Smá ferðasaga frá PGA mótinu í Tampa

Hér er ferðasaga frá heimsókn okkar á PGA tourinn eða PODS mótið sem er haldið í Tampa þessa helgi. Þegar við komum á mótstað þá löbbum við inn um hlið þar sem allir fóru í gegnum vopnaleit og farið yfir það að engir símar, myndavélar, töskur eða pakpokar voru leyfðir inn á svæðið. Þegar við erum komnir inn á völlinn þá erum við við fjórðu braut og Justin Rose er að koma sér fyrir á teignum og slær inn á þessa par 3 braut. Með honum í holli voru Briny Baird og Ryuji Imada. Það kom okkur á óvart hve hár Rose er. Nú við komum okkur fyrir á þessari par 3 braut og sáum nokkur holl slá, þarna sáum við t.d. Jeff Maggert, Carl Petterson, Stewart Cink. Eftir þetta löbbuðum við upp á æfingasvæði og sáum kappanna undirbúa sig fyrir fyrsta hring, gaman að sjá hve þessi íþrótt er auðveld þegar svona próar eru á ferðinni. Þegar John Daly kom á æfingasvæðið þá fylgdi honum því um líkt lið af fólki að aðrir golfarar féllu í skuggan af Daly. Við ákváðum að fylgja Daly, Nathan Green og Richard Johnson hollinum nokkrar holur. Þeir byrjuðu á 10. teig og þegar þeir koma á 12 holu komum við okkur fyrir út á braut nema að Daly slær boltanum sínum í vatn sem við stöndum við og þegar hann kemur og tekur víti þá er karlinn í tveggja metra fjarlægð frá okkur svo við fengum að heyra hvað fór fram á milli hans og kylfuberans. Droppið hjá honum fer í kylfufar og Daly ekki ánægður velur áttuna og skellir nýrri Callaway kúlunni fjóra metra frá stöng en bogie niðurstaða á þessari holu.Við ákváðum að fá okkur smá snæðing og skoða svæðið, allir helstu styrktaraðilar PGA mótaraðarinnar voru með sýnar kynningar og þar bar hæðst á Buik bílaframleiðandanum og Fedex síðan var HOOTERS með sína einkastúku en þar gat maður keypt sig inn fyrir 50 $ en John Daly fékk frítt að því sem Silli heldur. Nú er blásið í lúðra og móti frestað en það er ekki komin rigning og Silli segir “af hverju láta þeir ekki byrja að rigna áður en þeir fresta keppni” við komum okkur upp að klúbbhúsi en þegar við stöndum við uppsettann Írskan bar þá byrjar að rigna, við stökkvum inn á Írska barinn og aldrei höfðum við séð aðra eins rigningu, allt á flot á mínútum. Brautir, grín og bönkerar allt á floti meira að segja Írski barinn var komin á flot. Nú ákváðum við að skreppa út í bíl og skoða nágrenið. Við komumst í tölvusamband við eitt kaffihús og sáum að þá átti að starta keppni aftur eftir 30 mínútur svo við komum okkur aftur á svæðið.Komnir aftur í gegnum vopnaleitina og inn á 5. teig og þar stóð Ernie Els, Geoff Ogilvy og Heath Slocum. Þarna eru við búnir að koma okkur fyrir aftan þá í fjögra metra fjarlægð frá þeim og þeir nota driver af teig. Það er ekkert venjulegt að sjá þetta með eigin augum það eru engin átök allt viðist svo auðvelt og sveiflan svo róleg en samt fer boltinn 270 metra. Nú við löbbum nokkrar brautir með Els og co. Nokkrum sinnum erum við í tveggja metra fjarlæð frá boltanum hjá þeim þegar þeir eru að slá. Það er farið að bregða birtu svo við ákváðum að sjá Daly og co koma upp 18 braut. Daly á misheppnað inná högg sem endar rétt við green kantinn, hann ákveður að nota pútter en í þetta fer þrípútt svo eitt bogie-ið í viðbót staðreynd. Þegar Daly labbar út af green-inu þá verður allt vitlaust af köllum og hrópum til hans en hann heldur ótrauður áfram nema hvað Bogi sér hvar Daly hendir boltanum sínum út í runna. Þegar allir eru farnir á fyrsta teig þá stekkur Bogi og nær í boltann. Nú á Bogi bolta sem John Daly notaði en þetta er Callaway tour-i sem er ekki kominn á markað fyrir almenning ennþá. Við löbbum yfir á 9 teig og sáum tvö holl klára, síðan er blásið í lúðra og leik frestað til morguns þar sem bitan en orðin frekar lítil.Frábærum degi lokið og ekki hefðum við viljað missa að þessum degi því það er ekki á hverjum degi sem farið er á PGA-mót. Kveðja Lolli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband