27.3.2008 | 22:01
Uppselt í 1. maí golfmótið!
1. maí mótið hjá Kili, GKj í Mosó, er svo gott sem uppselt. Þegar þetta er ritað eru um 6 rástímar lausir. Þvílíkur áhugi núna 27. mars. Nokkur áhugaverð mót eru framundan og má þar nefna Carlsberg mótið í Keflavík og 1. maí mótið á Hellu og er ekki enn búið að opna fyrir rástímaskráningu á þau. Eins gott að vera vel vakandi til að komast í þessi mót! Við hér á Golfblogginu munum að sjálfsögðu láta vita á sömu mínútu og skráning hefst í þessi 2 mót enda ætla ansi margir Bördarar að mæta og negla þetta.
Ef myndin prentast vel má sjá að þetta er Nonni Óla í swingi. Einn af fáum milliþungaviktargolfurum sem lúkkar vel í teinóttu.
Athugasemdir
Ertu hættur við Helluna Siggi ?
Jói (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:11
Hef aldrei farið á 1. maí mótið á Hellu og langar ekki. Þarf alltaf að vera í afmæli hjá móður minni á þessum degi og þess vegna er það Kjölur í ár!!!
Siggi Hlö (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.