17.12.2007 | 16:52
Ódýrir golfboltar til sölu!
Hehehe....nei bara djók.
Ég held að ég tali fyrir munn allra golfara að það er ekki golfari sem hefur stolið þessum golfboltum. Þetta er einhver vanviti sem heldur að hann sé núna kominn með góðan gjaldmiðil. Reynið að gera ykkur í hugarlund golfarann sem mætir á teig með æfingabolta! Hér held ég að blessaður dópistinn, sem er að reyna að stela öllu sem hann getur, er núna að burðast með skottið fullt af boltum sem enginn vill kaupa, aumingja kallinn.
Enn hverfa golfkúlur á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
.....ódýrir golfboltar til sölu á flóamarkaði í austur evrópu og ýmislegt fleirra sem hverfur hér í stórum stíl.... Ég skil ekki hversvegna glæpamönnum er hleypt inní landið í stórum stíl??? Þegar ég flutti erlendis (til evrópu í alltof mörg ár), þurfti ég að skila inn sakavottorði og fara í lungnamyndatöku til að fá landvistarleyfi í þeim löndum sem ég bjó í, og mér fannst það bara mjög eðlilegt.
Það gaf mér öryggistilfinningu að vita að vel væri fylgst með hverjir byggju í landinu. Það gæfi mér öryggistilfinningu, núna þegar ég er loksins komin heim, að vita að vel væri fylgst með því hverjir búa í þessu landi. Ég hef ekkert á móti útlendingum, síður en svo. En ég hef mikið á móti stjórnleysinu sem ríkir hér í þrælahaldinu.
barajeg@yahoo.co.uk (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.