El Diablo er magnaður golfvöllur

Jæja, þá hefur fulltrúi BirdieTravel spilað hinn marg umrædda El Diablo Golf Course. Það er hægt að kvitta undir það að þetta er perla hér á svæðinu. Kannski voru væntingar mínar meiri af afspurn en raunin varð. Þetta er fallegur skógarvöllur, þröngar brautir, margar ekkert sérlega langar, fer eftir á hvaða teigum menn spila. Ég spilaði af hvítum teigum eins og við sem spilum á gulum heima á Íslandi eigum að venjast. Það voru allavega 3 teigar fyrir aftan mig. Hvað um það, þetta er sérlega vel hirtur völlur, allt til fyrirmyndar og mikið af fallegum blómum og litlum gosbrunnum sem skreyta völlinn. Talsvert mikið af bönkerum. Brautir og flatir algerlega óaðfinnanlegar og maður sér strax hversu vel er gengið um völlinn. Ég átti samtal við framkvæmdastjórann eftir hringinn og hann er spenntur að fá okkur í heimsókn 2008 og við fáum "flat fee" per mann, ég fæ endanlegt verð sent frá honum innan skamms. Mæli 100% með ferð á El Diablo. Ég náði sjálfur næstum því mínum besta hring, spilaði á 92 höggum og fór eina par5 á 9 höggum sem eyðilagði það að ég gæti spilað í fyrsta sinn undir 90, en ég er sáttur því ég hef aldrei spilað völlinn. Sá sem spilaði með mér var 70 ára gaur sem heitir Dallas og er frá Texas, ég hló ekkert smá af honum, talaði með öllum þeim Texas-hreim sem finnst í handbókinni og fannst öll höggin mín alveg..."great shot Ziggie....

Ég tók nokkara myndir og henti þeim hér inn á smá vefsvæði svo þið getið skoðað þær betur.
Eldiablo myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér líst vel á þetta og farinn að hlakka mikið til að spila þennan völl

Kv Gummi Hi

Gummi Hi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband