King Cobra Offset driverinn er svakalegur

drivermpeed Mr. Hlöðversson fékk sér nýjan KIng Cobra Offset driver, beint úr kassanum, svokallaðan súper streight á Florida. Um leið og Capteinninn lenti á Íslandi var skundað með Gumma HiSpot mági mínum, Stones Carpenter og Peter "the hole in one" í Coke. Við hentum okkur sem leið lá í höfuðstað apa á Íslandi, Hveragerði og skelltum á hinn fína og góða völl þeirra. Gvendurinn var með það á hreinu að það átti að rústa máginum með flugþreytuna. Svo við gerum langa sögu stutta þá skildi ég HiSpot stjörnuna eftir í rykmekkinum undan nýja drivernum og rústaði rauða ljóninu. Hann sá ekki til sólar enda þungt yfir. Mæli með að menn prófi þennan nýja driver, sérstaklega þeir sem eiga það til að vera mikið til hægri á brautum. Hef heyrt að Sissi píp eða sleggjan eins og hann er kallaður okkar á milli, hafi lagt R7 drivernum og keypt sér King Cobra - þetta geta þessir iðnaðarmenn! Later.
Hlö.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðfesti þessa sögu allveg hreint ótrúlegt hvað capteinn Hlö sló fíflið eins og við köllum golfboltann og alltaf strik beinn.

kveðja STONE  

Stone (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband