Golfvellir í góðu ástandi

Ég er nýbúin að spila þrjá golfvelli og eru þeir í flottu standi miðað við árstíma.

Grindavík þar er völlurinn í mjög góðu standi og grínin góð en þó smá misvöxtur þar sem er nokkur tími frá því þau voru sleginn. Brautirnar voru í frábæru standi og alltaf gaman að spila í Grindavík.

Korpúlfsstaðavöllur var í ágætu standi en þó var nýbúið að gata grínin og má segja að götun eru í stærra lagi sem gerir grínin mjög mjúk og boltinn stoppaði fljótt og grínin voru mjög óslétt af þessu sökum. Brautirnar voru fínar og gaman að spila völlinn.

Nú síðast spilaði ég á Hellu og var búið að taka teiganna úr notkun og var á nokkrum stöðum erfitt að finna sér góðan stað til að stilla upp fyrir drive. Brautir í góðu standi og grínin góð, það var verið að gata grínin og er mikill munur á götun á Hellu eða Korpu. Það hafði óveruleg áhrif að pútta á Hellunni þar sem götin voru ekki það stór að þau tóku í boltann, hraði á grínum í fínu lagi.

Hvet kylfinga til að nýta sér þá daga sem nýtast til að bregða sér út á völl þar sem það styttist í að vellir loki og þá eru allt of margir dagar þangað til að þeir opni aftur.

Síðan er rétt að minna á að það eru bara rétt rúmar 19 vikur í brottför til Florida.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband