskála GKG. Undirbúningur fyrir sumarið stendur nú sem allra hæst, enda styttist í golftímabilið á hverjum degi. Nú eru félagsskírteinin komin í hús og verða þau send til þeirra sem gert hafa upp félagsgjöldin á næstu dögum. Félagafundur verður síðan haldinn 29. apríl og þar verða lagðar línur fyrir komandi sumar, verður hann nánar auglýstur þegar nær dregur.

Í sumar verður töluvert horft til eflingu á dags daglega starfi klúbbsins og meðal þess er stórefling á vallargæslunni, en hún hefur ekki verið nógu góð undanfarin ár. Nú hafa stjórnendur klúbbsins skipulagt hvernig hún verði í sumar og er ætlunin að ráða til liðs við sig sex vallargæslumenn sem skiptu með sér verkum í sumar. Hugmyndin er sú að tveir og tveir vinni saman hverja viku og skipti með sér deginum. Þýðir þetta að hver vallargæslumaður vinnur eina viku í senn en fær síðan frí næstu tvær vikur.

Hér er um skemmtilegt starf að ræða fyrir þá sem áhuga hafa á golfi, góðum félagsskap og hollri útiveru. Starfið hentar eflaust þeim vel sem hættir eru að vinna eða eiga langt sumarfrí og vilja drýgja tekjurnar með því að taka þriðju hverju viku í vallargæslu hjá GKG.

Við erum núna að leita að starfsfólki í þessar stöður og hvetjum við alla sem áhuga hafa að hafa samband við Ólaf framkvæmdastjóra með tölvupósti olafure@gkg.is , í síma 565-7373 eða einfaldlega kíkja við upp í skála og ræða málin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband