Gummi golfari slær í gegn á Hooters

Gummi hressÞá eru allir að ná sér í smá golfsveiflu og loksins farnir að spila eðilegt golf. Gummi átti atriði ferðarinnar þegar við lentum hér í Florida. Hann fór að spjalla við einn þjóninn á Hooters enda er það alltaf fyrsta stopp, vængir, bjór og fallegar innréttingar. Gummi var svo hress að hann fékk dömuna til að skrúfa niður pikkfasta mynd af vegg, mynd að stúlkunni sem dreymir um heimsyfirráð. Gummi sagði að við værum allir moldríkir gaurar og hún hefur kannski vonast til að verða uppgötvuð. Myndin er núna geymd á góðum stað í eldhúsinu okkar og við tilbiðjum myndina alla morgna.

Annar eru allir að spila vel hér í Florida, Steini á 84 í dag, Gummi á 101, Hlö á 100, Stinni smiður á 96 og svo man ég ekki meira,,,,,,þarf að fá mér meiri bjór! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skíðabrettin fyrir strákana eiga að vera 130 og 140 cm. skórnir þurfa að vera nr. 39 og 41, heldurðu að það verði ekki stærðin næstu jól?? Tölvan verður að vera með öllu þessu: http://www.computer.is/vorur/6807 með innifalinni myndavél og mic. Þú manst að ég nota skó nr. 38 og mundu eftir hvað ég er með breiðan fót en FALLEGAN:) Victoria Secret er með aðeins önnur mál en þú ert vanur að kaupa fyrir mig þannig að málin þar eru 90-60-90, manst bara að það munar 5 cm á brjóstunum, það er óþarfi fyrir þig að nota afgreiðslukonurnar sem model því að þetta eru alveg stíf mál og pottþétt. Ég sá á netinu að WallMart er með tilboð á hárnæringu og shampoo-i, kaupir 3 lítra en færð 6, við höfum nú ekki efni á að sleppa því svo við getum borgað golf-ferðina þína. Það væri ekki vitlaus leikur að kaupa tvöfalt, þá erum við kannski búin að spara fyrir næstu ferð elskan mín, sem b.t.w. ég kem með þér í og mamma þín er alveg vitlaus í að koma líka eftir að ég sagði henni frá hárnæringutilboðinu:).
Ég frétti að þú hefðir verið með augun lokuð allan tímann á Hooters og ég er svo stolt af þér elskan. Manst bara að þú máttir bara fara einu sinni þangað:)
Við söknum þín alveg rosalega mikið og getum ekki beðið eftir að fá þig heim. Ég ákvað að setja þessi skilaboð frekar í comment heldur en gestabókina svo að þau liggi nú ekki bara á glámbekk:) Knúsaðu Gummann líka,, og þetta með Hooters gildir líka um hann, Magga segir það, hún var nú eitthvað stressuð en ég sagði henni bara að slaka á, þið væruð svo miklir heimsborgarar að þið þyrftuð nú ekki að þamba bjór í tíma og ótíma.
I love you eins og þeir segja í Ameríkunni.
Þín Helena

Frúin hans Nonna,, hæææææ Nonnniiii miiiinnnn (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:03

2 identicon

sælir drengir.

Þið ætttuð nú að kaupa einhverjar diet pillur þarna úti eftir þetta svall, þær eru nú alltaf á tilboðsverði, kippið nokkrum pökkum fyrir mig með í leiðinni meðan þið grípið með 5 pakka af makarónum og chees sem er nu alvg ómissandi fyrir gamlan skiptinema. Ef þið rekist á Nick Robinson og Bev þarna þá bið ég kærlega að heilsa þeim, þau búa þarna rétt hjá eða í Ohio[ þið hlótið að hitta þau , þau eru líka golfrar einsog þið]VONANDI ERUÐ ÞIÐ GÓÐIR VIÐ HVORN ANNANN.Gummi minn Hallbergs verður alltaf að fá nudd á bakið eftir hringinn og vona ég að Siggi eða Nonni geri það fyrir mig að bera á hann mintukremið.jæja vona að þið farið ekki á RED LOBSTER ég gæti ekki unað ykkur það.HVAÐ varð um góða veðrið eruð þið ekki í Flórida, ekki fafið þið ruglast og farið á Langanes sem er líka svona kjálki.Astarkveðju til SKARA og vonandi koma margir þynkudagar hjá honum en þá spilar hann sína bestu hringi í frábæru formin. vonandi sjáið þið einhverjar kellingar sem eru feitari en ég þá er ég svo kát.BIC MAC kveðjur MAGGA DROTTNING

MAGGA DROTTNING (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:11

3 identicon

Hæ Nonni minn,,
ég var að hafa áhyggjur af ykkur Gummanum einum ráfandi í einhverju molli í ókunnu landi, þið eruð náttúrulega ekki vanir að vera svona einir og óvarðir þannig að þú kannt ekki öll trixin þegar einhverjir blökkumenn hafa í hyggju að nauðga manni. Við konurnar kunnum þetta allt, en ég get sagt þér að ef þú hefur keypt hárnæringuna í Wall Mart þá getur hún bjargað heilmiklu.. og núna verður þú að nota hugmyndarflugið Nonni minn:)
Svo var ég að glugga í nýjustu myndirnar sem búið er að setja inn, átti náttúrulega von á því að sjá mynd af þér "fugla" einhverja holu,,, en sú mynd kemur bara síðar:) Ég hins vegar sá hópmyndina af ykkur (þó að það sjáist lítið í þig) og hún er mjög góð þó að maðurinn fyrir miðri myndinni sé að renna sér í splitt. Ég var hélt að þú værir í saklausri golfferð en ekki í fimleikaferð með króatíska landsliðinu í fimleikum.
Við hlökkum til að fá þig heim, þú verður væntanlega mjög liðugur og kannski orðinn flótari að hlaupa eftir þessa ferð:)
Knús og kossar, litla indjánastelpan (pokahontas)

Nonnafrú (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband