19.8.2007 | 19:09
El Diablo á þriðjudaginn!
Jæja, þá ætla ég að spila El Diablo á þriðjudaginn. Völlurinn er sagður einn af Florida´s best kept secrets! Við höfum oft talað um að spila hann þegar við erum hér á svæðinu og núna ætla ég að spila völlinn á þriðjudag og skoða aðstæður og einnig mun ég eiga fund með framkvæmdastjóranum. Með honum mun ég bóka okkur strax einn daginn sem við verðum hér 2008 auk þess að tryggja að við fáum besta mögulega verðið. Tek fullt af myndum fyrir okkur og blogga um hringinn minn á El Diablo þegar þar að kemur. Að auki má geta þess að ég og Lorenz erum orðnir umboðsmenn fyrir Lakeside hverfið og getum fengið sérstök verð fyrir Íslendinga sem vilja koma hingað í frí með fjölskyldur sínar. Það eru sérstök verð fyrir Íslendinga, á sérstökum tímum ársins, ekta amerískt!
Skoðið vefinn hjá El Diablo eldiablogolf.com
Athugasemdir
Gmg hvað eru margir bunkerar á vellinum ?
Blessaður teldu þá í leiðinni
svingur (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.