Breytingar á vindum í háloftum

Hvað skildi t.d. 30 manna hópur  gera sem er gagngert að fara í Golfferð og þegar komið er á áfangastað kemur í ljós að Golfsettin þeirra hefðu verið skilinn eftir heima og skíringin er að það voru of sterkir háloftavindar að settin urðu eftir. Þarna eru kannski tveir dagar farnir í súgin hjá manni og einhver peningur í greenfee og fleira ætli icelandair komi eitthvað á móti manni í svona löguðu.
mbl.is Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað varð að gera, held að flestir hefðu kosið að fá farangurinn með fötunum sínum heldur en golfsettin. Vélin var of þung til þess að geta tekið á loft með allan farangurinn og farþegana. Þetta var gert af öryggisástæðum, enda er öryggið númer eitt hjá öllum flugfélögum. En þeir farþegar sem lentu í þessu leiðindarmáli vonandi kynna sér bótarétt sinn hjá þjónustueftirliti Icelandair þegar heim er komið.  

Andri (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:43

2 identicon

Skilja farangurinn eftir. Minna mál að redda sér fötum á Florida heldur en að þurfað að spila með lánskilfum. Hafa forgangsröðina á hreinu!

Silli snilli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:24

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni það kostar ekkert að kaupa sér stuttbuxur og bol þarna það er aðeins ódýrara en hér á klakanum

Flottur (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:46

4 identicon

Ég hef unnið í tapað fundið á flugvellinum í Keflavík og get sko alveg sagt ykkur það að fólk kýs fötin sín fram yfir golfsettið í einn dag! Svo eru þessar umræður komnar svo langt út fyrir öll velsæmismörk. 

Eva (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband