PRO/AM á Hvaleyrinni í dag gekk vel

otton1 Spilaði í dag á Hvaleyrinni í PRO/AM móti sem var stryktarmót fyrir IPGA skólann. Ég fékk að spila með góðum vini mínu, Ottó Sigurðssyni atvinnumanni í golfi, sem um síðustu helgi varð Íslandsmeistari í holukeppni. Aðstæður til golfs voru fínar framan ef en þegar við áttum 4 holur eftir þá var þetta úrhellisdemba og frekar leiðinlegt að spila golf, þó við höfum skemmt okkur ákaflega vel.Ég verð að viðurkenna að spila með svona hrikalega góðum gaurum setur mann aðeins út af laginu, ég spilaði sennilega minn versta hring í sumar á með Ottó tók 3 fugla í röð á fyrstu þremur brautunum. Ég áttaði mig á því að golf er svakalega einföld íþrótt. Bara hugsa aðeins, miða rétt og slá vel - ekkert annað! Mótið endaði þannig að Ottó vann höggleikinn, spilaði á einum undir og samtals á punktum urðum við í 3. sæti!!!! Ottó fékk 100þús kall í verðlaun og ég fékk 20þús króna inneign hjá ECCO. Capteinninn verður þá væntanlega fljótlega kominn á glæsilega og rándýra ECCO skó á næstu dögum. Fékk reyndar lánaða skónna hjá Stones smið um daginn og var bara að fíla þá mjög vel. Annars styttist í fundinn góða og skipulagning á Florida Captain er hafin en endanleg dagsetning ekki komin. í bili. Hlö.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hilmar þá er bara að fylgjast með hér á síðunni senda upplýsingar á siggi@pipar.is um þig og að þig langi með og það er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu

Stone (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband