
Bjössi lögga á Ólafsfirði er okkur í Floridafélögum til sóma. Hann komst ekki á Florida Captain mótið á laugardaginn því hann þurfti að keppa á mótinu Meistari Meistaranna sem fram fór í Grafarholtinu á sama tíma. Nú fyrst að okkar maður varð að sleppa því að mæta á mót ársins og þurfti að leika á þessu slappa meistaramóti þá bara vann Mr. Police mótið. Bjössi spilaði á 70 höggum, en spilaði í flokki 35 ára og eldri og lagði þar með margar súperstjörnur á borð við Örn Ævar og Halla Heimis Já, orðspor og dugnaður okkar manna fer víða og hratt yfir. Við óskum Bjössa sérstaklega til hamingju með þennan glæsilega sigur og það verður gaman að spila með honum á Inverness Cup 2008. Þar lækkum við í honum rostann, fyllum kallinn ærlega og spilum svo við hann daginn eftir - eina vesenið er að hann drekkur ekki nógu mikið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.