2.10.2007 | 21:37
Eldriborgarkylfurnar stóðu vel fyrir sínu
Í Básum í gærkveldi þá mætti Valgeir Magnússon og þar sem kappinn mætti kylfulaus þá brá Lórenz á það ráð að gera tilraun til að þagga niður í Valla með því að lána honum Callaway kylfur. Nú ekki var Valgeir lengi að koma með skýringu á því hve auðvelt var að slá með kylfum eldriborgara eins og Callaway-kylfur eru nefndar í þessum félagsskap. Valli tjáði okkur það að með svona kylfum færi hann fljótlega niður fyrir 5 í forgjöf, en forgjöf hans er langt fyrir neðan 10 eða 9,8.
Valgeir er að reyna að sannfæra sig um það að hann þurfi ekki að fá sér nýjar kylfur en ef kallinn ætlar sér niður fyrir 5 í forgjöf næsta sumar þá er réttara að fjárfesta í eldriborgarakylfum fyrir næsta tímabil.
Annars var góð mæting og menn að komast í rétta gírinn og stemming farin að byggjast upp fyrir Florida ferðina 2008.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.