20.10.2007 | 12:51
Högglengsti kylfingur landsins í dag
Keppnin um titilinn "Högglengsti kylfingur Íslands 2007" fer fram í Hraunkoti í dag, laugardaginn 20. október.
Í dag verður sérstakur golfdagur hjá Keili og verður boðið upp á fría bolta og golfkennslu fyrir þá sem það vilja. Leiðbeinendur verða Björgvin Sigurbergsson og Auðunn Einarsson.
Keppt verður þremur forgjafarflokkum karla og einum flokki kvenna í keppninni Högglengsti kylfingur Íslands 2007. Allir kylfingar eiga möguleika á að taka þátt í keppninni. Hver kylfingur fær að slá fimm bolta af teig og er lengsta höggið mælt og verður það að vera á braut svo það teljist gilt í keppninni - allir slá sömu tegund af boltum. Þátttökugjald er 500 krónur.
Samhliða keppninni um Högglengsta kylfing Íslands 2007 verður chippkeppni þar sem keppendur fá fimm bolta til að freista þess að slá inn á mottu sem verður um 70 metra frá teig. Hver keppandi fær fimm bolta til að hitta markið. Þátttökugjald í vipp keppninni er 500 krónur.
Högglengsti kylfingur Íslands 2007 hefst klukkan 14. Þar verður keppt í þremur forgjafarflokkum karla; forgjöf 10 og undir, 10,1 til 20 og síðan 20,1 og yfir. Einungis þeir sem hafa forgjöf eru gjaldgengir í þessa keppni.
Glæsileg verðlaun verða í boði og verða þau kynnt síðar. Magnús Lárusson úr GKj sigraði í keppninni "Högglengsti kylfingur Íslands" í fyrra, sló þá 296,9 metra á Vífilsstaðavelli. Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK sigraði þá í kvennaflokki með högg upp á 229,1 metra.
Í dag verður sérstakur golfdagur hjá Keili og verður boðið upp á fría bolta og golfkennslu fyrir þá sem það vilja. Leiðbeinendur verða Björgvin Sigurbergsson og Auðunn Einarsson.
Keppt verður þremur forgjafarflokkum karla og einum flokki kvenna í keppninni Högglengsti kylfingur Íslands 2007. Allir kylfingar eiga möguleika á að taka þátt í keppninni. Hver kylfingur fær að slá fimm bolta af teig og er lengsta höggið mælt og verður það að vera á braut svo það teljist gilt í keppninni - allir slá sömu tegund af boltum. Þátttökugjald er 500 krónur.
Samhliða keppninni um Högglengsta kylfing Íslands 2007 verður chippkeppni þar sem keppendur fá fimm bolta til að freista þess að slá inn á mottu sem verður um 70 metra frá teig. Hver keppandi fær fimm bolta til að hitta markið. Þátttökugjald í vipp keppninni er 500 krónur.
Högglengsti kylfingur Íslands 2007 hefst klukkan 14. Þar verður keppt í þremur forgjafarflokkum karla; forgjöf 10 og undir, 10,1 til 20 og síðan 20,1 og yfir. Einungis þeir sem hafa forgjöf eru gjaldgengir í þessa keppni.
Glæsileg verðlaun verða í boði og verða þau kynnt síðar. Magnús Lárusson úr GKj sigraði í keppninni "Högglengsti kylfingur Íslands" í fyrra, sló þá 296,9 metra á Vífilsstaðavelli. Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK sigraði þá í kvennaflokki með högg upp á 229,1 metra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.