13.10.2007 | 12:11
Flugeldasýning á golfvelli!
Við sem héldum að flugeldar væru bannaðir á golfvöllum verðum að éta það ofan í okkur. Birgir Leifur er funheitur í Madrid og það er mér að skapi að segja, hvað var hann að pæla allan tímann? Hann er golfari í fremstu röð og getur þetta alveg. Það er eins og hann hafi bælt niðri getuna og núna á lokasprettinum blómstar kallinn. Við vonum svo sannarlega að hann haldi út, sem hefur verið hans vandamál, og komi sér inn á topp10 í þessu móti. Við höldum áfram að fylgjast með Bigga og hvetja hann áfram.
Birgir Leifur lék á fjórum höggum undir pari í Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.